Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Kynning á rekstri og framtíðarsýn skíðasvæðisins - 2022090038
Á 1188. fundi bæjarráðs þann 21. febrúar 2022 var lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, og Hermanns Siegle Hreinssonar, forstöðumanns skíðasvæða Ísafjarðarbæjar, dags. 10. febrúar 2022, varðandi framtíðaruppbyggingu skíðasvæðisins á Seljalandsdal og í Tungudal. Jafnframt lögð fram kynning SE Groups um uppbygginu skíðasvæðisins. Bæjarráð frestaði málinu til næsta fundar. Málið var tekið fyrir á nýjan leik á 1189. fundi bæjarráðs, þann 28. febrúar 2022. Bæjarráð bókaði þá að það fæli bæjarstjóra að vinna málið áfram. Útbúa þyrfti aðgerðaáætlun og vinna að næstu skrefum samhliða fjárhagsáætlun næstu ára, auk þess að leggja málið fyrir íþrótta- og tómstundanefnd.
Er málið nú tekið fyrir á nýjan leik, til kynningar á nýju kjörtímabili, ásamt skýrslu SE Group, frá október 2020, og minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 10. febrúar 2022, um skipulag fyrir skíðasvæði Ísafjarðarbæjar.
Er málið nú tekið fyrir á nýjan leik, til kynningar á nýju kjörtímabili, ásamt skýrslu SE Group, frá október 2020, og minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 10. febrúar 2022, um skipulag fyrir skíðasvæði Ísafjarðarbæjar.
Hermann yfirgaf fund kl. 8:45.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
- Hermann Siegle Hreinsson, forstöðumaður skíðasvæða Ísafjarðarbæjar - mæting: 08:10
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10
2.Staða leikskólamála við Skutulsfjörð 2022 - 2022040041
Á 441. fundi fræðslunefndar, þann 8. september 2022, var lagt fram erindi frá Jónu Lind Kristjánsdóttur, deildarstjóra leikskóladeildarinnar Tanga, ódags., varðandi skógarhús fyrir leikskólastarfið, auk þess sem lagt var fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 8. september 2022, vegna málsins.
Nefndin bókaði að hún legði til við bæjarráð að hugmyndin verði kostnaðarmetin og kannað hvort hún sé raunhæf lausn til að bæta við plássi á leikskóladeildinni Tanga.
Nefndin bókaði að hún legði til við bæjarráð að hugmyndin verði kostnaðarmetin og kannað hvort hún sé raunhæf lausn til að bæta við plássi á leikskóladeildinni Tanga.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra kanna aðra heppilega staðsetningu, þar sem núverandi tillaga um staðsetningu er innan hættumats C, svo og að kostnaðarmeta hugmyndina.
3.Grunnskólinn á Ísafirði - Rannsókn á myglusveppum 2022 - 2022050025
Lagt fram til kynningar minnisblað Eflu dags. 9. september 2022, vegna stöðu framkvæmda við grunnskólann á Ísafirði vegna myglu.
Lagt fram til kynningar.
Jóhann Birkir Helgason vék af fundi undir þessum lið málsins, kl. 8:55.
4.Trjákurl leikskólalóð Eyrarskjóli - 2022090012
Á 1209. fundi bæjarráðs, þann 5. september 2022, var lagt fram erindi Ingibjargar Einarsdóttur, aðstoðarleikskólastjóra Eyrarskjóls, dags. 2. september 2022, vegna áhyggja af trjákurli á lóð leikskólans. Bæjarráð fól bæjarstjóra að kanna hvernig fallvörnum er háttað á öðrum leikskólum og möguleika á að skipta út fallvörnum á ungbarnasvæði Eyrarskjóls.
Er nú lagt fram til kynningar minnisblað Verkís, dags. 9. september 2022, þar sem farið er yfir hönnun leikskólalóðar og efnisval leiksvæðis, ásamt minnisblaði Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 9 september 2022, og úttekt BSI á Íslandi, dags. 13. júlí 2021.
Er nú lagt fram til kynningar minnisblað Verkís, dags. 9. september 2022, þar sem farið er yfir hönnun leikskólalóðar og efnisval leiksvæðis, ásamt minnisblaði Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 9 september 2022, og úttekt BSI á Íslandi, dags. 13. júlí 2021.
Bæjarráð þakkar Verkís fyrir greinargóða skýrslu, og telur ánægjulegt að sjá að hönnun lóðar og val undirlags sé skv. öllum öryggisstöðlum og lagareglum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar og leikskólastjóra Eyrjarskjóls til að fara yfir skýrsluna og næstu skref málsins.
Jóhann Birkir kom aftur til fundar kl. 9:10. Hafdís yfirgaf fund kl. 9:10.
5.Suðurtangi - Hrafnatangi fráveita framkvæmdir 2022 - 2022090011
Á 1209. fundi bæjarráðs, þann 5. september 2022, var lögð fram opnunarskýrsla og minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. september 2022, ásamt bókun úr fundargerðarbók við opnun tilboða, dags. 1. september 2022, vegna útboðs á framkvæmdum á fráveitulögnum á Suðurtanga. Bæjarráð bókaði að í ljósi þess að öll tilboð voru langt yfir kostnaðaráætlun gæfi bæjarráð sviðsstjóra heimild til að ganga til samningaviðræðna við lægstbjóðanda.
Er nú lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 9. september 2022, vegna verksins „Gatnagerð Suðurtangi- Hrafnatangi fráveita“ þar sem lagt er til að samið verði við Keyrt og mokað ehf., á grundvelli nýrrar verkáætlunar.
Er nú lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 9. september 2022, vegna verksins „Gatnagerð Suðurtangi- Hrafnatangi fráveita“ þar sem lagt er til að samið verði við Keyrt og mokað ehf., á grundvelli nýrrar verkáætlunar.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um að semja við lægstbjóðanda, Keyrt og mokað ehf., vegna verksins „Gatnagerð Suðurtangi - Hrafnatangi fráveita“ og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við félagið á grundvelli nýrrar verkáætlunar, að fjárhæð kr. 30.983.600.
6.Gangstéttir 2022 - 2022050002
Lögð fram til kynningar lokaúttekt frá Verkís ehf., dags. 6. sept. 2022, vegna gangstétta í Seljalandi ásamt verkfundargerð dags. 19. ágúst. 2022.
Lagt fram til kynningar.
7.Safnahúsið - Viðhald 2022, útboð verkþátta - 2022030130
Lögð fram til kynningar verkfundargerð nr. 2, frá Eflu, dags. 7. september 2022, vegna framkvæmda við Safnahús. Um 35 % af verkinu telst vera lokið og er framkvæmd á áætlun.
Lagt fram til kynningar.
8.Ofanflóðavarnir við Flateyri - framkvæmdaleyfi vegna snjóflóðagrinda - 2021040006
Lögð fram til kynningar verkfundargerð frá Framkvæmdasýslunni, dags. 30. ágúst 2022, vegna uppsetningar ofanflóðagrinda á Eyrarfjalli ofan Flateyrar. Verkið hófst 15. júlí 2022 og var lokið 30. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar.
9.Miðvík - kvörtun undan afgreiðslu við afhendingu gagna og fjárhæð reiknings - 2020070013
Á 1200. fundi bæjarráðs, þann 13. júní 2022, var lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1077/2022, vegna afgreiðslu Ísafjarðarbæjar á beiðni um gögn vegna jarðarinnar Látra í Aðalvík.
Málið var kært til nefndarinnar í ágúst 2021 á grundvelli þess að afgreiðsla Ísafjarðarbæjar væri ófullnægjandi, en í febrúar 2019 óskaði kærandi eftir tilteknum gögnum frá Ísafjarðarbæ, í átta viðaukum. Var erindinu svarað í maí 2019 og tiltekin gögn afhent. Í júní 2019 óskaði kærandi að nýju eftir gögnum vegna sama máls, í átta töluliðum, en erindið var ítrekað í júlí 2019. Var erindinu svarað í maí 2020.
Úrskurðarnefndin taldi að skort hefði verulega á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda. Þá hefði beiðni kæranda ekki fengið efnislega meðferð og var hin kærða ákvörðun þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Ísafjarðarbæ að taka málið til nýrrar og lögmætar meðferðar.
Úrskurðaði nefndin því að beiðni A, f.h. Miðvíkur ehf., dags. 23. júní 2019, væri vísað til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
Er nú lagður fram til kynningar tölvupóstur Rósu Guðrúnar Sólberg, f.h. forstætisráðuneytisins, dags. 2. september 2022, þar sem fram kemur að þar sem Ísafjarðarbæ hafi afhent málsaðila öll umbeðin gögn, taldi úrskurðarnefndin ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu og verður það fellt niður á næsta fundi úrskurðarnefndarinnar.
Málið var kært til nefndarinnar í ágúst 2021 á grundvelli þess að afgreiðsla Ísafjarðarbæjar væri ófullnægjandi, en í febrúar 2019 óskaði kærandi eftir tilteknum gögnum frá Ísafjarðarbæ, í átta viðaukum. Var erindinu svarað í maí 2019 og tiltekin gögn afhent. Í júní 2019 óskaði kærandi að nýju eftir gögnum vegna sama máls, í átta töluliðum, en erindið var ítrekað í júlí 2019. Var erindinu svarað í maí 2020.
Úrskurðarnefndin taldi að skort hefði verulega á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda. Þá hefði beiðni kæranda ekki fengið efnislega meðferð og var hin kærða ákvörðun þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Ísafjarðarbæ að taka málið til nýrrar og lögmætar meðferðar.
Úrskurðaði nefndin því að beiðni A, f.h. Miðvíkur ehf., dags. 23. júní 2019, væri vísað til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
Er nú lagður fram til kynningar tölvupóstur Rósu Guðrúnar Sólberg, f.h. forstætisráðuneytisins, dags. 2. september 2022, þar sem fram kemur að þar sem Ísafjarðarbæ hafi afhent málsaðila öll umbeðin gögn, taldi úrskurðarnefndin ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu og verður það fellt niður á næsta fundi úrskurðarnefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 9:20.
10.Samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum - 2021090094
Lagður fram til samþykktar viðauki við samning Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps, um meðferð barnaverndarmála og kosningu í barnaverndarnefnd, en bæjarstjóri hefur undirritað samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við samning Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps, um meðferð barnaverndarmála og kosningu í barnaverndarnefnd, en samningurinn, skv. viðauka gildir nú til 31. desember 2022.
Gestir
- Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
11.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni - 2022090010
Á 1209. fundi bæjarráðs, þann 5. september 2022, voru lögð fram drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni. Bæjarráð bókaði að það teldi að þjónusta sveitarfélagsins í málaflokki nýrra farsældarlaga yrði best veitt með því að verða aðilar að umdæmisráði barnaverndar á landsvísu, og fól bæjarstjóra að vinna að samþykki samnings þar að lútandi, kynna hann fyrir velferðarenefnd og leggja fyrir bæjarstjórn til endanlegrar samþykktar.
Er nú lagður fram uppfærður samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni til samþykktar, viðauki II með samningnum og erindisbréf valnefndar.
Er nú lagður fram uppfærður samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni til samþykktar, viðauki II með samningnum og erindisbréf valnefndar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, viðauka I - erindsbréf valnefndar og viðauka II um þóknun ráðsmanna, með samningnum, f.h. Ísafjarðarbæjar, en samningurinn gildir frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2027.
Margrét yfirgaf fund kl. 9:45.
12.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017
Lagt fram erindi Ketils Bergs Magnússonar, stjórnarformanns Samfélagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri, Blábankans, dags. 7. september 2022, þar sem fram kemur að tilnefna þurfi nýja fulltrúa Ísafjarðarbæjar til stjórnar Samfélagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri, Blábanka, en aðalfundur fer fram 20. september 2022.
Bæjarráð tilnefnir Sædísi Ólöfu Þórsdóttur sem aðalfulltrúa, og Jóhann Birki Helgason sem varafulltrúa í stjórn Samfélagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri, Blábankanum, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tilnefningarnar.
13.Verkefnastjóri á Flateyri - nýsköpunar- og þróunarverkefni í kjölfar snjóflóða 2020 - 2020040039
Bæjarstjóri upplýsir að tilnefna þurfi tvo nýja fulltrúa Ísafjarðarbæjar til verkefnastjórnar nýsköpunar- og þróunarverkefnis á Flateyri, en samningur við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Vestfjarðastofu gildir til 30. júní 2023.
Bæjarráð tilnefnir Örnu Láru Jónsdóttur og Jóhann Birki Helgason í verkefnastjórn nýsköpunar- og þróunarverkefnis á Flateyri og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tilnefningarnar.
14.Fundargerðir og ýmis mál 2022 - Náttúrustofa Vestfjarða - 2022060016
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigurðar Halldórs Árnasonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 6. september 2022, þar sem boðað er til samráðsfundar aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða (ársfundur Náttúrustofunnar), fimmtudaginn 22. september 2022.
Jafnframt lagður fram til kynningar ársreikningur Nave 2021 og samþykktir stofnunarinnar.
Jafnframt lagður fram til kynningar ársreikningur Nave 2021 og samþykktir stofnunarinnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fund Nave 22. september 2022.
15.Fræðslunefnd - 442 - 2208016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 442. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 8. september 2022.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Fræðslunefnd - 442 Fræðslunefnd fagnar hugmyndinni og sér hana sem góða lausn við yfirvofandi plássleysi á Tanga vegna fjölgunar leikskólabarna á Ísafirði á næstu árum. Nefndin leggur til við bæjarráð að láta kostnaðarmeta hugmyndina og gera úttekt á svæðinu.
16.Íþrótta- og tómstundanefnd - 233 - 2209003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 233. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 7. september 2022.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 233 Starfsfólki falið að vinna málið áfram fyrir seinni umræðu sem verður eftir tvær vikur.
17.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122 - 2207009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 122. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 7. september 2022.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá verði hækkuð í samræmi við verksamning.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hefja samtal við öll sveitarfélög á Vestfjörðum um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.
Fundi slitið - kl. 10:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Bæjarráð leggur áherslu á gerð aðgerðaáætlunar til næstu ára, bæði varðandi núverandi rekstur og framtíðarsýn svæðisins, og felur bæjarstjóra að vinna frekar að málinu, og leggja fyrir bæjarráð.