Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
256. fundur 05. nóvember 2024 kl. 12:00 - 13:06 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Guðmundur Ólafsson varamaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Formaður hafnarstjórnar leggur fram tillögu um að taka mál 2024110013 inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.
Tillagan samþykkt samhljóða og verður málið 4. liður í dagskrá.

1.Sumarviðburðasjóður - 2024020083

Lögð fram samantekt Vestfjarðastofu, dags. 30. október 2024, um sumarviðburðasjóð hafna Ísafjaðarbæjar árið 2024.
Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs, mætir til fundar til að ræða framtíð sumarviðburðasjóðs hafna Ísafjarðarbæjar.
Einnig er lögð fram til kynningar samantekt Vestfjarðarstofu um sumarviðburðasjóðinn.
Hafnarstjórn þakkar Gylfa fyrir komuna og Vestfjarðastofu fyrir greinargóðar upplýsingar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að útvíkka hlutverk sumarviðburðasjóðs og gera ráð fyrir 20 m.kr. í sjóðinn í fjárhagsáætlun 2025, í ljósi góðrar reynslu á fyrsta starfsári sjóðsins auk góðrar afkomu hafnarsjóðs.
Gylfi yfirgefur fund kl. 12:32.

Gestir

  • Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar - mæting: 12:00

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - Viðauki 15 - 2024040018

Lagður fram til samþykktar viðauki 15 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna kaupa á þjónustubifreið fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A-hluta eru kr. 0 og rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 187.100.000.
Áhrif viðaukans á samantekinn A- og B-hluta eru kr. 0 og er rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 740.000.000.
Einnig lagt fram minnisblað hafnarstjóra, Hilmars K. Lyngmo, dags 1. nóvember 2024.
Lagður fram viðauki 15 við fjárhagsáætlun 2024 vegna kaupa á nýrri þjónustubifreið fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar.

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

3.Erindi frá skútueigendum vegna skútuaðstöðu við í Ísafjarðarhöfn - 2024090134

Á 255. fundi hafnarstjórnar þann 3. október 2024 var lagt fram erindi frá smábáta- og skútueigendum á Ísafirði með áskorun um að aðstaða fyrir skútur og smábáta á Ísafirði verði bætt. Hafnarstjórn fól hafnarstjóra að vinna tillögur að endurbótum á aðstöðunni. Er málið nú tekið fyrir að nýju og lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 4. nóvember 2024, um tvær mögulegar útfærslur.
Tillögur að endurbótum á aðstöðu smábáta- og skútueigenda í bátahöfn við gamla olíumúlann á Ísafirði lagðar fram til kynningar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að kynna mögulegar útfærslur fyrir smábáta- og skútueigendum.

4.Fyrirspurn - Hreinsun strandsvæða - 2024110013

Lögð fram fyrirspurn Jóhannesar S. Aðalbjörnssonar sem barst sem viðhengi í tölvupósti dags. 31. október 2024, vegna hreinsunar á braki Einars Guðnasonar ÍS 303, sem strandaði við Gölt í Súgandafirði í nóvember 2019.
Einnig lagt fram svar Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgefur fund kl. 12:53.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 12:48

5.Sundabakki, Suðurtanga. Tímabundin afnot svæðis vegna samsetningu eldiskvía - 2024060071

Lögð fram umsókn KJ Hydraulik, dags. 28. október 2024, um leigu á lóð fyrir samsetningu á eldiskvíum á fyrirhuguðu gámasvæði á Sundabakka.
Einnig lögð fram lýsing á fyrirhuguðu verki og loftmynd af umbeðinni staðsetningu.
Þá er lagt fram minnisblað hafnarstjóra, Hilmars K. Lyngmo, þar sem lagt er til að samið verði við fyrirtækið um tímabundna leigu á lóðinni.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að útbúa drög að samningi um tímabundna leigu á lóðinni og leggja fram á næsta fundi.

6.Skemmtiferðaskip - kynningarmál 2024 - 2024110014

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, Hilmars K. Lyngmo, dags. 4. nóvember 2024, þar sem farið er yfir þátttöku hafna Ísafjarðarbæjar í alþjóðlegu Seatrade kaupstefnunni á Spáni.
Lagt fram til kynningar.

7.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276

Lögð fram til kynningar fundargerð af 465. fundi stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 9. september 2024 og fundargerð af 466. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags 23.október 2024.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:06.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?