Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1034. fundur 15. október 2018 kl. 08:05 - 09:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sala á lausafé - 2018100029

Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar upplýsingafulltrúa um reglur um sölu á lausafé Ísafjarðarbæjar og stofnana.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Gestir

  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi - mæting: 08:10

2.Tölvumál Ísafjarðarbæjar - 2017020127

Kynnt er minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar upplýsingafulltrúa um kaup og rekstur á tölvubúnaði í stað sýndarvéla. Einnig kynntir útreikningar Hálfdáns og drög að úttekt Odds Hafsteinssonar upplýsingaöryggisstjóra á tölvumálum Ísafjarðarbæjar.
Málefni kaup og reksturs á tölvubúnaði kynnt á fundinum.

3.Vestfirðingabann - borgarafundur um atvinnu- og samgöngumál á Vestfjörðum - 2018100039

Lagt fram bréf Guðmundar Halldórssonar, dagsett 6. október sl. Guðmundur vitnar í grein í Bændablaðinu með yfirskriftinni „Vestfirðingabann“, þar sem fjallað er um hvernig haldið hefur verið aftur af framkvæmdum til atvinnusköpunar eða samgöngumála, og leggur til að haldinn verði borgarafundur í október til að koma á framfæri skýrum skilaboðum um vilja fólks á Vestfjörðum í þessum málum.
Lagt fram til kynningar.

4.Krabbameinsfélagið Sigurvon - styrkbeiðni - 2018100042

Lagt fram bréf Helenu Hrundar Jónsdóttur, f.h. Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, dagsett 8. október sl., þar sem óskað er eftir styrk til starfsemi félagsins.
Bæjarráð veitir almennt ekki rekstrarstyrk til félagasamtaka, en felur bæjarstjóra að hafa samband við forsvarsmenn Sigurvonar.

5.Engi, leiga á húsnæði til ArtsIceland. - 2017020022

Lagður fram tölvupóstur Elísabetar Gunnarsdóttur f.h. Arts Iceland, dagsettur 8. október sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort Arts Iceland fái áfram afnot af Engi, Seljalandsvegi 102.
Bæjarráð ákveður að framlengja leigusamning við Arts Iceland fram til 1. desember 2019.

6.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018/2019 - 2018100024

Lagt er fram bréf Jóhanns Guðmundssonar og Annasar Jóns Sigmundssonar, f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 2. október sl., þar sem byggðakvóti fiskveiðiársins 2018/2019 er auglýstur til umsóknar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sérreglur fyrir Ísafjarðarbæ vegna byggðakvóta 2018-2019 verði óbreyttar frá fyrra ári.

7.Ærslabelgur á Eyrartúni - 2017010043

Lagt fram bréf Ragnheiðar Hákonardóttur, dagsett 10. september sl., þar sem lagt er til að ærslabelgur á Eyrartúni verði fjarlægður og komið fyrir annars staðar.
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

8.Tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 12. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172. mál.
Lagt fram til kynningar, bæjarstjóra falið að skila inn umsögn Ísafjarðarbæjar.

9.Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 12. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál.
Lagt fram til kynningar, bæjarstjóra falið að skila inn umsögn Ísafjarðarbæjar.

10.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2018 - 2018020038

Lögð fram fundargerð 110. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 8. október sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fjárfestingaáætlun 2019-2025 - 2018030083

Umræður um fjárfestingaáætlun Ísafjarðarbæjar.

Gestir

  • Brynjar Þór Brynjarsson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:00
  • Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 09:55

12.Hafnarstjórn - 200 - 1810006F

Fundargerð 200. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 8. október sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 506 - 1810005F

Fundargerð 506. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 10. október sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 506 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Flosason ehf., fái lóð við Fjarðargötu 12, Þingeyri, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 506 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila gerð deiliskipulags sem afmarkast af Brekkugötu, Vallargötu, Aðalstræti og Kirkjugötu. Tilgangur með deiliskipulagi er að afmarka lóðir Vallargötu 15, Vallargötu 7, þ.e. heilsugæslu, og jafnframt að tvær til þrjár nýjar lóðir verði stofnaðar eftir því sem skipulag heimilar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 506 Skipulags- og mannvirkjanefnd, leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingar á deiliskipulagi Flateyrarodda, þ.e. að hækka nýtingarhlutfall lóðar við Hafnarbakka 3 og stækkun byggingareits.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 506 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja makaskiptasamning dagsettan 12.01.2006 milli þáverandi eigenda jarðarinnar Núps 140795 og Ríkissjóðs Íslands Núverandi eigendur hafa staðfest makaskipti með nýrri yfirlýsingu dags. 1. júlí 2018. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að heimila að hlut Ríkiseigna verði veitt lausn úr landbúnaðarnotum.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 506 27. fundur byggingafulltrúa lagður fram
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 506 28. fundur byggingafulltrúa lagður fram

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 72 - 1810003F

Fundargerð 72. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 9. október sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 72 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að starfshópurinn verði skipaður í samræmi við tillögurnar. Samkvæmt þeim verður hópurinn skipaður formanni umhverfis- og framkvæmdanefndar, byggingarfulltrúa og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?