Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
53. fundur 12. september 2017 kl. 08:00 - 08:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Umhverfisstefna 2017 - 2017030051

Lagðar fram breytingar á umhverfisstefnu skv. umræðum á síðasta fundi nefndarinnar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar Umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar til samþykktar í bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

2.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030

Lagt fram minnisblað frá Verkís dags. 06. júlí 2017 um hraðalækkandi aðgerðir.
Lagt fram til kynningar.

3.Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi - 2017080081

Lagt fram bréf Jóns Gunnars Ottóssonar, forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, dagsett 24. ágúst sl., ásamt fjölritinu 'Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi'. Mikilvæg fuglasvæði er að finna í 65 af 74 sveitarfélögum landsins, og þar af nokkur í Ísafjarðarbæ:

Skeggi, Tóarfjall, Barði, Hrafnskálarnúpur, Sauðanes, Göltur og Öskubakur, Borgarey, Æðey, Vébjarnarnúpur, Grænahlíð, Ritur, Kögur, Kjalárnúpur, Hælavíkurbjarg, Hornbjarg, Smiðjuvíkurbjarg, Geirhólmur, Jökulfirðir og Hornstrandafriðland.
Lagt fram til kynningar.

4.Útivistarsvæði í Karlsárlundi - 2017090020

Lagt fram fyrir hönd Rotaryklúbbs Ísafjarðar, tölvupóstur og teikning dagsett 6.9.2017 frá Hildi Dagbjörtu Arnardóttur um útivistarsvæði í Karlsárlundi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar framtaki Rotaryklúbbs Ísafjarðar og vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

5.Göngustígar í Ísafjarðarbæ - 2016070002

Lögð fram tillaga að göngustígaframkvæmd í Hnífsdal.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingar á verkefninu "Göngustígar 2017".
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 08:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?