Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011
Á 1306. fundi bæjarráðs, þann 9. desember 2024, var lagt fram til kynningar erindi Gissurar Skarphéðinssonar, f.h. Eyrarkláfs ehf, þar sem óskað er eftir vilyrðum fyrir nýtingu landsvæðis í Ísafjarðarbæ á þeim svæðum sem verkefnið þarfnast og að gengið verði til samninga á milli aðila þar sem nánar verður mælt fyrir um einstaka þætti verkefnisins, sbr. 6. reglna Ísafjarðarbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði sem samþykktar voru 17. nóvember 2022.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. desember 2024, varðandi málið.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að útbúa samning um afnot af svæði til skipulagsgerðar með vísan til 6. gr. reglna um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði, og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til afgreiðslu.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. desember 2024, varðandi málið.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að útbúa samning um afnot af svæði til skipulagsgerðar með vísan til 6. gr. reglna um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði, og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.
2.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086
Lagður fram tölvupóstur frá Sigurði Jónssyni hjá Láganesi ehf. dags. 29. nóvember 2024 með ábendingu um gangstíg meðfram Pollinum og sjóvarnir úti í sjónum með sandströnd og/eða varnargörðum utar í staðinn fyrir að hækka eða stækka garðinn við Pollgötuna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir því að funda með hafnarstjórn.
3.Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Seljalands - 2024060076
Lagðar fram athugasemdir og umsagnir sem bárust við skipulagslýsingu á breytingu á aðalskipulagi við Seljalandshverfi í Skutulsfirði, sem var kynnt opinberlega frá 19. nóvember til og með 9. desember 2024.
Tíu umsagnir bárust frá umsagnaraðilum og ein athugasemd barst frá íbúa.
Tíu umsagnir bárust frá umsagnaraðilum og ein athugasemd barst frá íbúa.
Lagt fram til kynningar.
4.Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Seljalands - 2024060076
Lögð fram vinnslutillaga breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, unnið af Verkís ráðgjöfum, greinargerð og uppdráttur vegna nýtingar jarðhita, dags. 9. desember 2024 skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021
Breyting er gerð á þéttbýlis uppdrætti Ísafjarðar og greinargerð aðalskipulagsins.
Svæði fyrir íbúðarbyggð (Í8) breytist að hluta til í iðnaðarsvæði (i46) ofan Skógarbrautar og þar verður vinnsla jarðhita og frekari jarðhitaleit heimiluð. Þar er nú þegar ein vinnsluhola (TD09). Innsti hluti svæðis Í8 fyrir íbúðarbyggð breytist í opið svæði til sérstakra nota.
Neðan Skógarbrautar verður frekari jarðhitaleit heimiluð á því svæði sem skilgreint er sem svæði fyrir íbúðarbyggð (Í8) í gildandi aðalskipulagi. Breytingin heimilar auk þess dæluhús neðan Skógarbrautar og stofnlagnir hitaveitu frá Tungudal að kyndistöðvum á Tunguskeiði og við Mjósund á Skutulsfjarðareyri.
Á svæði Þ13, svæði fyrir þjónustustofnanir, á Torfnesi verður heimilt að reisa veitumannvirki, þ.e. dælustöð fyrir hitaveitu.
Breyting er gerð á þéttbýlis uppdrætti Ísafjarðar og greinargerð aðalskipulagsins.
Svæði fyrir íbúðarbyggð (Í8) breytist að hluta til í iðnaðarsvæði (i46) ofan Skógarbrautar og þar verður vinnsla jarðhita og frekari jarðhitaleit heimiluð. Þar er nú þegar ein vinnsluhola (TD09). Innsti hluti svæðis Í8 fyrir íbúðarbyggð breytist í opið svæði til sérstakra nota.
Neðan Skógarbrautar verður frekari jarðhitaleit heimiluð á því svæði sem skilgreint er sem svæði fyrir íbúðarbyggð (Í8) í gildandi aðalskipulagi. Breytingin heimilar auk þess dæluhús neðan Skógarbrautar og stofnlagnir hitaveitu frá Tungudal að kyndistöðvum á Tunguskeiði og við Mjósund á Skutulsfjarðareyri.
Á svæði Þ13, svæði fyrir þjónustustofnanir, á Torfnesi verður heimilt að reisa veitumannvirki, þ.e. dælustöð fyrir hitaveitu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna aðalskipulagtillögu skv. 2. mgr. 30 gr. Skal kynningin auglýst með áberandi hætti.
5.Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Seljalands - 2024060076
Lögð fram vinnslutillaga að deiliskipulagsbreytingum Seljalandshverfis, unnið af Verkís ráðgjöfum fyrir Orkubú Vestfjarða ohf. vegna nýting jarðhita, dags. 9. desember 2024 skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið skipulagsbreytingarinnar er að heimila nýtingu jarðhitavatns og frekari jarðhitaleit ásamt nauðsynlegum innviðum vegna nýtingar jarðhitans. Markmið breytingarinnar er einnig að tryggja að framkvæmdir valdi sem minnstum neikvæðum áhrifum á umhverfið og að vanda verði til umhverfisfrágangs.
Byggingarmagn íbúðarhúsa minnkar frá gildandi skipulagi en í skipulaginu er gert ráð fyrir að mögulegt verði að nýta hluta svæðisins ofan Skógarbrautar fyrir íbúðarbyggð að lokinni jarðhitaleit.
Markmið skipulagsbreytingarinnar er að heimila nýtingu jarðhitavatns og frekari jarðhitaleit ásamt nauðsynlegum innviðum vegna nýtingar jarðhitans. Markmið breytingarinnar er einnig að tryggja að framkvæmdir valdi sem minnstum neikvæðum áhrifum á umhverfið og að vanda verði til umhverfisfrágangs.
Byggingarmagn íbúðarhúsa minnkar frá gildandi skipulagi en í skipulaginu er gert ráð fyrir að mögulegt verði að nýta hluta svæðisins ofan Skógarbrautar fyrir íbúðarbyggð að lokinni jarðhitaleit.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna tillögu á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan, forsendur hennar og umhverfismat kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Skal kynningin auglýst með áberandi hætti. Sveitarstjórn er heimilt að falla frá slíkri kynningu ef allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Að lokinni kynningu skal deiliskipulagstillagan lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan, forsendur hennar og umhverfismat kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Skal kynningin auglýst með áberandi hætti. Sveitarstjórn er heimilt að falla frá slíkri kynningu ef allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Að lokinni kynningu skal deiliskipulagstillagan lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
6.Gagnaver í Veðrarárdal - 2024100076
Lagt fram erindi frá Birni Davíðssyni f.h. óstofnaðs hlutafélags um gagnaver í Breiðadal, dags. 17. október 2024 með hugmyndir að byggingu gagnavers í Veðrarárdal í Önundarfirði.
Gert er ráð fyrir byggingu gagnaversins í áföngum. Því er frekar gert ráð fyrir fleiri smærri byggingum en fáum stórum.
Byggingamagnið yrði í um 900 fermetra húsum sem hver um sig nýtir um 1-3 MW af rafmagni til starfseminnar. Í byrjun væri gert ráð fyrir allt að 7 byggingum fyrir gagnaverið auk einnar byggingar í árdal Breiðadalsár sem væri til nýtingar glatvarma auk fiskeldistjarna. Í framtíðinni væri síðan möguleiki á að bæta við sex byggingum með því að stækka skipulagssvæðið inn á tún sem er næst svæðinu að norðanverðu.
Gert er ráð fyrir byggingu gagnaversins í áföngum. Því er frekar gert ráð fyrir fleiri smærri byggingum en fáum stórum.
Byggingamagnið yrði í um 900 fermetra húsum sem hver um sig nýtir um 1-3 MW af rafmagni til starfseminnar. Í byrjun væri gert ráð fyrir allt að 7 byggingum fyrir gagnaverið auk einnar byggingar í árdal Breiðadalsár sem væri til nýtingar glatvarma auk fiskeldistjarna. Í framtíðinni væri síðan möguleiki á að bæta við sex byggingum með því að stækka skipulagssvæðið inn á tún sem er næst svæðinu að norðanverðu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir undirritaðri heimild landeigenda þar sem þeir heimila breytingar.
7.Brekka í Dýrafirði, skógrækt. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2024110142
Á 543. fundi bæjarstjórnar þann 5. desember 2024, var samþykkt að veita landeiganda Brekku í Dýrafirði framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á 47,1 hektara svæði á jörðinni sem liggur í milli 80 og 140 metra hæð yfir sjávarmáli, í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að fenginni umsögn minjavarðar Vestfjarða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd benti einnig á að ef fornleifar koma í ljós við framkvæmdir á Íslandi, skal strax tilkynna það Minjastofnun Íslands eða til viðkomandi sveitarfélags, þar sem framkvæmdaaðilum ber skylda til að bregðast við samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Er nú lögð fram ábending frá Skipulagsstofnun þar sem áréttað er að óheimilt er skv. 14. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 að gefa út leyfi fyrir framkvæmd samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana fyrr en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir eða ákvörðun stofnunarinnar um að framkvæmd sé ekki matsskyld.
Af gögnunum að dæma er framkvæmdin innan verndarsvæðis og því tilkynningaskyld til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu, þar sem um er að ræða nýræktun skóga á verndarsvæðum, sem er óháð umfangi, þ.e. framkvæmdir sem eru að umfangi undir viðmiðunarmörkum í flokki B en fyrirhugaðar á verndarsvæði, sbr. iii. lið 2. tölul. 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 10. desember 2024, þar sem lagt er til að leiðrétta ákvörðun bæjarstjórnar þar sem skort hafi á ákvörðun SKipulagsstofnunar um matsskyldu þar sem fyrirhuguð framkvæmd er innan verndarsvæðis.
Skipulags- og mannvirkjanefnd benti einnig á að ef fornleifar koma í ljós við framkvæmdir á Íslandi, skal strax tilkynna það Minjastofnun Íslands eða til viðkomandi sveitarfélags, þar sem framkvæmdaaðilum ber skylda til að bregðast við samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Er nú lögð fram ábending frá Skipulagsstofnun þar sem áréttað er að óheimilt er skv. 14. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 að gefa út leyfi fyrir framkvæmd samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana fyrr en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir eða ákvörðun stofnunarinnar um að framkvæmd sé ekki matsskyld.
Af gögnunum að dæma er framkvæmdin innan verndarsvæðis og því tilkynningaskyld til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu, þar sem um er að ræða nýræktun skóga á verndarsvæðum, sem er óháð umfangi, þ.e. framkvæmdir sem eru að umfangi undir viðmiðunarmörkum í flokki B en fyrirhugaðar á verndarsvæði, sbr. iii. lið 2. tölul. 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 10. desember 2024, þar sem lagt er til að leiðrétta ákvörðun bæjarstjórnar þar sem skort hafi á ákvörðun SKipulagsstofnunar um matsskyldu þar sem fyrirhuguð framkvæmd er innan verndarsvæðis.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að afturkalla framkvæmdaleyfi til landeiganda Brekku í Dýrafirði, en heimild var veitt á 543. fundi bæjarstjórnar þann 5. desember 2024. Þá skuli skipulags- og mannvirkjanefnd endurupptaka málið og veita upplýsingar til umsækjanda um tilkynna fyrirhugaða framkvæmd til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu, þar sem um er að ræða nýræktun skóga á verndarsvæðum, sem er óháð umfangi, þ.e. framkvæmdir sem eru að umfangi undir viðmiðunarmörkum í flokki B en fyrirhugaðar á verndarsvæði, sbr. iii. lið 2. tölul. 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
8.Eyrargata 3, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024120018
Lögð fram umsókn, frá þinglýstum eigendum fasteignar við Eyrargötu 3 á Ísafirði, með ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi, dags. 3. desember 2024.
Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 4. desember 2024.
Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 4. desember 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning við Eyrargötu 3 á Ísafirði.
9.Skeið 8, 400. Umsókn um lóð - 2023020033
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 5. desember 2024, frá Matthildi Helgadóttur Jónudóttur hjá Vestfirskum Verktökum þar sem fallið er frá byggingaráformum á Skeiði 8, Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 27. nóvember 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 232/2024, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd o.fl. (Gjaldtaka o.fl. vegna Náttúruverndarstofnunar)" til að samræma reglur sem gilda um gjaldtöku, þvingunarúrræði, kæruleiðir o.fl.
Í júní 2024 samþykkti Alþingi frumvarp til laga um Náttúruverndarstofnun, sbr. lög nr. 111/2024, þar sem annars vegar Vatnajökulsþjóðgarður og hins vegar náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar renna saman í eina stofnun frá 1. janúar 2025.
Umsagnarfrestur er til og með 27. desember 2024.
Í júní 2024 samþykkti Alþingi frumvarp til laga um Náttúruverndarstofnun, sbr. lög nr. 111/2024, þar sem annars vegar Vatnajökulsþjóðgarður og hins vegar náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar renna saman í eina stofnun frá 1. janúar 2025.
Umsagnarfrestur er til og með 27. desember 2024.
Lagt fram til kynningar.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 6. desember 2024, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 237/2024, "Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit".
Umsagnarfrestur er til og með 20. desember 2024.
Umsagnarfrestur er til og með 20. desember 2024.
Lagt fram til kynningar.
12.Gatnagerð á Þingeyri, fráveitulögn og tenging hreinsistöðvar - 2024050044
Lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 4. desember 2024 vegna stofnunar lóðar við Hafnarstræti 26 á Þingeyri, undir hreinsistöð á Þingeyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir hreinsistöð á Þingeyri við Hafnarstræti 26.
Fundi slitið - kl. 14:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?