Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
200. fundur 08. október 2018 kl. 12:00 - 12:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson varaformaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun erindisbréfs hafnarstjórar - 2012110034

Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar upplýsingafulltrúa, dags. 4. október 2018, ásamt gildandi erindisbréfi hafnarstjórnar og drögum að nýju erindisbréfi.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki drög að nýju erindisbréfi.

2.Hafnasambandsþing 2018 - 2017020060

Lagt fram bréf Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns Hafnasambands Íslands, dags. 5. september um boð á hafnasambandsþing sem haldið verður í Reykjavík dagana 25. og 26. október. Einnig lögð fram til kynningar dagskrá þingsins og yfirlit yfir fjölda fulltrúa frá hverri höfn.
Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á þingið.

3.Framkvæmdir hafna Ísafjarðarbæjar 2019 - 2017030024

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra varðandi framkvæmdir á árinu 2019.
Lagt fram til kynningar.

4.Lenging Sundabakka - 2016090029

Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri gerir grein fyrir fundi sem hann átti með Sigurði Áss Grétarssyni, framkvæmdastjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar, föstudaginn 5. október varðandi lengingu Sundabakka.
Fram kom í máli hafnarstjóra að lenging Sundabakka er komin á 5 ára samgönguáætlun og að óbreyttu ætti að vera hægt að hefja hönnunar- og undirbúningsvinnu strax á næsta ári. Fyrsti áfangi lengingarinnar verði tilbúinn til notkunar árið 2021, gangi áætlanir eftir.

5.Gjaldskrár hafna Ísafjarðarbæjar 2019 - 2018030083

Umræður um gjaldskrár hafna Ísafjarðarbæjar 2019.
Hafnarstjórn leggur til að gjaldskrár hafna Ísafjarðarbæjar verði hækkaðar eftir verðbólguspá næsta árs og felur hafnarstjóra að leggja uppfærðar gjaldskrár fyrir næsta fund.

6.Fundargerð 405. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands - 2017020060

Lögð fram fundargerð 405. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 27. ágúst.
Lagt fram til kynningar.

7.Samstarfsyfirlýsing milli Hafnasambandsins og Fiskistofu - 2017020060

Lögð fram samstarfsyfirlýsing í 5 liðum, dags. 5. september, milli Hafnasambands Íslands og Fiskistofu varðandi framkvæmd vigtunar og eftirlits og framkvæmdar löndunar á hafnarsvæðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?