Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, sem haldinn var 9. september 2024.
Lagt fram til kynningar.
2.Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Seljalands - 2024060076
Lagður fram tölvupóstur dags. 23. september 2024 frá Gunnari Páli Eydal hjá Verkís, f.h. Orkubús Vestfjarða ohf. vegna jarðhitanýtingar í Seljalandshverfi í Skutulsfirði, jafnframt kynnt minnisblað sviðsstjóra dags. 25. september 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindi til umræðu í bæjarráði.
3.Tunguskeið, Skutulsfirði. Nýtt deiliskipulag á svæði í2 - 2024090115
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 26. september 2024, vegna áfangi 2 við Tunguskeið, íbúðasvæði Í2 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Nýtt deiliskipulag undir einbýlishús/par/raðhús vegna fjölgunar íbúa.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í vinnu við nýtt deiliskipulag við Tunguskeiðs undir íbúðabyggð skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
4.Sindragata 1, Ísafirði. Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - 2023120060
Lögð er fram fyrirspurn frá Kampa ehf. vegna 22,5 m2 viðbyggingar sem fyrirhugað er að reisa við húsið. Viðbyggingin á að hýsa gufuketil. Sökum nálægðar við bæjarlandið er óskað eftir áliti nefndarinnar vegna málsins. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir í grófum dráttum hvers eðlis viðbyggingin er.
Nefndin telur umrædda byggingu ekki heppilega, vegna nálægðar við veginn og með tilliti til umferðaröryggis og snjómoksturs. Heppilegra væri fyrir fyrirtækið að horfa til hentugri lausna t.a.m. með færanlegum tank á kerru sem hægt er að nýta þegar þörf er á olíubrennslu.
5.Umsókn um byggingarleyfi. Selakirkjuból 1 L141048 - 2024080114
Lögð er fram umsókn Hallgríms Inga Jónssonar f.h Fjallabóls ehf. um byggingarleyfi vegna byggingar á vélageymslu. Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir dags. ágúst 2024 ásamt séruppdráttum burðarþols og lagna frá Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er eftir áliti skipulags- og mannvirkjanefndar m.v í gr. 5.11.2 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Óskað er eftir áliti skipulags- og mannvirkjanefndar m.v í gr. 5.11.2 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
Kristján Þór Kristjánsson vék af fundi við þennan lið.
6.Umsókn um leigu á landi í Hnífsdal undir ræktun - 2024090100
Lögð fram umsókn dags. 18. september 2024, frá Hörpu Lind Kristjánsdóttur f.h. Hjartarótar ehf. með ósk um leigu á landssvæði til lengri tíma undir ræktun. Landið er í eigu Ísafjarðarbæjar og er framanvið Hraun í Hnífsdal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum, um hverskonar rækt er um að ræða og nánari upplýsingar um stærðir á spildum og eignarhald. Starfsmanni nefndar falið að vinna málið áfram.
7.Urðarvegur 16, Ísafirði. Umsókn um lóð í fóstur - 2024080115
Lagður fram tölvupóstur dags. 16. ágúst 2024 frá eigendum við Urðarveg 16 á Ísafirði varðandi lóð í fóstur við lóðarmörk við Urðarveg 16 og utan um bílskúr við Urðarveg 14 á Ísafirði sem er nú í eigu sömu aðila. Jafnframt eru lögð fram tillaga að útmörkum dags. 10. september 2024. Göngustígur/þjónustuvegur vegna varnargarða neðan Gleiðarhjalla þverar lóðirnar við Urðarveg 14 og 16, í deiliskipulagi Gleiðarhjalla -innri hluta, gildandandi 8. mars 2012.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu, vegna aðgengismála að gönguleiðum og vegna þjónustu verktaka vegna viðhalds við varnargarða.
8.Skipulagsdagurinn 2024 - 2024090099
Lagður fram til tölvupóstur frá Birni Teitssyni hjá Skipulagsstofnun, dags. 20. september 2024, þar árleg ráðstefna stofnunarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál, er kynnt. Skipulagsdagurinn 2024 verður haldinn á Hilton Nordica í Reykjavík og í beinu streymi, frá kl. 9 til 16 þann 17. október 2024.
Nefndin þakkar erindið frá Birni Teitssyni, um er að ræða áhugaverða ráðstefnu sem nefndarmenn í Skipulags- og mannvirkjanefnd eru hvattir til að taka þátt í streymi.
9.Samkeppnisreglur FÍLA vegna framkvæmdasjóðs ferðamannastaða - 2024090095
Lagður fram tölvupóstur frá Birni Edvardssyni og Ólafi Melsted hjá samkeppnisnefnd FÍLA -félagi íslenskra landslagsarkitekta, dags. 11. september 2024, þar sem þjónusta félagsins er kynnt. Félagið veitir þjónustu varðandi hugmynda-, hönnunar,- skipulags- og framkvæmdasamkeppnir, t.a.m. sækja um og fá úthlutað úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Lagt fram til kynningar.
10.Kvíslatunguvirkjun, umsagnarbeiðni. Nýtt deiliskipulag - 2024090097
Lögð fram til kynningar úr skipulagsgátt, mál nr. 1134/2024, umsagnarbeiðni frá Strandabyggð, dags. 18. september 2024, vegna vinnslutillögu á nýju deiliskipulagi Kvíslatunguvirkjunar í Selárdal. Orkubú Vestfjarða ehf. (OV) áformar að reisa virkjun, áætlað að afl hennar verði allt að 9,9 MW og orkuframleiðsla um 64 GWh. Megin stöðvarhús virkjunarinnar verður í Selárdal og inntakslón, miðlunarlón og veituskurðir á Ófeigsfjarðarheiði, norðan við Þjóðbrókargil. Umsagnarfrestur er til og með 10. október 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu á vinnslustigi vegna deiliskipulags Kvíslatunguvirkjunar í Selárdal.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 16. september 2024, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 179/2024, "áform um breytingu á lögum um siglingavernd (áhættumat hafnaraðstöðu)".
Í maí 2023 framkvæmdi ESA úttekt á hafnaraðstöðu í tveimur höfnum á Íslandi. Í kjölfarið var gefin út skýrsla um úttektirnar þar sem innleiðing á efni tiltekinna ákvæða í viðaukum við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 725/2004 um að efla vernd skipa og hafnaraðstöðu í lög um siglingavernd voru talin fela í sér frávik.
Umsagnarfrestur er til og með 30. september 2024.
Í maí 2023 framkvæmdi ESA úttekt á hafnaraðstöðu í tveimur höfnum á Íslandi. Í kjölfarið var gefin út skýrsla um úttektirnar þar sem innleiðing á efni tiltekinna ákvæða í viðaukum við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 725/2004 um að efla vernd skipa og hafnaraðstöðu í lög um siglingavernd voru talin fela í sér frávik.
Umsagnarfrestur er til og með 30. september 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar umsagnarbeiðni til Hafnarstjórnar.
12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 23. september 2024, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 186/2024, "áform um breytingu á lögum um siglingavernd (áhættumat hafnaraðstöðu)". Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á gildandi lögum um siglingavernd sem er ætlað að bregðast við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna ófullnægjandi innleiðingar Evrópureglna. Umsagnarfrestur er til og með 14. október 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar umsagnarbeiðni til hafnarstjórnar.
13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 24. september 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 188/2024, "Áform um breytingu á lögum um náttúruvernd og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð (leyfisveitingar, gjaldtaka o.fl. vegna Náttúruverndarstofnunar)".
Í júní 2024 samþykkti Alþingi frumvarp til laga um Náttúruverndarstofnun, sbr. lög nr. 111/2024, þar sem annars vegar Vatnajökulsþjóðgarður og hins vegar náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar renna saman í eina stofnun frá 1. janúar 2025.
Umsagnarfrestur er til og með 8. október 2024.
Í júní 2024 samþykkti Alþingi frumvarp til laga um Náttúruverndarstofnun, sbr. lög nr. 111/2024, þar sem annars vegar Vatnajökulsþjóðgarður og hins vegar náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar renna saman í eina stofnun frá 1. janúar 2025.
Umsagnarfrestur er til og með 8. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?