Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
442. fundur 08. september 2022 kl. 08:15 - 10:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Þórarinn B. B. Gunnarsson varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður boðaði forföll og varamaður hennar gat ekki mætt.
Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður boðaði forföll og varamaður hennar boðaði einnig forföll.


Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál: Jóhannes Aðalbjörnsson fulltrúi kennara og Kristbjörg Sunna Reynisdóttir, fulltrúi stjórnenda. Þau sátu fundinn í gegnum Teams.

Áheyrnafulltrúi fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi stjórnenda.

1.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054

Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðun erindisbréfa nefnda Ísafjarðarbæjar 2022 - 2021050007

Lagt fram til kynningar erindisbréf fræðslunefndar, samþykkt 4. júlí 2022.
Lagt fram til kynningar.

3.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla Ísfjarðarbæjar starfsárið 2021-2022 - 2021090079

Lagðar fram ársskýrslur 2021-2022 frá Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar og sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans á Suðureyri fyrir skólaárið 2021-2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Staða leikskólamála við Skutulsfjörð 2022 - 2022040041

Lagt fram bréf frá Jónu Lind Kristjánsdóttur deildastjóra á Tanga, er varðar væntanlega stöðu á fjölda barna á fimm ára deildinni Tanga á Ísafirði haustið 2023.
Fræðslunefnd fagnar hugmyndinni og sér hana sem góða lausn við yfirvofandi plássleysi á Tanga vegna fjölgunar leikskólabarna á Ísafirði á næstu árum. Nefndin leggur til við bæjarráð að láta kostnaðarmeta hugmyndina og gera úttekt á svæðinu.

Gestir

  • Jóna Lind Kristjánsdóttir deildarstjóri á Tanga. - mæting: 08:45

5.Starfsáætlanir og ársskýrslur leikskóla skólaárið 2021-2022 - 2021110050

Lagðar fram ársskýrslur leikskólans Sólborgar Ísafirði og leikskólans Eyrarskjóls ísafirði, fyrir skólaárið 2021-2022.
Lagt fram til kynningar.

6.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2022-2023 - 2022080078

Lögð fram starfsáætlun leikskólans Eyrarskjóls fyrir skólaárið 2022-2023
Lagt fram til kynningar.

7.Ytra mat á leikskólanum Eyrarskjóli framkvæmt af Menntamálastofn 2022 - 2022010122

Kynntur póstur frá Menntamálastofnun er varðar ytra mat á leikskólanum Eyrarskjóli. Ísafjarðarbær sótti um ytra mat fyrir þrjá leikskóla í Ísafjarðarbæ, Sólborg á Ísafirði, Tjarnarbæ á Suðureyri og Eyrarskjól á Ísafirði. En leikskólarnir Laufás á Þingeyri og Grænigarður á Flateyri voru teknir í ytra mat 2019. Menntamálastofnun ákvað að fram færi ytra mat á starfsemi leikskólans Eyrarskjóls árið 2022. Markmið ytra mats er að leggja mat á starfsemi leikskólans með hliðsjón af gildandi lögum um leikskóla, reglugerðum og aðalnámskrá. Enn fremur að vera skólum hvati til frekari skólaþróunar, styðja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi og efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla.
Lagt fram til kynningar.

8.Sumarlokun leikskóla á Ísafirði - 2022060137

Á 441. fundi fræðslunefndar þann 30. júní sl. fól nefndin starfsmönnum skólasviðs að taka saman gögn varðandi erindi Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, dags. 26. maí 2022 er varðar sumarlokun leikskóla á Ísafirði. Kynnt minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa.
Verði sumarlokun leikskólanna Eyrarskjóls og Sólborgar á mismunandi tíma þýðir það að foreldrar/forráðamenn sem eiga börn á báðum leikskólum þurfa dekka 6-8 vikur á sumarlokunartíma. Fræðslunefnd sér sig ekki reiðbúna til að samþykkja breytingar á sumarlokunum leikskóla sem kemur sér verr fyrir foreldra/forráðamenn í sveitarfélaginu.

Núverandi fyrirkomulag gerir ráð fyrir tveimur sumarlokunartímabilum sem rúlla á milli ára. Gerð var könnun á meðal foreldra/forráðamanna leikskólabarna á Ísafirði árið 2021 og var niðurstaðan sú að meirihlutinn var ánægður með fyrirkomulag sumarlokanna. Sjálfsagt þykir að kanna reglulega óskir foreldra og jafnvel starfsfólks leikskóla varðandi sumarlokanir.

9.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lagðar fram til umræðu hugmyndir að gjaldskrá skólasviðs Ísafjarðabæjar frá 1. janúar 2023.
1. umræða um gjaldskrá tekin. Starfsfólki skólasviðs falið að vinna málið áfram fyrir næsta fund sem verður eftir 2 vikur.

10.Framúrskarandi skólaumhverfi - hvatningaverðlaun til skóla - 2021060029

Kynntar þær átta tilnefningar er bárust um framúrskarandi skólaumhverfi, hvatningarverðlaun til skóla. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar óskaði eftir ábendingum um framúrskarandi skólaumhverfi í leikskólum, grunnskólum og dægradvöl Ísafjarðarbæjar skólaárið 2021-2022. Ábendingarnar máttu koma úr skólasamfélaginu, frá foreldrum eða öðrum íbúum vegna verkefna eða annars sem hefur þótt áhugavert, verið hvetjandi, framúrstefnulegt og sjálfsprottið meðal starfsfólks og nemenda. Markmiðið er að vekja athygli á og veita viðurkenningu fyrir metnaðarfullt skóla- og frístundastarf.
Málinu frestað til næsta fundar.

11.Beiðni um aukningu á stöðugildum vegna sérkennslu á leikskólanum Eyrarskjóli 2022 - 2022090009

Kynnt erindi Ingibjargar Einarsdóttur aðstoðarskólastjóra leikskólans Eyrarskjóls, dagsett 5. september 2022, er varðar ósk um um aukningu á stöðugildum vegna sérkennslu í leikskólanum.
Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?