Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir - 2021020071
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fund kl. 8.40.
Gestir
- Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:05
2.Skipurit 2021 - 2021090011
Skipurit sveitarfélagsins lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipurit Ísafjarðarbæjar.
3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 - nr. 13 - 2021030050
Lagður fram til samþykktar viðauki 13 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna aukningar á tekjum, miðað við uppfærða áætlun Jöfnunarsjóðs.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar eru jákvæð um kr. 35.859.254,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru jákvæð um kr. 35.859.254,- og breytist neikvæð rekstrarniðurstaða úr 348.506.108,- í kr. 312.646.854,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta eru jákvæð um kr. 35.859.254,- og hækkar rekstrarafgangur úr 74.127.892,- í kr. 109.987.146,-
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar eru jákvæð um kr. 35.859.254,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru jákvæð um kr. 35.859.254,- og breytist neikvæð rekstrarniðurstaða úr 348.506.108,- í kr. 312.646.854,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta eru jákvæð um kr. 35.859.254,- og hækkar rekstrarafgangur úr 74.127.892,- í kr. 109.987.146,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 13 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna aukningar á tekjum, miðað við uppfærða áætlun Jöfnunarsjóðs.
4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 - nr. 14 - 2021030050
Lagður fram til samþykktar viðauki 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna kostnaðar við kaup á nýjum beltum á snjótroðara skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 7.000.000,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 7.000.000,- og breytist neikvæð rekstrarniðurstaða úr 312.646.854,- í kr. 319.646.854,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 7.000.000,- og lækkar rekstrarafgangur úr 109.987.146- í kr. 102.987.146,-
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 7.000.000,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 7.000.000,- og breytist neikvæð rekstrarniðurstaða úr 312.646.854,- í kr. 319.646.854,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 7.000.000,- og lækkar rekstrarafgangur úr 109.987.146- í kr. 102.987.146,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 14 vegna kostnaðar við kaup á nýjum beltum á snjótroðara skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.
5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 - nr. 15 - 2021030050
Lagður fram til samþykktar viðauki 15 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna færslu milli launa- og rekstrarliða á Listasafni Ísafjarðar, vegna nýrrar stöðu starfsmanns Listasafns.
Viðaukinn hefur engin áhrif á rekstrarniðurstöðu A hluta eða A og B hluta samstæðu Ísafjarðarbæjar.
Viðaukinn hefur engin áhrif á rekstrarniðurstöðu A hluta eða A og B hluta samstæðu Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 15 vegna færslu milli launa- og rekstrarliða á Listasafni Ísafjarðar, vegna nýrrar stöðu starfsmanns Listasafns.
6.Bygging nýrra nemendagarða Lýðskólans - 2020090040
Lögð fram til samþykktar yfirlýsing Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 10. september 2021, vegna uppbyggingar nemendagarða Lýðskólans á Flateyri.
Yfirlýsingin er svohljóðandi:
„Varðar: Yfirlýsing vegna húsnæðisþarfar á Flateyri.
Mikil aukning hefur verið á eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Flateyri að undanförnu og er óhætt að segja að þar sér hreinlega húsnæðisskortur í dag. Ein helsta ástæðan er uppbygging á starfsemi Lýðskólans en starfsemi skólans hefur gengið vel og aðsókn að skólanum framar vonum. Nemendur bjuggu að hluta til í húsnæði sem í dag er á skilgreindu snjóflóðahættusvæði og ekki lengur heimilt að nýta það húsnæði til búsetu yfir vetrartímann. Þessi skilgreining á hættusvæði breyttist eftir snjóflóðið á Flateyri veturinn 2020. Bygging nemendagarða er því forsenda þess að skólinn nái að vaxa og dafna inn í framtíðina og styður Ísafjarðarbær þau áform heilshugar. Áform um byggingu nemendagarða samræmist húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Ísafjarðarbær hefur auk þess verið á fá fyrirspurnir varðandi byggingu íbúðarhúsnæðis á Flateyri sem bregðast þarf við. Tekið verður tillit til framangreindra atriða og áforma við uppfærslu á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Birgir Gunnarsson
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar“
Yfirlýsingin er svohljóðandi:
„Varðar: Yfirlýsing vegna húsnæðisþarfar á Flateyri.
Mikil aukning hefur verið á eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Flateyri að undanförnu og er óhætt að segja að þar sér hreinlega húsnæðisskortur í dag. Ein helsta ástæðan er uppbygging á starfsemi Lýðskólans en starfsemi skólans hefur gengið vel og aðsókn að skólanum framar vonum. Nemendur bjuggu að hluta til í húsnæði sem í dag er á skilgreindu snjóflóðahættusvæði og ekki lengur heimilt að nýta það húsnæði til búsetu yfir vetrartímann. Þessi skilgreining á hættusvæði breyttist eftir snjóflóðið á Flateyri veturinn 2020. Bygging nemendagarða er því forsenda þess að skólinn nái að vaxa og dafna inn í framtíðina og styður Ísafjarðarbær þau áform heilshugar. Áform um byggingu nemendagarða samræmist húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Ísafjarðarbær hefur auk þess verið á fá fyrirspurnir varðandi byggingu íbúðarhúsnæðis á Flateyri sem bregðast þarf við. Tekið verður tillit til framangreindra atriða og áforma við uppfærslu á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Birgir Gunnarsson
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar“
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja yfirlýsingu um húsnæðisþörf á Flateyri.
7.Nýtingarleyfi á jarðhita, Laugum, Súgandafirði - beiðni um umsögn - 2021090034
Lagt fram til kynningar bréf Maríu Guðmundsdóttur og Hörpu Þórunnar Pétursdóttur, f.h. Orkustofnunar, dags. 2. september 2021, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um umsókn Orkubús Vestfjarða um nýtingarleyfi á jarðhita á Laugum í Súgandafirði.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
8.Ofanflóðavarnir Flateyri - Dýpkun rása - 2021090041
Lagt fram erindi Þrastar Valmundssonar Söring og Sigurðar Hlöðverssonar, f.h. Framkvæmdasýslu
ríkisins, dags. 9. september 2021, vegna útboðs á dýpkun rása meðfram varnargörðum á Flateyri, þar sem lagt er til að
samið verði við lægstbjóðanda í verkið þ.e. Suðurverk ehf. að fjárhæð kr. 112.547.445
ríkisins, dags. 9. september 2021, vegna útboðs á dýpkun rása meðfram varnargörðum á Flateyri, þar sem lagt er til að
samið verði við lægstbjóðanda í verkið þ.e. Suðurverk ehf. að fjárhæð kr. 112.547.445
Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins um töku tilboðs Suðurverks ehf. vegna dýpkunar rása meðfram varnargörðum á Flateyri, að fjárhæð kr. 112.547.445, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.
9.Nauðasamningar Kampi ehf. 2021 - 2021080026
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. september 2021, um yfirlit skulda Kampa hf. við sveitarfélagið í kjölfar heimildar til nauðasamninga, auk þess sem óskað er afstöðu bæjarráðs til samþykktar nauðsamnings með hliðsjón af skuldayfirliti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til kröfuhafafundar og samþykkja nauðasamning Kampa ehf. með þeim skilmálum sem kynntir hafa verið.
10.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, skipulagsráðgjafa Ísafjarðarbæjar, dags. 10. september 2021, þar sem farið er yfir stefnumótun við vinnu endurskoðunar Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar, auk þess sem kynntur er vefurinn betraisland.is þar sem íbúum gefst tækifæri til að senda inn hugmyndir að breytingum á Aðalskipulagi.
Lagt fram til kynningar.
11.Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri 2020-2022 - 2020100058
Lögð fram skýrsla Jónínu Hrannar Símonardóttur, f.h. handverkshópsins Koltru, dags. 10. september 2021, um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Þingeyri sumarið 2021.
Lagt fram til kynningar.
12.Hverfisráð 2021 - 2021020095
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Tinnu Ólafsdóttur f.h. hverfisráðs eyrar og efri bæjar, dags. 8. september 2021. Meðfylgjandi er fundargerð aðalfundar hverfisráðsins sem haldinn var 6. september 2021, og skýrsla stjórnar, sem lögð var fram á fundinum. Athygli er vakin á því að engin stjórn er starfandi í hverfisráðinu, þar sem enginn íbúi bauð sig fram til setu í stjórn.
Lagt fram til kynningar.
13.Hafnarstjórn - 224 - 2108016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 224. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 6. september 2021.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Hafnarstjórn - 224 Hafnarstjórn samþykkir tillögu að gjaldskrá Hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 565 - 2108011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 565. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 8. september 2021.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 565 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá slökkviliðs, skipulags- og framkvæmdaleyfisgjaldskrá og gatnagerðar- og byggingarleyfisgjaldskrá.
Nefndin leggur jafnframt til að samþykkt um gatnagerðargjöld verði á þann veg að við 7. gr. sérstakrar lækkunarheimildir bætist við eftirfarandi „Ef samþykkt er stækkun íbúðarhúss, sem er a.m.k. 15 ára, skal ekki greiða gatnagerðargjald, enda nemi stækkunin ekki meiru en 30 m² á hverja íbúð“
15.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 109 - 2109002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 109. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar en fundur var haldinn 7. september 2021.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.
16.Velferðarnefnd - 460 - 2108006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 460. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 9. september 2021.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Velferðarnefnd - 460 Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá velferðarsviðs verði samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?