Velferðarnefnd

482. fundur 10. október 2024 kl. 15:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Finney Rakel Árnadóttir aðalmaður
  • Kristín Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gerður Ágústa Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Kvennaathvarfið - umsókn um styrk - 2024090096

Tekin fyrir á ný umsókn Kvennaathvarfsins um rekstararstyrk að upphæð kr. 200.000.- fyrir árið 2025.
Velferðarnefnd vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.

2.Gjaldskrár 2025 - 2024030141

Lagt fyrir minnisblað sviðstjóra um gjaldskrá velferðarsviðs fyrir árið 2025.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að tillögur velferðarnefndar um gjaldskrár fyrir árið 2025 verði samþykktar.

3.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2024 - endurskoðun á tekjuviðmiðum fyrir 2025 - 2024100024

Lagt fram minnisblað deildarstjóra í félagsþjónustu um breytt tekjuviðmið í sérstökum húsnæðisstuðningi og hækkun á hámarksstuðningi.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að tekjuviðmið sérstaks húsnæðisstuðnings hækki um 5,6% líkt og almennnar hækkanir í gjaldskrám Ísafjarðarbæjar. Einnig leggur velferðarnefnd til að hámarksstuðningur hækki samhliða. Fullur bótaréttur geti að hámarki orðið kr 95.000,- á mánuði.

4.Framkvæmdaáætlun 2025 til 2035 - 2024030143

Lögð fram til kynningar framkvæmdaáætlun 2025 til 2035.
Málinu verði frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?