Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
458. fundur 28. september 2023 kl. 08:15 - 08:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Þórarinn B. B. Gunnarsson varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Kristbjörg Sunna Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda í grunnskólum sat fundinn í gegnum Teams.

1.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054

Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
Verkefnalisti lagður fram til kynningar.

2.skóladagatal Grunnskóla í Ísafjarðarbæ fyrir skólaárið 2023-2024 - 2023030149

Á 455. fundi fræðslunefndar þann 24. ágúst sl óskaði fræðslunefnd eftir frekari upplýsingum varðandi skóladagatöl grunnskóla í Ísafjarðarbæ, þar sem ósamræmis gætti í talningu kennsludaga milli skóla. Lagt fram minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur dagsett 26. september 2023 er varðar upplýsingar um kennsludaga.
Fræðslunefnd óskar eftir því að framvegis sé reynt að gæta þess eftir fremsta megni að samræmi sé í skóladagatölum skóla Ísafjarðarbæjar og að stefnan sé sú að skóladagatöl verði tekin fyrir og samþykkt á fundi fræðslunefndar þegar öll gögn hafa komist til skila.

4.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Gjaldskrár fyrir skólamál lagðar fram til þriðju umræðu. Kynnt minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, dagsett 26. sept 2023 vegna gjaldskrárvinnu.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár fyrir árið 2024 sem heyra undir nefndina og felur starfsmönnum að útbúa minnisblað þar sem breytingar a gjaldskrá eru tíundaðar.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?