Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Viðhaldsáætlun 2025 - 2024030144
Á 173. fundi menningarmálanefndar, þann 27. september 2024, var lögð fram til umræðu viðhaldsáætlun 2025-2035 fyrir menningareignir. Menningarmálanefnd lagði til við skipulags- og mannvirkjanefnd að samþykkja viðhaldsáætlun menningarmála fyrir árið 2025.
2.Framkvæmdaáætlun 2025 til 2035 - 2024030143
Lagðar fram tillögur frá menningarmálanefnd, hafnarsjóði og skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, auk framkvæmdaráætlunar eignarsjóðs 2025-2035.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að uppfæra áætlun miðað við umræður á fundinum og vísar uppfærðri framkvæmdaáætlun til samþykktar í bæjarstjórn.
3.Ósk um deiliskipulagsbreytingar vegna Sindragötu 4a, Ísafirði - 2024080150
Lagt fram erindi frá Katrínu Skúladóttur, Lydíu Ósk Óskarsdóttur og Kristjáni M. Ólafssyni dags. 30. september 2024, þar sem óskað er eftir endurupptöku á erindi vegna deiliskipulags lóðarinnar Sindragötu 4A á Ísafirði.
Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 8. október 2024, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 8. október 2024, vegna málsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekki ástæðu til endurupptöku og felur sviðsstjóra að svara erindinu í samræmi við framlagt minnisblað.
4.Ósk um bílastæði við Hjallaveg Suðureyri - 2024070060
Lagður fram tölvupóstur frá Bjarka Rúnari Arnarsyni og Heiðari Árnasyni dags. 10. júlí 2024 ásamt viðhengi frá KOA arkitektum dags. 31. ágúst 2024, varðandi aðgengi að Hjallavegi 14 og 16 á Suðureyri. Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 8. október 2024, vegna málsins.
Samkvæmt byggingarreglugerð, nr. 112/2012, er sérstaklega fjallað um samkomulag á milli lóðarhafa þegar framkvæmdir eða mannvirki á einni lóð hafa áhrif á aðliggjandi lóðir, nefndin telur því að það sé samkomulag milli lóðarhafa um uppsetningu sorpskýlis og aðgengis sbr. minnisblað dags. 8. október 2024.
Nefndin telur ekki tímabært að úthluta bílastæðum fyrr en fyrir liggur lóðarleigusamningur við OV og rýmisþörf undir spennistöð hefur verið afmörkuð í lóðarblaði.
Nefndin telur ekki tímabært að úthluta bílastæðum fyrr en fyrir liggur lóðarleigusamningur við OV og rýmisþörf undir spennistöð hefur verið afmörkuð í lóðarblaði.
5.Hlíðarvegur 15, Ísafirði. Umsókn um stækkun lóðar - 2023080001
Lagt fram bréf dags. 4. september 2024 frá Elínu Valgeirsdóttur, Hjallavegi 2 á Ísafirði. Í bréfi eru athugasemdir lagðar fram með hliðsjón af umsókn eiganda Hlíðarvegs 15, um stækkun lóðar.
Lagt fram til kynningar, nefndin mun hafa erindið til hliðsjónar þegar umsókn um stækkun verður tekin fyrir að nýju.
6.Stafræn byggingarleyfi - 2024090119
Á 1297. fundi bæjarráðs, þann 30. september 2024, var lagður fram tölvupóstur Hermanns Jónssonar, forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dagsettur 25. september 2025, þar sem upplýst er að stofnunin hefur þróað miðlægt umsóknarviðmót fyrir byggingarleyfi. Með viðmótinu er ætlunin að samræma verklag þvert á sveitarfélög, einfalda og flýta skráningu mannvirkja og auka gæði upplýsinga.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Lagt fram til kynningar.
7.Suðurtangi, atvinnustarfssemi. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - 2023110129
Lagðar fram til kynningar umsagnir vegna tillagna að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Suðurtangi, en uppdráttur og greinargerð var unnið af Verkís ehf. dags. 24. maí 2024. Breytingin var auglýst í samræmi við 1. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða umsagnir frá eftirfarandi aðilum: Umhverfisstofnun dags. 3. október 2024, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, dags. 2. október 2024, Bolungarvíkurkaupstað, dags. 2. október 2024, Vegagerðinni, dags. 25. september 2024, Isavia, dags. 26. september 2024, og Slökkviliði Ísafjarðarbæjar, dags. 26. september 2024.
Um er að ræða umsagnir frá eftirfarandi aðilum: Umhverfisstofnun dags. 3. október 2024, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, dags. 2. október 2024, Bolungarvíkurkaupstað, dags. 2. október 2024, Vegagerðinni, dags. 25. september 2024, Isavia, dags. 26. september 2024, og Slökkviliði Ísafjarðarbæjar, dags. 26. september 2024.
Umsagnir lagðar fram til kynningar. Uppfærðir uppdrættir og greinargerð verða lögð fram á næsta fundi nefndar ásamt deiliskipulagi.
8.Viðbygging við stúku á Torfnesvelli - sjoppa - 2024100001
Lagt fram bréf Tinnu Hrundar Hlynsdóttur Hafberg, Guðnýjar Stefaníu Stefánsdóttur og Sifjar Huldar Albertsdóttur, ódagsett en barst með tölvupósti 1. október 2024, þar sem óskað er eftir samþykki og aðstoð Ísafjarðarbæjar við að koma upp viðbyggingu á efri hæð nýrrar viðbyggingar Skotíþróttafélagsins við áhorfendastúku á Kerecis-vellinum á Torfnesi. Ekki er óskað eftir fjárhagslegum stuðningi, einungis aðstoð við að koma verkefninu af stað innan stjórnsýslunnar.
Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. október 2024, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. október 2024, vegna málsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindi til umræðu í bæjarráði.
Fundi slitið - kl. 16:52.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að uppfæra áætlun miðað við umræður á fundinum og vísar uppfærðri viðhaldsáætlun til samþykktar í bæjarstjórn.