Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
3.Erindi frá skútueigendum vegna skútuaðstöðu við í Ísafjarðarhöfn
Dagskrá
1.Skipulag á hafnarsvæðum vegna móttöku skemmtiferðaskipa - Sundabakki - 2024100012
Lagðar fram til kynningar tillögur og minnisblað frá Verkís, dags. 17. september 2024, vegna hönnunar innviða vegna móttöku farþega skemmtiferðaskipa á Ísafirði.
Gunnar yfirgefur fundinn kl. 12:27.
Gestir
- Gunnar Páll Eydal - mæting: 12:00
2.Skipulag á hafnarsvæðum vegna móttöku skemmtiferðaskipa - Sundabakki - 2024100012
Lögð fram til kynningar gögn, dags. 2. október 2024, frá M11 arkitektum vegna hönnunar á móttökuhúsi á Sundabakka fyrir farþega skemmtiferðaskipa.
Hönnunargögn fyrir móttökuhús kynnt.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram með M11 arkitektum.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram með M11 arkitektum.
3.Erindi frá skútueigendum vegna skútuaðstöðu við í Ísafjarðarhöfn
- 2024090134
Lagt fram erindi frá smábáta- og skútueigendum á Ísafirði, sem barst hafnarstjóra 26. september 2024, með áskorun um að aðstaða fyrir skútur og smábáta á Ísafirði verði bætt.
Einnig lagt fram minnisblað hafnarstjóra, Hilmars K. Lyngmo, dags. 1. október 2024, vegna málsins.
Einnig lagt fram minnisblað hafnarstjóra, Hilmars K. Lyngmo, dags. 1. október 2024, vegna málsins.
Hafnarstjórn þakkar smábáta- og skútueigendum fyrir erindið.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna tillögur að endurbótum á aðstöðu fyrir smábáta og skútur á bátahöfn við gamla olíumúlann og leggja fram á næsta fundi stjórnar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna tillögur að endurbótum á aðstöðu fyrir smábáta og skútur á bátahöfn við gamla olíumúlann og leggja fram á næsta fundi stjórnar.
4.Framkvæmdaáætlun 2025 til 2035 - 2024030143
Kynnt uppfærð framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs fyrir 2025-2035.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að uppfæra áætlun miðað við umræður á fundinum og vísar uppfærðri áætlun til samþykktar í bæjarstjórn.
5.Suðureyrarhöfn - smábátahöfn, flotbryggja og viðlegupláss - 2024010077
Formaður hafnarstjórnar, Magnús Einar Magnússon, kynnir efni fundar Vegagerðarinnar sem haldinn var með íbúum á Suðureyri vegna nýrrar flotbryggju á Suðureyrarhöfn.
Magnús Einar kynnir efni fundar Vegagerðarinnar með íbúum Suðureyrar vegna fyrirhugaðra breytinga á Suðureyrarhöfn, en gert er ráð fyrir 50 m.kr. í framkvæmdina í samgönguáætlun 2025.
6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 23. september 2024, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 186/2024, áform um breytingu á lögum um siglingavernd (áhættumat hafnaraðstöðu). Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á gildandi lögum um siglingavernd sem er ætlað að bregðast við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna ófullnægjandi innleiðingar Evrópureglna. Umsagnarfrestur er til og með 14. október 2024.
Tillagan var kynnt á 638. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 26. september 2024, og vísaði nefndin umsagnarbeiðninni til hafnarstjórnar.
Tillagan var kynnt á 638. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 26. september 2024, og vísaði nefndin umsagnarbeiðninni til hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Hafnarstjórn þakkar fyrir góða kynningu.