Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Tjarnarsvæði á Suðureyri - 2011030002
Lagðar fram þrjár tillögur um skipulag tjarnarsvæðisins á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar. Nefndin felur starfsmönnum tæknideildar að bera málið undir hverfisráð Súgandafjarðar til umsagnar og umræðu.
2.Hraðavaraskilti í Ísafjarðarbæ - 2010120030
Lagðar fram upplýsingar frá Ralf Trylla umhverfisfulltrúa um hraðavaraskilti sem setja á upp í sveitarfélaginu. Til stendur að setja upp skilti við strætóstoppistöð á Pollgötu á Ísafirði, við gatnamót Sætúns og Súgandafjarðarvegs við Suðureyri, við lónið fyrir utan Flateyri og við Fjarðargötu 64 á Þingeyri. Þá eru uppi hugmyndir um að Ísafjarðarbær kaupi færanlegt hraðavaraskilti og noti það eftir þörfum á ólíkum stöðum.
Lagt fram til kynningar. Umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram í samstarfi við Vegagerðina. Þá leggur nefndin til að gert verði ráð fyrir kaupum á færanlegu skilti á fjárhagsáætlun 2019.
3.Framtíðarskipulag skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - 2017030089
Kynntar tillögur Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur um skipun starfshóps um skipulag útivistasvæða í Tungudal, Dagverðardal og Seljalandsdal.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að starfshópurinn verði skipaður í samræmi við tillögurnar. Samkvæmt þeim verður hópurinn skipaður formanni umhverfis- og framkvæmdanefndar, byggingarfulltrúa og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
4.Ósk um leyfi til losunar á óvirkum úrgangi - 2018100004
Lagt fram bréf Karls Ásgeirssonar f.h. Skagans 3X á Ísafirði, dags. 28. september, þar sem óskað er eftir 10 ára leyfi til að losa óvirkan úrgang, n.t.t. sand og glersalla, sem fellur til við framleiðslu fyrirtækisins.
Nefndin veitir leyfi til losunar í 10 ár í samræmi við verðskrá og fyrirkomulag förgunar á óvirkum úrgangi hverju sinni.
Fundi slitið - kl. 08:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?