Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Cruise Europe ráðstefna 2022 - 2022060008
Lögð fram samantekt um Cruise Europe ráðstefnuna sem hafnarstjóri og upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar sóttu í Edinborg í maí 2022.
Hafnarstjóri fer yfir samantekt um Cruise Europe ráðstefnuna 2022.
2.Flotbryggja á Þingeyri - 2019110059
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 22. júní 2022, er varðar kaup á flotbryggju á Þingeyri.
Hafnarstjórn leggur til að bæjarstjórn samþykki viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna kaupa á nýrri flotbryggju á Þingeyri.
3.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124
Að ósk formanns hafnarstjórnar, Magnúsar Einars Magnússonar, verður rætt um skipulagsmál á Ísafjarðarhöfn, Sundabakka, út frá aðgengi, öryggi og aðstæðum fyrir ferðafólk í tengslum við stækkun hafnarinnar.
Kynnt skýrsla Verkís um mögulegar skipulagsbreytingar á hafnarsvæði, dags. 8. september 2021.
Kynnt skýrsla Verkís um mögulegar skipulagsbreytingar á hafnarsvæði, dags. 8. september 2021.
Skýrsla Verkís lögð fram til kynningar fyrir nýja stjórnarmenn hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn leggur til að málið verði unnið áfram á næsta fundi.
Hafnarstjórn leggur til að málið verði unnið áfram á næsta fundi.
4.Samgönguáætlun 2023-2027 - 2022060109
Lagt fram til kynningar bréf frá Fannari Gíslasyni, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 16. maí 2022, vegna umsókna vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023-2027.
Einnig lögð fram tillaga Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 16. júní 2022, um umsóknir hafna Ísafjarðarbæjar á tímabilinu.
Einnig lögð fram tillaga Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 16. júní 2022, um umsóknir hafna Ísafjarðarbæjar á tímabilinu.
Lagt fram til kynningar.
5.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022: Hafnasambandsþing 2022 - 2021020042
Lögð fram boðun Hafnasambands Íslands á 43. hafnasambandsþing sem verður haldið í Ólafsvík 27.-28. október 2022.
Lagt fram til kynningar.
6.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042
Lögð fram til kynningar fundargerð 444. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem fram fór þann 10. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Tillagan samþykkt samhljóða og verður þá málið 5. liður á dagskrá.