Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124
Gunnar Páll Eydal, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Verkís, mætir til fjarfundar, til að kynna lokatillögu vegna aðalskipulags Sundahafnasvæðis.
Hafnarstjórn vísaði kynningunni til skipulags- og mannvirkjanefndar á 223. fundi sínum þann 30. júní 2021.
Hafnarstjórn vísaði kynningunni til skipulags- og mannvirkjanefndar á 223. fundi sínum þann 30. júní 2021.
Lokatillaga kynnt og vísað aftur til hafnarstjórnar við vinnu við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.
Gunnar yfirgaf fund kl. 9:00.
Gestir
- Gunnar Páll Eydal, f.h. Verkís. - mæting: 08:15
2.Nýsköpunarbærinn Ísafjörður - 2021010035
Steinunn Ása Sigurðardóttir mætir til fjarfundar f.h. Vestfjarðastofu til kynningar á stöðu verkefnisins um nýsköpunarbæinn Ísafjörð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarráð að taka afstöðu til loka verkefnisins.
Steinun yfirgaf fundinn kl. 9.57.
Lína Björg Tryggvadóttir, aðalmaður nefndarinnar, yfirgaf fundinn klukkan 9.57. Varamaður tók ekki sæti.
Lína Björg Tryggvadóttir, aðalmaður nefndarinnar, yfirgaf fundinn klukkan 9.57. Varamaður tók ekki sæti.
3.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094
Lagðar fram tillögur menningarmálanefndar til framkvæmdaáætlunar Ísafjarðarbæjar 2022-2032, í samræmi við minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 27. ágúst 2021, og excel skjals vegna tillagnanna.
Lögð fram framkvæmdaáætlun Hafna Ísafjarðarbæjar 2022-2032.
Hafnarstjórn vísaði áætluninni til samþykktar í skipulags- og mannvirkjanefnd á 224. fundi sínum þann 6. september 2021.
Lagður fram framkvæmdaáætlun frá íþrótta- og tómstundanefnd. Aðeins er forgangsraðað verkefnum sem nú þegar eru á en engin ný verkefni.
Lögð fram framkvæmdaáætlun Hafna Ísafjarðarbæjar 2022-2032.
Hafnarstjórn vísaði áætluninni til samþykktar í skipulags- og mannvirkjanefnd á 224. fundi sínum þann 6. september 2021.
Lagður fram framkvæmdaáætlun frá íþrótta- og tómstundanefnd. Aðeins er forgangsraðað verkefnum sem nú þegar eru á en engin ný verkefni.
Tillögur kynntar og málinu frestað til næsta fundar.
4.Gjaldskrár 2022 - 2021050043
Tillaga að gjaldskrám umhverfis- og eignasviðs fyrir árið 2022 lagðar fram til samþykktar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá slökkviliðs, skipulags- og framkvæmdaleyfisgjaldskrá og gatnagerðar- og byggingarleyfisgjaldskrá.
Nefndin leggur jafnframt til að samþykkt um gatnagerðargjöld verði á þann veg að við 7. gr. sérstakrar lækkunarheimildir bætist við eftirfarandi „Ef samþykkt er stækkun íbúðarhúss, sem er a.m.k. 15 ára, skal ekki greiða gatnagerðargjald, enda nemi stækkunin ekki meiru en 30 m² á hverja íbúð“
Nefndin leggur jafnframt til að samþykkt um gatnagerðargjöld verði á þann veg að við 7. gr. sérstakrar lækkunarheimildir bætist við eftirfarandi „Ef samþykkt er stækkun íbúðarhúss, sem er a.m.k. 15 ára, skal ekki greiða gatnagerðargjald, enda nemi stækkunin ekki meiru en 30 m² á hverja íbúð“
Fundi slitið - kl. 10:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?