Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Erindisbréf umhverfis- og framkvæmdanefndar - 2022060101
Erindisbréf umhverfis- og framkvæmdanefndar lagt fram til kynningar ásamt siðareglum kjörinn fulltrúa í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.
2.Athugasemdir um lausagöngu búfjár - 2022060009
Lagðar fram athugasemdir íbúa í Holtahverfi á Ísafirði vegna lausagöngu búfjár, sem hafa borist Ísafjarðarbæ í júní 2022.
Óskað er eftir viðbrögðum nefndarinnar.
Óskað er eftir viðbrögðum nefndarinnar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir áhyggjur íbúa á stöðu mála. Nefndin óskar eftir úttekt frá áhaldahúsi og verktaka á stöðu girðinga í nágrenni Holtahverfis.
3.Innleiðing á nýju regluverki í sorpmálum - 2022060100
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 16. júní 2022 þar sem farið er yfir stöðu sorpmála í sveitarfélaginu og þær breytingar sem eru í farvatninu.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?