Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1299. fundur 14. október 2024 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Viðbygging við stúku á Torfnesvelli - sjoppa - 2024100001

Lagt fram bréf Tinnu Hrundar Hlynsdóttur Hafberg, Guðnýjar Stefaníu Stefánsdóttur og Sifjar Huldar Albertsdóttur, ódagsett en barst með tölvupósti 1. október 2024, þar sem óskað er eftir samþykki og aðstoð Ísafjarðarbæjar við að koma upp viðbyggingu á efri hæð nýrrar viðbyggingar Skotíþróttafélagsins við áhorfendastúku á Kerecis-vellinum á Torfnesi. Ekki er óskað eftir fjárhagslegum stuðningi, einungis aðstoð við að koma verkefninu af stað innan stjórnsýslunnar.

Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. október 2024, vegna málsins.

Erindið var tekið fyrir á 639. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 10. október 2024, en nefndin vísaði því til bæjarráðs.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi fulltrúa Vestra varðandi viðbyggingu við stúku Ísafjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um útfærslu verkefnisins.

Gestir

  • Eyþór Guðmundsson, deildarstjóri - mæting: 08:10

2.Snjómokstur útboð Önundarfjörður, Súgandafjörður og Dýrafjörður - 2024080147

Lagt fram til samþykktar minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, deildastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 10. október 2024, varðandi opnunarskýrslu vegna útboðs snjómoksturs á Flateyri og í Önundarfirði.

Lagt er til við bæjarráð að samþykkja hagkvæmasta tilboðið (þ.e. það sem hefur hæstu stigagjöfina) í samræmi við útboðsgögn og heimila áframhaldandi samningaferli með þeim bjóðanda, með fyrirvara um hæfi og að skilyrði útboðsins séu uppfyllt.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Búaðstoðar vegna moksturs á Flateyri og í Önundarfirði, með fyrirvara um að uppfyllt séu hæfiskröfur sem settar eru fram í útboðsgögnum.
Eyþór yfirgaf fund kl. 8.40.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 10 Eyrarskjól og þjónustukaup Grunnskólans á Ísafirði - 2024040018

Á 1298. fundi bæjarráðs, þann 7. október 2025, var lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 4. október 2024 þar sem farið er yfir samanburð á einingarverðum leikskólanna Sólborgar og Eyrarskjóls. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fram viðauka vegna málsins í ljósi breytinga á einingaverði, samkvæmt samningi við Hjallastefnuna.

Er nú lagður fram til samþykktar viðauki 10, vegna uppreiknings á samningi við Hjallastefnuna vegna reksturs leikskólans Eyrarskjóls, auk breytinga á þjónustukaupum Grunnskólans á Ísafirði.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 20.200.000,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 20.200.000 og lækkar rekstrarafgangur því úr 159.300.000,- í 139.100.000
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 20.200.000 og er rekstrarafgangur lækkaður úr kr. 478.581.812,-. í 458.381.812,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 10 vegna uppreiknings á samningi við Hjallastefnuna vegna reksturs leikskólans Eyrarskjóls, auk breytinga á þjónustukaupum Grunnskólans á Ísafirði.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 20.200.000,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 20.200.000 og lækkar rekstrarafgangur því úr 159.300.000,- í 139.100.000
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 20.200.000 og er rekstrarafgangur lækkaður úr kr. 478.581.812,-. í 458.381.812,-

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 08:40

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 11 ferliþjónusta - 2024040018

Lagður fram til samþykktar viðauki 11 við Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, vegna hagræðingar á ferliþjónustu.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er lækkun kostnaður um kr. 19.000.000,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 19.000.000 og hækkar rekstrarafgangur því úr 139.100.000,- í 158.100.000
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 19.000.000 og er rekstrarafgangur hækkaður úr kr. 458.381.812,-. í 477.381.812,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 11 vegna hagræðingar í ferliþjónustu.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er lækkun kostnaður um kr. 19.000.000,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 19.000.000 og hækkar rekstrarafgangur því úr 139.100.000,- í 158.100.000
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 19.000.000 og er rekstrarafgangur hækkaður úr kr. 458.381.812,-. í 477.381.812,-
Edda María yfirgaf fund kl. 8:50.

5.Stjórnsýsluhús- tengibygging - 2024100045

Lagður fram tölvupóstur Hallgríms Magnúsar Sigurjónssonar fyrir hönd Íslandsbanka þar sem óskað er eftir samþykki stjórnar stjórnsýsluhússins á Ísafirði og eigendum Stjórnsýsluhússins á Ísafirði fyrir byggingu tengibyggingar á fyrstu hæð vegna stækkun rýmis embættis Lögreglustjórans á Vestfjörðum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja byggingaáform Íslandsbanka vegna tengibyggingar á fyrstu hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.

6.Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 - 2024100046

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Magneu Garðarsdóttir fyrir hönd Vestfjarðarstofu, dags. 9. október 2024, þar sem bent er á að drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 hefur verið sett inn á samráðsgátt til umsagnar. Umsagnarfrestur er til og með 24. október 2024.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd, velferðarnefnd og skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.

Bæjarráð áréttar að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 verður til umræðu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga 18.-19. október 2024.

7.Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga 2024-2025 - 2024100040

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhannesar Á. Jóhannessonar fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem upplýst er að sambandið hefur gefið úr staðgreiðsluáætlun fyrir árin 2024-2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Hverfisráð - fundargerðir 2024 - Súgandafjörður - 2024010183

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Súgandafjarðar, en fundur var haldinn 9. október 2024.
Lagt fram til kynningar.

9.Hverfisráð - fundargerðir 2024 - Dýrafjörður - 2024010183

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Þingeyrar, en fundur var haldinn 16. september 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - fundargerðir stjórnar - 2024040140

Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar 2024 stjórnar Stjórnsýsluhússins, en fundir voru haldnir 7. október 2024.
Lagt fram til kynningar.

11.Verkfallsboðun - Tónlistarskóli Ísafjarðar - 2024100054

Lagt fram til kynningar erindi Sigrúnar Grendal, formanns Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dags. 11. október 2024, varðandi boðun vinnustöðvunar Kennarasambands Íslands (KÍ) og Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) vegna félagsmanna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum sem jafnframt eru félagsmenn Kennarasambands Íslands og starfa í Tónlistarskóla Ísafjarðar, Ísafjarðarbæ.

Vinnustöðvun er tímabundin og hefst þriðjudaginn 29. október 2024 kl. 00:01 og lýkur föstudaginn 20. desember 2024 kl. 23:59, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Lagt fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 639 - 2410008F

Lögð fram til kynningar fundagerð skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024.

Fundagerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 12.1 2024030144 Viðhaldsáætlun 2025
    Skipulags- og mannvirkjanefnd - 639 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur áherslu á að viðhaldsverkefni sem snúa að ytra byrði mannvirkja verði forgangsraðað og skólahúsnæði í forgangi.
    Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að uppfæra áætlun miðað við umræður á fundinum og vísar uppfærðri viðhaldsáætlun til samþykktar í bæjarstjórn.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 639 Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að uppfæra áætlun miðað við umræður á fundinum og vísar uppfærðri framkvæmdaáætlun til samþykktar í bæjarstjórn.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 151 - 2410009F

Lögð fram til kynningar fundagerð umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024.

Fundagerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.

14.Velferðarnefnd - 482 - 2410003F

Lögð fram til kynningar fundagerð velferðarnefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024.

Fundagerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 14.2 2024030141 Gjaldskrár 2025
    Velferðarnefnd - 482 Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að tillögur velferðarnefndar um gjaldskrár fyrir árið 2025 verði samþykktar.
  • Velferðarnefnd - 482 Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að tekjuviðmið sérstaks húsnæðisstuðnings hækki um 5,6% líkt og almennnar hækkanir í gjaldskrám Ísafjarðarbæjar. Einnig leggur velferðarnefnd til að hámarksstuðningur hækki samhliða. Fullur bótaréttur geti að hámarki orðið kr 95.000,- á mánuði.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?