Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Formaður lagði til að mál nr. 2024030141, gjaldskrá 2025, yrði tekið inn með afbrigðum. Nefndin samþykkti það með öllum greiddum atkvæðum.
1.Starfsáætlanir og skýrslur Grunnskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2024-2025 - 2024090104
Lögð fram starfsáætlun Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2024-2025.
Starfsáætlun lögð fram til kynningar.
2.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025
Kynnt drög að þjónustusamningi við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Eyrarskjóls, unnin af framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar með athugasemdum frá Hafdísi Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Starfsfólki nefndarinnar falið að halda áfram samningaviðræðum við forsvarsmenn Hjallastefnunnar.
3.Íþróttaskóli Ísafjarðarbæjar - 2024110005
Umræða um framtíðarsýn Íþróttaskóla Ísafjarðarbæjar.
Nefndin felur starfsmönnum að kalla eftir afstöðu íþróttafélaga og foreldra barna í sveitarfélaginu til íþróttaskólans.
4.Uppbyggingasamningar 2025 - 2024090090
Kynnt vinna við drög af verklags- og úthlutunarreglum uppbyggingasamninga Ísafjarðarbæjar.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsfólki að vinna reglurnar áfram með ábendingar nefndarmanna til hliðsjónar og leggja fram lokadrög á næsta fundi nefndarinnar.
5.Tilnefninga til hvatningarverðlauna fyrir framúrskarandi skólastarf 2024 - 2024110008
Kynntar verða þær tilnefningar er bárust um framúrskarandi skólaumhverfi, hvatningarverðlaun til skóla. Skóla- íþrótta og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar óskaði eftir ábendingum um framúrskarandi skólaumhverfi í Ísafjarðarbæ skólaárið 2023-2024. Ábendingarnar máttu koma úr skólasamfélaginu, frá foreldrum eða öðrum íbúum vegna verkefna eða annars sem hefur þótt áhugavert, verið hvetjandi, framúrstefnulegt og sjálfsprottið meðal starfsfólks og nemenda. Markmiðið er að vekja athygli á og veita viðurkenningu fyrir metnaðarfullt skóla- og frístundastarf. Alls bárust tillögur frá sex aðilum.
Skóla-, íþrótta-, og tómstundanefnd þakkar bæjarbúum fyrir þær 6 tilnefningar sem bárust. Nefndin valdi eitt verkefni sem mun fá hvatningarverðlaunin í ár og felur starfsmönnum að veita þau í samvinnu við formann nefndarinnar.
6.Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 - 2024100046
Á 1299. fundi bæjarráðs, þann 14. október 2024, var lagður fram til kynningar tölvupóstur Magneu Garðarsdóttir fyrir hönd Vestfjarðarstofu, dags. 9. október 2024, þar sem bent er á að drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 hefur verið sett inn á samráðsgátt til umsagnar. Umsagnarfrestur er til og með 24. október 2024.
Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd, velferðarnefnd og skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð áréttar að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 verður til umræðu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga 18.-19. október 2024.
Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd, velferðarnefnd og skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð áréttar að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 verður til umræðu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga 18.-19. október 2024.
Þar sem fresturinn er liðinn sér nefndin ekki ástæðu til að skila inn umsögn.
7.Fab lab smiðja í MÍ - beiðni um samstarf - 2023060085
Lögð fram drög að samningi um rekstur Fab lab á Ísafirði en samningurinn gildir til ársloka 2026. Lagt er til að framlög aðildarfélaga hækki um 6% fyrir árið 2025.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykka samninginn.
8.Gjaldskrár 2025 - 2024030141
Lögð fram tillaga frá forstöðumanni skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar um að hann fái heimild til að rukka lægra gjald á þeim dögum sem aðeins er hægt að keyra hluta af skíðalyftum t.d. vegna snjóleysis.
Nefndin frestar málinu til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?