Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1302. fundur 11. nóvember 2024 kl. 08:10 - 09:28 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Arndís Dögg Jónsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 14 - Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2024040018

Lagður fram til samþykktar viðauki 14 við Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna Velferðarþjónustu Vestfjarða, n.t. vegna skammtímadvalar á Reykhólum og stuðningsþjónustu innan heimilis.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma i kr. 187.100.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 740.000.000,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna Velferðarþjónustu Vestfjarða, n.t. vegna skammtímadvalar á Reykhólum og stuðningsþjónustu innan heimilis.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma i kr. 187.100.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 740.000.000,-

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 16 Alþingiskosningar - 2024040018

Lagður fram til samþykktar viðauki 16 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna Alþingiskosninga 2024.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 2.633.390

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er lækkun hagnaðar um kr. 2.633.390, og lækkar rekstrarafgangur því úr kr. 187.100.000 og verður kr. 184.466.610.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er lækkun hagnaðar um kr. 2.633.390 og lækkar rekstrarafgangur því úr kr. 740.000.000 og verður kr. 737.366.610.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 16 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna Alþingiskosninga 2024.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 2.633.390

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er lækkun hagnaðar um kr. 2.633.390, og lækkar rekstrarafgangur því úr kr. 187.100.000 og verður kr. 184.466.610.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er lækkun hagnaðar um kr. 2.633.390 og lækkar rekstrarafgangur því úr kr. 740.000.000 og verður kr. 737.366.610.

3.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - stjórn - 2015100017

Lagður fram tölvupóstur frá Sædísi Ólöfu Þórsdóttur, dagsettur 30. október 2024, þar sem hún óskar eftir að Ísafjarðarbær skipi annan fulltrúa í stjórn Blábankans í hennar stað og hún sitji sem óháður stjórnarformaður.
Bæjarráð skipar Marsibil Kristjánsdóttur sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn Blábanka, samfélagsmiðstöðvar á Þingeyri, í stað Sædísar Ólafar Þórsdóttur.

4.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - þjónustusamningur - 2015100017

Lagður fram tölvupóstur frá Sædísi Ólöfu Þórsdóttur, dagsettur þann 30. október 2024, þar er sagt frá breytingum á starfsmannahaldi Blábankans og óskað endurnýjunar á þjónustusamningi Blábankans við Ísafjarðarbæ, en núverandi samningur rennur út í lok árs 2024.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til að endurnýja samninginn og felur bæjarstjóra að yfirfara núverandi samning og leggja fyrir bæjarstjórn til lokasamþykktar.

5.Forsendur fjárhagsáætlana 2025-2028 - Sambandið - 2024080017

Lagt fram til kynningar minnisblað greiningarteymis þróunarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. nóvember 2024, þar sem farið er yfir uppfærðar forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028.
Lagt fram til kynningar.

6.Þjóðlendumál - eyjar og sker - 2024020063

Lagt fram til kynningar erindi Ernu Erlingsdóttur, skrifstofustjóra Óbyggðanefndar, dags. 10. október 2024, en fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025.

Jafnframt lagður fram tölvupóstur Friðbjörns Garðarssonar, lögmanns sveitarfélagsins, dags. 7. nóvember 2024, en mat hans er engar kröfur eru gerðar í eyjar og sker Ísafjarðarbæjar eftir endurskoðun kröfugerðar. Telst málinu því lokið gagnvart Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

7.Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - fundargerðir stjórnar - 2024040140

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar 2024 stjórnar Stjórnsýsluhússins, en fundur var haldinn 28. október 2024.
Lagt fram til kynningar.

8.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, sem haldinn var 18. október 2024.
Lagt fram til kynningar.

9.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir og ýmis erindi 2024 - 2024100106

Lagðar fram til kynningar eru fundargerðir 82. og 83. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga en fundir voru haldnir 9. október og 22. október 2024, ásamt fundargerð aðalfundar sem haldin var þann 9. október 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120

Lögð fram til kynningar er fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 25. október 2024.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120

Lögð fram til kynningar er fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldin var 4. nóvember. 2024.
Lagt fram til kynningar.

12.Hafnarstjórn - 256 - 2410021F

Lögð fram til kynningar fundargerð 256. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 5. nóvember 2024.

Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 256 Lagður fram viðauki 15 við fjárhagsáætlun 2024 vegna kaupa á nýrri þjónustubifreið fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar.

    Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

13.Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 41 - 2410016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 41. fundar sameinuðaðrar almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en fundur var haldinn 29. október 2024.

Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

14.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 12 - 2410029F

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 6. nóvember 2024.

Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

15.Öldungaráð - 15 - 2409028F

Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar öldungaráðs, en fundur var haldinn 29. október 2024.

Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:28.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?