Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 - 2017090051
Lagður fram tölvupóstur Sigurðar Ármanns Snævarr, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 12. september sl., ásamt minnisblaði sambandsins um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.
Lagt fram til kynningar og vísað til fjármálastjóra.
2.Íþrótta- og tómstundanefnd - 178 - 1709004F
Lögð er fram fundargerð 178. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 13. september sl., fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 178 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að beiðnin verði samþykkt. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir beiðnina.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 178 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að endurskoðaður verkefnasamningur verði samþykktur.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 178 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að drög að samkomulagi Vestra og Ísafjarðarbæjar um notkun á vallarhúsinu við Torfnesvöll verði samþykkt. Bókun fundar Bæjarráð óskar eftir fulltrúa HSV og sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs á næsta fund bæjarráðs til að ræða málið.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 178 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samið verið við SE GROUP um hönnun á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. Bókun fundar Bæjarráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 178 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að borðað verði til fundar með ungmennum í vikunni 9.-15. október, í lýðræðisviku Evrópuþings sveitarstjórnar, þar sem starfsemi sveitarfélagsins er kynnt og ungmenni hvött til að taka þátt í starfi ungmennaráðs.
3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53 - 1708016F
Lögð er fram fundargerð 53. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 12. september sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53 Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar Umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar til samþykktar í bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
4.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 483 - 1709006F
Lögð er fram fundargerð 483. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. september sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 483 Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja auglýsta tillögu og skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í minnisblaði Verkís dags. 23. ágúst 2017
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 483 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sindragötu 4, sem auglýst var skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 483 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 483 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að lóðin verði stofnuð.
5.Félagsmálanefnd - 419 - 1709009F
Fundargerð 419. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 12. september sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Félagsmálanefnd - 419 Félagsmálanefnd tekur vel í erindi Fræðslumiðstöðvar og tillögu öldungaráðs og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki að leitað verði leiða til að styrkja tekjulága aldraða einstaklinga til þátttöku í námskeiðum innan sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar 2018 og óskar eftir frekari kostnaðarupplýsingum.
6.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir 2017 - 2017010014
Lögð er fram fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var 6. september sl.
Lagt fram til kynningar.
7.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir 2017 - 2017010014
Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 8. september sl., ásamt fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 6. september s.l
Lagt fram til kynningar.
8.Aðalfundur Hvetjanda 2017 - 2017090055
Lagt fram aðalfundarboð Hvetjanda hf., dagsett 11. september sl.
Kristján Andri Guðjónsson verður fulltrúi Ísafjarðarbæjar á aðalfundi Hvetjanda og fer með atkvæði Ísafjarðarbæjar.
9.Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur - endurskoðun 2016 - 2016100073
Kynnt er minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, dags. 15. september sl., varðandi tillögu Ísafjarðarbæjar um að sveitarfélagið verði leiðandi sveitarfélag í málaflokki fatlaðra á Vestfjörðum.
Bæjarráð samþykkir tillögu Ísafjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að senda upplýsingarnar til stjórnar Byggðasamlagsins.
Margrét Geirsdóttir yfirgefur fundinn kl. 9:30.
Gestir
- Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs - mæting: 09:10
10.Ósk um áframhaldandi leigu á íbúðum í Múlalandi 12 - 2017090048
Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga, dagsettur 8. september sl., þar sem óskað er eftir áframhaldandi leigu á íbúðum 202 og 301 í Múlalandi 12, gegn fullri niðurgreiðslu leigu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita samninga við HSV um fyrirkomulag, forgangsröðun og íbúðarval leiguíbúða til HSV.
11.Vistgerðir á Íslandi - 2017090054
Lagt fram bréf Jóns Gunnars Ottóssonar, forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, dagsett 8. september sl., ásamt fjölritinu Vistgerðir á Íslandi.
Bæjarráð vísar ritinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
12.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126
Lagður fram tölvupóstur Svövu Bjargar Kristjánsdóttur, f.h. Persónuverndar, dagsettur 14. september sl., ásamt ársskýrslu Persónuverndar fyrir árið 2016.
Um mitt næsta ár kemur til framkvæmda ný evrópsk reglugerð um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi, en löggjöfin verður innleidd hérlendis og mun ná til allrar vinnslu persónuupplýsinga á Íslandi. Hún mun því gilda um starfsemi hins opinbera, en einnig fyrir einkageirann og sveitarfélögin.
Einnig lagður fram tölvupóstur Ingibjargar Hinriksdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 15. september sl., með samantekt yfir helstu breytingar á löggjöfinni.
Um mitt næsta ár kemur til framkvæmda ný evrópsk reglugerð um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi, en löggjöfin verður innleidd hérlendis og mun ná til allrar vinnslu persónuupplýsinga á Íslandi. Hún mun því gilda um starfsemi hins opinbera, en einnig fyrir einkageirann og sveitarfélögin.
Einnig lagður fram tölvupóstur Ingibjargar Hinriksdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 15. september sl., með samantekt yfir helstu breytingar á löggjöfinni.
Lagt fram til kynningar.
13.Suðurtangi, nýbygging gatna. - 2017010018
Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 15. september 2017, þar sem lagt er til að samið verði við Gámaþjónustu Vestfjarða um verkið "Suðurtangi, nýbygging gatna".
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðstjóra um að samið verði við Gámaþjónustu Vestfjarða um verkið að uppfylltum skilyrðum innkaupreglna Ísafjarðarbæjar.
Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl. 9:05.
14.Þjónustuhús við tjaldsvæðið á Þingeyri - 2017010003
Lagt fram bréf Magnúsar H. Jónssonar, f.h. Gömlu spýtunnar, dagsett 12. september sl., þar sem gerðar eru athugasemdir við breyttar forsendur útboðsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
Gestir
- Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:47
15.Framtíð líkamsræktaraðstöðu í Skutulsfirði - 2017050073
Lögð er fram tillaga Daníels Jakobssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að hafin verði skoðun á aðkomu bæjarins að líkamsræktaraðstöðu á Torfnesi.
Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson og Kristján Andri leggja fram eftirfarandi bókun:
„Áhugasamir aðilar um opnun líkamsræktarstöðvar á Torfnesi leituðu til bæjarstjóra og formanns bæjarráðs í sumar til að ræða samstarf við bæinn um verkefnið, sem var vel tekið. Verkefnið er þegar í vinnslu og er okkur því ljúft að samþykkja tillöguna sem hér liggur fyrir. Verið er að kanna möguleika á framtíðarstaðsetningu við íþróttahúsið á Torfnesi. Æskilegt væri þó að leita samninga við eiganda þess húsnæðis sem Stúdíó Dan nýtir í dag um að hýsa líkamsræktarstöð þar til nýtt húsnæði verður tilbúið. Það er mjög mikilvægt fyrir bæjarfélagið að hér sé starfandi líkamsræktarstöð enda brýnt lýðheilsumál og eykur lífsgæði bæjarbúa.“
„Áhugasamir aðilar um opnun líkamsræktarstöðvar á Torfnesi leituðu til bæjarstjóra og formanns bæjarráðs í sumar til að ræða samstarf við bæinn um verkefnið, sem var vel tekið. Verkefnið er þegar í vinnslu og er okkur því ljúft að samþykkja tillöguna sem hér liggur fyrir. Verið er að kanna möguleika á framtíðarstaðsetningu við íþróttahúsið á Torfnesi. Æskilegt væri þó að leita samninga við eiganda þess húsnæðis sem Stúdíó Dan nýtir í dag um að hýsa líkamsræktarstöð þar til nýtt húsnæði verður tilbúið. Það er mjög mikilvægt fyrir bæjarfélagið að hér sé starfandi líkamsræktarstöð enda brýnt lýðheilsumál og eykur lífsgæði bæjarbúa.“
16.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2017/2018 - 2017090050
Lagður fram tölvupóstur Annasar Jóns Sigmundssonar, f.h. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsettur 12. september sl., ásamt bréfi dagsettu 11. september sl., með auglýsingu umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018. Umsóknarfrestur er til 15. október nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir Ísafjarðarbæ.
17.Hádegissteinn í Bakkahyrnu ofan Hnífsdals - 2017080037
Lagt er fram svar Hafsteins Pálssonar, f.h. Ofanflóðasjóðs, dags. 11. september sl., þar sem fram kemur að hann hafi óskað eftir því við Framkvæmdasýslu ríkisins að skoða mögulegar aðgerðir varðandi Hádegisstein í Bakkahyrnu ofan Hnífsdals.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?