Velferðarnefnd

473. fundur 27. september 2023 kl. 14:30 - 15:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Halldóra Björk Norðdahl varaformaður
  • Kristín Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Gerður Ágústa Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Hlynur Reynisson varamaður
  • Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Harpa Stefánsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá
Edda María Hagalín og Védís Geirsdóttir sátu fundinn undir fyrsta lið og yfirgáfu fundinn klukkan 15:15.

1.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Gjaldskrá 2024 fyrir velferðarsvið lögð fram til síðari umræðu.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gjaldskrá heimaþjónustu, matarþjónustu, og útseld vinna hækki um 8% sem og tekjuviðmið fasteignagjalda en allir aðrir gjaldliðir gjaldskrár hækki um 6% í samræmi við vísitölu.

2.Gott að eldast - 2023060021

Kynnt umsókn til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis um þátttöku í verkefninu Gott að eldast. Sótt um þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu.
Lagt fram til kynningar

3.Tómstunda- og félagsstarf aldraðra - 2023090089

Kynnt félagsstarf aldraðra hjá Ísafjarðarbæ sem og sagt frá kynningarfundi öldrunarfulltrúa 12. september sl. þar sem nafnasamkeppni um félagsmiðstöð á Hlíf hófst.
Velferðarnefnd þakkar kynningu á starfi öldrunarfulltrúa og fagnar komandi dagskrá í félagsstarfi aldraða í Ísafjarðarbæ og Súðavík.

4.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035

Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 lögð fram til umræðu.
Velferðarnefnd styður tillögur velferðsviðs um forgangsröðun verkefna í framkvæmdaáætlun og leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að flýta framkvæmdum við baðaðstöðu á Hlíf og loftræstikerfi í kjallara á Hlíf 2 og endurnýjun þjónustusvæðis í kjallara.

5.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning lagðar fram. Til skoðunar er 5. gr. um áhrif tekna á fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings vegna fjárhagsáætlunargerðar 2024.
Velferðarnefnd leggur til að breyting verði gerð á 5.gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning með 8% hækkun á tekjumörkum í samræmi við hækkun á launavísitölu.

Fundi slitið - kl. 15:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?