Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1298. fundur 07. október 2024 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 4. október 2024 þar sem farið er yfir samanburð á einingarverðum leikskólanna Sólborgar og Eyrarskjóls.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka vegna málsins í ljósi breytinga á einingaverði, samkvæmt samningi við Hjallastefnuna.

Bæjarráð bendir á að samningurinn við Hjallastefnuna sem unnið er eftir er frá 2014, og vísar því til skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar að halda áfram endurskoðun á honum.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - HSV og íþróttaskóli - 2024040018

Lagður fram til samþykktar viðauki 08 við fjárhagsáætlun 2024 vegna breytinga á HSV, íþróttaskóla og íþróttasvæði. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er rekstrarafgangur því óbreyttur í 184.283.817,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 503.565.629,-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 8 við fjárhagsáætlun 2024, vegna breytinga á HSV, íþróttaskóla og íþróttasvæði. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Hafdís yfirgaf fund kl. 8:40.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 08:34

3.Útkomuspá 2024 - 2024090120

Lögð fram til kynningar útkomuspá 2024. Miðað við forsendur minnisblaðs um viðauka 1-9, og annarra verkefna sem fyrirséð eru á árinu, verður rekstrarniðurstaða A- og B- hluta í árslok 2024 jákvæð um 679,8 m.kr.- og A- hluta jákvæður um 102 m.kr.
Lagt fram til kynningar.

4.Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2025 - 2024070020

Á 1297. fundi bæjarráðs, þann 30. september 2024, var lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 27. september 2024, varðandi samantekt um fasteignagjöld og fasteignamat ársins 2025 til samanburðar við fyrri ár.

Bæjarráð frestaði töku ákvörðunar í málinu og fól bæjarstjóra að leggja fram frekari gögn.

Er málið nú tekið aftur fyrir með minnisblaði Bryndísar Ósk Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 4. október 2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að álagningarhlutfall fasteignaskatts verði samkvæmt tillögu II í minnisblaði sviðsstjóra, þ.e. skattur á íbúðarhúsnæði lækki og verði 0,52%, skattur á atvinnuhúsnæði verði óbreyttur 1,65%, skattur á opinberar byggingar verði óbreyttur 1,32%, og lóðarleiga verði óbreytt 1,5%.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja þessi álagningarhlutföll til grundvallar frekari vinnu við fjárhagsáætlunargerð.

Jóhann Birkir Helgason, f.h. D-lista Sjálfstæðisfólks, leggur fram eftirfarandi bókun:
"Ef miðað er við álagningarhlutfall 0,52% á íbúðarhúsnæði hækkar fasteignaskattur um tæplega 9% sem er mun meiri hækkun en gert er ráð fyrir í almennum gjaldskrám. Verði álagningarhlutfallið 0,51% verður hækkunin 6% sem er sambærilegt við að aðrar gjaldskrár."

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - snjómokstur - 2024040018

Lagður fram til samþykktar viðauki 09 við fjárhagsáætlun 2024 vegna snjómoksturs. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 25.000.000,-

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 24.983.817,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 24.983.817 og lækkar rekstrarafgangur því úr 184.283.817,- í 159.300.000
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 24.983.817 og er rekstrarafgangur lækkaður úr kr. 503.565.629,-. í 478.581.812,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 9 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 vegna snjómoksturs. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 25.000.000,-
Edda María yfirgaf fund kl. 9.00.

6.Sindragata 4a - Íbúð 303 og 103 framleiðslugalli - 2022060057

Lagt er fyrir bæjarráð að taka afstöðu til tillögu kaupanda um fyrirkomulag lokagreiðslu vegna sölu á íbúð nr. 103 í Sindragötu 4a. Í söluferlinu kom í ljós galli í parketinu, sem kaupandi hefur gert athugasemd við og óskað eftir að fá leiðrétt áður en lokagreiðsla fer fram.
Bæjarráð samþykkir fyrirkomulag lokagreiðslu samkvæmt minnisblaði deildarstjóra á umhverfis- og eignasviði, vegna sölu á íbúð nr. 103 í Sindragötu 4a í ljósi galla.

7.Skipulag á hafnarsvæðum vegna móttöku skemmtiferðaskipa - Sundabakki - 2024100012

Mál lagt fram að beiðni formanns bæjarráðs, en á 255. fundi hafnarstjórnar þann 3. október 2024, voru lagðar fram til kynningar tillögur og minnisblað frá Verkís, dags. 17. september 2024, vegna hönnunar innviða vegna móttöku farþega skemmtiferðaskipa á Ísafirði, auk þess sem Gunnar Páll Eydal, frá Verkís, mætti til fundar til að kynna tillögur að hönnun innviða vegna móttöku skemmtiferðaskipafarþega á Ísafirði.

Auk þessa voru lögð fram til kynningar gögn, dags. 2. október 2024, frá M11 arkitektum vegna hönnunar á móttökuhúsi á Sundabakka fyrir farþega skemmtiferðaskipa, en hafnarstjórn fól hafnarstjóra að vinna málið áfram með M11 arkitektum.

Eru gögn vegna þessa lögð fram til kynningar, auk þess sem óskað var kynningar um málið.
Lagt fram til kynningar.
Gunnar Páll yfirgaf fund kl. 9.35.

Gestir

  • Gunnar Páll Eydal, f.h. Verkís - mæting: 09:00

8.Afnám tollafrelsis hringsiglinga - 2024100028

Erindi sett á dagskrá að beiðni formanns bæjarráðs varðandi tillögu fjármálaráðuneytisins um að afnema tollafrelsi hringsiglinga skemmtiferðaskipa frá og með 1. janúar 2025. Jafnframt lagt fram erindi Cruise Iceland til fjármála- og efnhagsráðherra og ályktun stjórnar Cruise Iceland, dags. 25. og 27. september, vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða (skipan svæðisráða o.fl.) - 2024010062

Erindi sett á dagskrá að beiðni formanns bæjarráðs varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða (skipan svæðisráða o.fl.), en málið var birt í Samráðsgátt stjórnvalda 26. september 2024, nr. S-190/2024. Umsagnarfrestur er til 11. október 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120

Lögð fram til kynningar fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 27. september 2024.
Lagt fram til kynningar.

11.Hafnarstjórn - 255 - 2409030F

Lögð fram til kynningar fundargerð 255. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 3. október 2024.

Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 255 Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að uppfæra áætlun miðað við umræður á fundinum og vísar uppfærðri áætlun til samþykktar í bæjarstjórn.

12.Menningarmálanefnd - 174 - 2409031F

Lögð fram til kynningar fundargerð 174. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 2. október 2024.

Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 638 - 2409022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 638. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 26. september 2024.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?