Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1307. fundur 16. desember 2024 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir staðgengill bæjarstjóra
  • Arndís Dögg Jónsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Arndís Dögg Jónsdóttir Skjalastjóri
Dagskrá

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 18 kjarasamningar KÍ afturvirkt 2024 - 2024040018

Lagður fram til samþykktar viðauki 18 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna hækkana á kjarasamningum við KÍ, en breytingarnar tóku gildi afturvirkt frá 1. júní 2024.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 185.800.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 738.700.000
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 18 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna hækkana á kjarasamningum við KÍ, en breytingarnar tóku gildi afturvirkt frá 1. júní 2024.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 185.800.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 738.700.000

2.Undanþágur verkfallsheimilda 2024 - 2024110045

Lagt fram til samþykktar minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 13. desember 2024, er snýr að undanþágu verkfallsheimilda, en árlega þurfa sveitarfélög, að höfðu samráði við viðkomandi stéttarfélög, að endurnýja lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild með tilvísun til laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, og 2. gr. laga nr. 129/2020, um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til. Undanþágulisti sem tilgreindur er í minnisblaðinu er lagður fyrir bæjarráð til samþykktar í bæjarstjórn, en listinn þarf að birtast í B-deild stjórnartíðinda fyrir 1. febrúar 2025.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild með tilvísun til laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, og 2. gr. laga nr. 129/2020, um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til.

Gestir

  • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri

3.Örútboð - Raforka - 2024010236

Lögð fram tilkynning frá N1, birgja Ísafjarðarbæjar, um hækkun verðs eða fyrirhugaða uppsögn þjónustu raforkusamnings frá og með 1. janúar 2025, með þriggja mánaða fyrirvara. Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 13. desember 2024, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir ekki boðaða hækkun N1 á raforku og felur bæjarstjóra að fara í örútboð verði samningi sagt upp af hálfu N1.

4.Flugeldasala og flugeldasýningar um áramót - 2024120015

Lagt fram erindi Thelmu E. Hjaltadóttur, f.h. Lögreglustjórans á Vestfjörðum, dags. 10. desember 2024, þar sem óskað eftir umsögn um umsókn um skoteldasýningar sem embættinu hafa borist, en um er að ræða sýningu hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar. Meðfylgjandi jafnframt jákvæð umsögn slökkviliðs.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis til Björgunarfélags Ísafjarðar til að halda skoteldasýningu á Ísafirði 31. desember 2024.

5.Suðureyri 11 íbúða hús - stofnframlag til Brákar íbúðafélags hses. - 2024080015

Lögð fram til kynningar samþykkt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 6. desember 2024, um úthlutun stofnframlaga ríkisins vegna 11 íbúða á Suðureyri, skv. umsókn Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

6.Þingeyri 9 íbúða hús - stofnframlag til Brákar íbúðafélags hses. - 2024080014

Lögð fram til kynningar samþykkt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 6. desember 2024, um úthlutun stofnframlaga ríkisins vegna 9 íbúða á Þingeyri, skv. umsókn Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

7.Hverfisráð - fundargerðir 2024 - 2024010183

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisráðs Suðureyrar, en fundur var haldinn 21. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar og bæjarráð felur bæjarstjóra að svara hverfisráði vegna fundargerðar aðalfundar hverfisráðs Suðureyrar.

8.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2024 - 2024020117

Lögð fram til kynningar fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, en fundur var haldinn 12. desember 2024. Meðfylgjandi er áætlun um skiptingu kostnaðar sveitarfélaganna á Vestfjörðum fyrir árið 2025.
Máli vísað til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefndar.

9.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120

Lögð fram til kynningar fundargerð 959. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 29. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 643 - 2412001F

Lögð fram til kynningar fundargerð 643. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. desember 2024.

Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 643 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að afturkalla framkvæmdaleyfi til landeiganda Brekku í Dýrafirði, en heimild var veitt á 543. fundi bæjarstjórnar þann 5. desember 2024. Þá skuli skipulags- og mannvirkjanefnd endurupptaka málið og veita upplýsingar til umsækjanda um tilkynna fyrirhugaða framkvæmd til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu, þar sem um er að ræða nýræktun skóga á verndarsvæðum, sem er óháð umfangi, þ.e. framkvæmdir sem eru að umfangi undir viðmiðunarmörkum í flokki B en fyrirhugaðar á verndarsvæði, sbr. iii. lið 2. tölul. 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 643 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning við Eyrargötu 3 á Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 643 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir hreinsistöð á Þingeyri við Hafnarstræti 26.

11.Velferðarnefnd - 483 - 2412007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 483. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 10. desember 2024.

Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?