Velferðarnefnd

419. fundur 12. september 2017 kl. 16:00 - 17:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Magnús Þór Bjarnason varaformaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Dagný Sif Snæbjarnardóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
  • Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Guðjón M. Þorsteinsson boðaði forföll og enginn mætti í hans stað. Sólveig Guðnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Þrjú trúnaðarmál kynnt í félagsmálanefnd.

2.Námskeið fyrir eldri borgara. - 2017060043

Lagt fram minnisblað frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur dags. 11. september sl. vegna námskeiða fyrir eldri borgara. Minnisblaðið var unnið að beiðni félagsmálanefndar vegna erindis frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og tillögu öldungaráðs sem lögð var fyrir félagsmálanefnd á síðasta fundi.
Félagsmálanefnd tekur vel í erindi Fræðslumiðstöðvar og tillögu öldungaráðs og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki að leitað verði leiða til að styrkja tekjulága aldraða einstaklinga til þátttöku í námskeiðum innan sveitarfélagsins.

3.Landsfundur jafnréttismála 2017 - 2017080001

Lagt fram boð á landsfund jafnréttismála 2017, ásamt dagskrá fundarins.
Magnús Þór Bjarnason verður fulltrúi Ísafjarðarbæjar á fundinum.

4.Fjölsmiðjan - launamál - 2017090041

Lagt fram erindi frá Hörpu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Vesturafls, dags. 9. júní 2017, sem varðar laun starfsmanna í Fjölsmiðjunni. Einnig lagt fram dæmi um launaútreikning.
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að gera drög að þjónustusamningi við Fjölsmiðjuna á Ísafirði vegna þjónustu við einstaklinga sem þurfa á úrræði á vegum Fjölsmiðju að halda og fullreynt er að eigi ekki rétt á annarri framfærslu.

5.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sagði frá vinnu við fjárhagsáætlun fyrir fjölskyldusvið Ísafjarðarbæjar.
Félagsmálanefnd mun halda sérstakan fund þegar drög að fjárhagsáætlun liggja fyrir.

6.Framtíðarþing um farsæla öldrun 2016. - 2016100066

Lögð fram til kynningar auglýsing um málþing um farsæla öldrun sem haldið verður á vegum öldrunarráðs þann 12. september n.k. í samstarfi við Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavík og Landssamband eldri borgara.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 17:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?