Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Endurskoðun erindisbréfa nefnda Ísafjarðarbæjar 2022 - 2021050007
Lagt fram til kynningar erindisbréf umhverfis- og framkvæmdanefndar, samþykkt 4. júlí 2022.
Lagt fram til kynningar.
2.Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022 - 2022070005
Á 497. fundi bæjarstjórnar, þann 1. september 2022, voru samþykktar uppfærðar siðareglur kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Eru siðareglurnar nú lagðar fram til kynningar fyrir nefndinni.
Eru siðareglurnar nú lagðar fram til kynningar fyrir nefndinni.
Lagt fram til kynningar.
3.Gjaldskrár 2023 - 2022050015
Lögð fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu og -förgunar 2023.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá verði hækkuð í samræmi við verksamning.
4.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ. - 2022080053
Lagðar fram snjómokstursreglur og moksturleiðir í Ísafjarðarbæ og nefndin beðin um að taka afstöðu til þess hvort endurskoðunar sé þörf.
Starfsmanni nefndar falið að vinna málið áfram og leggja það fram aftur.
5.Skrúður í Dýrafirði, verndaráætlun - 2022070011
Lögð fram verndaráætlun að nýju fyrir Ísafjarðarbæ, vegna Skrúðs í Dýrafirði, sem barst með tölvupósti frá Minjastofnun 1. júlí 2022. Óskað er eftir athugasemdum við áætlunina og ekki síður samtali um þær aðgerðir sem lagðar eru til í aðgerðaáætlun. Einskiptisaðgerðir hafa ekki verið útfærðar að fullu enda mikilvægt að Ísafjarðarbær hafi á þeim skoðun og leggi orð í belg varðandi forgangsröðun og framkvæmd þeirra. Verndaráætlunin var lögð fram á 589. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar og óskar nefndin eftir afstöðu umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög að verndaráætlun Skrúðs.
6.Vatnselgur við Hlíðarveg á Suðureyri - 2022050140
Lagt fram erindi Emils Andrésar Sigurðssonar, húseiganda að Hlíðarvegi 2 á Suðureyri, þar sem hann lýsir miklum vatnselg á lóð sinni og í leysingum streymir vatn inn í kjallara.
Starfsmanni nefndar falið að vinna málið áfram.
7.Úrgangsstjórnun og svæðisáætlun - 2022090018
Lögð fram Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunuar, unnin af VSÓ ráðgjöf fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnun í júní 2022.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hefja samtal við öll sveitarfélög á Vestfjörðum um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?