Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Axel R. Överby mætir til fundar kl. 8.10.
1.Áhaldahús - Endurskoðun tækjabúnaðar - 2021110021
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 24. júní, vegna óska forstöðumanns áhaldahúss um kaup á skotbómulyftara.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri geri formlega verðkönnun á skotbómulyftara fyrir þjónustumiðstöð og leggi fyrir bæjarráð til samþykktar. Jafnframt að bæjarstjóri útbúi tillögu að viðauka við fjárfestingaráætlun og leggi fram til samþykktar, út frá niðurstöðu verðkönnunar.
2.Grunnskólinn á Ísafirði - Rannsókn á myglusveppum 2022 - 2022050025
Á 1199. fundi bæjarráðs, þann 9. júní 2022 var lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. maí 2022, um stöðu framkvæmda í Grunnskólanum á Ísafirði, auk þess sem óskað er eftir heimild bæjarráðs að vinna málið áfram skv. minnisblaði. Helstu forgangsmál eru að fjarlægja ónýta glugga og gler, steypuviðgerðir m.t.t. járnabindingar, sprunguþéttingar að utan og innan, endurnýja gler og glugga, múra hús að utan, og skipta út gólfdúkum.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. maí 2022, svo og að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð.
Er nú lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Axels R. Överby, dags. 24. júní vegna uppbyggingar í grunnskólanum, ásamt kostnaðaráætlun frá Eflu ehf., dags. 23. júní 2022.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. maí 2022, svo og að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð.
Er nú lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Axels R. Överby, dags. 24. júní vegna uppbyggingar í grunnskólanum, ásamt kostnaðaráætlun frá Eflu ehf., dags. 23. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.
3.Hafnarstræti 29 á Flateyri, lóð undir nemendagarða - 2021100017
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 24. júní 2022, vegna lóðamála og uppbyggingaráforma Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri.
Bæjarráð samþykkir að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hafnarstræti 29 á Flateyri, þrátt fyrir að framkvæmdum við sökkla og plötu sé ekki lokið, á grundvelli samstarfs Ísafjarðarbæjar við uppbyggingu Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri.
Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjóra að endurskoða reglur um skilyrði fyrir útgáfu lóðarleigusamninga hjá Ísafjarðarbæ.
Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjóra að endurskoða reglur um skilyrði fyrir útgáfu lóðarleigusamninga hjá Ísafjarðarbæ.
4.Sindragata 4a - Íbúð 303 framleiðslugalli parket o.fl. - 2022060057
Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 21. júní 2022, vegna gallaðs parkets í íbúð 303 í Sindragötu 4a Ísafirði.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um greiðslu bóta til handa nýjum eiganda íbúðar vegna galla í gólfefni, og felur bæjarstjóra að vinna að bótakröfu á hendur seljanda gallaða gólfefnisins.
5.Aðalfundur Fasteigna Ísafjarðarbæjar 2022 - 2022060083
Lagður fram tölvupóstur Axels R. Överby, dags. 20. júní 2022, þar sem boðað er til aðalfundar í stjórn Fasteigna Ísafjarðarbæjar, þann 27. júní 2022.
Lagt er til við bæjarráð, í sumarleyfi bæjarstjórnar, að taka afstöðu til stjórnarmanna og varamanna í stjórn.
Lagt er til við bæjarráð, í sumarleyfi bæjarstjórnar, að taka afstöðu til stjórnarmanna og varamanna í stjórn.
Bæjarráð leggur til að Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson og Nanný Arna Guðmundsdóttir, verði aðalfulltrúar í stjórn og að Edda María Hagalín, Aðalsteinn Egill Traustason, og Magnús Einar Magnússon, verði varafulltrúar í stjórn.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
6.Regnbogastígur á Silfurtorgi - 2022060118
Lagður fram tölvupóstur Henrýs Haraldssonar, dags. 21. júní 2022, þar sem lagt er til að málaður verði regnbogastígur á Silfurtorg á Ísafirði til að gefa lit og gleði í miðbæinn á Ísafirði. Henrý hefur haft samráð við hópinn Hinsegin Vestfirðir, sem mun sjá um að mála stíginn. Óskað er heimildar bæjarráðs fyrir málun stígsins.
Bæjarráð tekur vel í erindið og samþykkir að hópurinn fái heimild til að mála regnbogastíg á Silfurtorg.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Axel yfirgaf fund kl. 8.45.
Edda María Hagaslín mætir til fundar kl. 8.45.
7.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 9 - 2022040056
Á 1201. fundi bæjarráðs, þann 20. júní 2022, var lagt fram erindi Kristjáns Þórs Kristjánssonar, dags. 13. júní 2022, þar sem B-listi Framsóknarflokks leggur til að kjörinn fulltrúi sem á rétt á að vera áheyrnarfulltrúi í bæjarráði fái greidd laun til jafns við aðalmann í bæjarráði. Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. júní 2022, til bæjarstjóra, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkti tillögu Kristjáns Þórs Kristjánssonar um að áheyrnarfulltrúi þess flokks sem ekki fær kjörinn bæjarfulltrúa í bæjarráð fái greidd laun fyrir setna fundi bæjarráðs, til jafns við aðalmann í bæjarráði. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fram viðauka vegna málsins til samþykktar.
Er nú lagður fram til samþykktar viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2022, vegna launakostnaðar áheyrnarfulltrúa í bæjarráði.
Viðaukinn hefur engin áhrif á samstæðu A og B hluta Ísafjarðarbæjar, en laun til áheyrnarfulltrúa verða að langmestu leyti tekin af launalið bæjarstjórnar, þar sem bæjarstjóri fær ekki greitt fyrir fundarsetu.
Bæjarráð samþykkti tillögu Kristjáns Þórs Kristjánssonar um að áheyrnarfulltrúi þess flokks sem ekki fær kjörinn bæjarfulltrúa í bæjarráð fái greidd laun fyrir setna fundi bæjarráðs, til jafns við aðalmann í bæjarráði. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fram viðauka vegna málsins til samþykktar.
Er nú lagður fram til samþykktar viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2022, vegna launakostnaðar áheyrnarfulltrúa í bæjarráði.
Viðaukinn hefur engin áhrif á samstæðu A og B hluta Ísafjarðarbæjar, en laun til áheyrnarfulltrúa verða að langmestu leyti tekin af launalið bæjarstjórnar, þar sem bæjarstjóri fær ekki greitt fyrir fundarsetu.
Bæjarráð samþykkir viðauka 9 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 vegna launakostnaðar áheyrnarfulltrúa í bæjarráði. Viðaukinn hefur enginn áhrif á samstæðu A og B hluta.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
8.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 10 - 2022040056
Lagður fram til samþykktar viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2022, vegna launakostnaðar Byggðasafns Vestfjarða. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukning kostnaðar um kr. 874.472,- Rekstrarhalli A og B hluta hækkar því í 18.201.813,- en rekstrarafgangur Byggðasafns Vestfjarða er jákvæður um 1.502.883,- kr. eftir viðaukann.
Bæjarráð samþykkir viðauka 10 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna aukins launakostnaðar á Byggðasafni Vestfjarða, sem nemur kr. 874.472.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
9.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 11 - 2022040056
Lagður fram til samþykktar viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2022, vegna framkvæmdaáætlunar Hafnarsjóðs. Um er að ræða kaup á mengunarvarnarbúnaði fyrir 6,7 m.kr. og flotbryggju á Þingeyri fyrir 4 m.kr. og er kostnaði mætt með tilfærslu á öðrum verkefnum. Framkvæmdaáætlun Hafnarsjóðs er því óbreytt í 200 m.kr.
Bæjarráð samþykkir viðauka 11 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna framkvæmdaáætlunar Hafnarsjóðs. Viðaukinn hefur enginn áhrif á niðurstöðu framkvæmda Hafnarsjóðs.
Bæjarráð áréttar að kaup á löndundarkrana á Suðureyri verði á framkvæmdaáætlun ársins 2023, en fyrirhugað er að hann komi til landsins í janúar 2023.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Bæjarráð áréttar að kaup á löndundarkrana á Suðureyri verði á framkvæmdaáætlun ársins 2023, en fyrirhugað er að hann komi til landsins í janúar 2023.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
10.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 12 - 2022040056
Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og fjölskyldusviðs, dags. 23. júní 2022, þar sem óskað er heimildar til að bæta við einum 70% starfsmanni í Dægradvöl sem og tveimur stuðningsfulltrúum, hvor í um 34% starfi vegna fjölgunar barna.
Gert er ráð fyrir að launahækkun verði mætt með því að nýta laun af launalið flokkstjóra Vinnuskólans, en ekki tókst að ráða í þau störf í sumar þrátt fyrir auglýsingu.
Vegna þessa er jafnframt lagður fram til samþykktar viðauki 12 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 vegna fjölgunar stöðugilda í Dægradvöl.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er 0,- kr.
Gert er ráð fyrir að launahækkun verði mætt með því að nýta laun af launalið flokkstjóra Vinnuskólans, en ekki tókst að ráða í þau störf í sumar þrátt fyrir auglýsingu.
Vegna þessa er jafnframt lagður fram til samþykktar viðauki 12 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 vegna fjölgunar stöðugilda í Dægradvöl.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er 0,- kr.
Bæjarráð samþykkir viðauka 12 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna aukins launakostnaðar í Dægradvöl haustið 2022. Viðaukinn hefur enginn áhrif á samstæðu A og B hluta.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Edda María yfirgaf fund kl. 9.11.
11.Kofabyggð við Gróanda - 2022060113
Lagt fram erindi frá formanni Gróanda, Hildi Dagbjörtu Arnardóttur, dags. 26. maí 2022 um kofabyggð fyrir börn. Jafnframt er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. júní 2022, vegna málsins.
Bæjarráð fagnar verkefninu og samþykkir að styrkja Gróanda til losunar á timbri fyrirhugaðs kofasvæðis í lok tímabils með vinnu þjónustumiðstöðvar.
Hafdís yfirgaf fund kl. 9.20.
12.Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Ísafjarðar og Slökkviliðs Súðavíkur - 2020030068
Á 1199. fundi bæjarráðs, þann 9. júní 2022, var lagður fram tölvupóstur Braga Þórs Thoroddssen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, dagsettur 24. maí 2022, þar sem óskað er eftir að samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps vegna slökkviliða sveitarfélaganna verði framlengdur til 30. júní 2023. Bæjarráð samþykkti erindi Braga Þórs Thoroddssen, og fól bæjarstjóra að gera viðauka við samning sveitarfélaganna.
Er nú lagður fram til samþykktar viðauki við þjónustusamning Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar við Slökkvilið Súðavíkur, sem gildir til 30. júní 2023.
Er nú lagður fram til samþykktar viðauki við þjónustusamning Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar við Slökkvilið Súðavíkur, sem gildir til 30. júní 2023.
Bæjarráð samþykkir viðauka við þjónustusamning Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar við Slökkviliðs Súðavíkur til 30. júní 2023.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
13.Stefnumótun í þremur málaflokkum - upplýsingabeiðni til sveitarstjórnar - 2022060116
Lagður fram tölvupóstur Önnu Gunnhildar Ólafsdóttur f.h. innviðaráðuneytis, dagsettur 20. júní 2022, vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum. Þess er óskað að Ísafjarðarbær veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum, þ.e. vegna stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033, landskipulagsstefnu 2015-2026 og nýrrar húsnæðisstefnu. Frestur til að skila innleggi sveitarfélagsins er til 11. júlí.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
14.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2022 - 2022060117
Lagður fram tölvupóstur Jafnréttisstofu, dagsettur 21. júní 2022, þar sem kynnt er að landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga verði haldinn 15. september í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.
15.67. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2022 - 2022030119
Lögð fram til kynningar fundargerð 67. fjórðungsþings Vestfirðinga að sumri, en þingið var haldið 14. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.
16.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 121 - 2206014F
Lögð fram til kynningar fundargerð 121. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 21. júní 2022.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 121 Lagt fram til kynningar.
17.Hafnarstjórn - 232 - 2206016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 232. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 23. júní 2022.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Hafnarstjórn - 232 Hafnarstjórn leggur til að bæjarstjórn samþykki viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna kaupa á nýrri flotbryggju á Þingeyri.
Fundi slitið - kl. 09:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?