Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094
Þrjú trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.
2.Þjónusta í málefnum aldraðra - 2020100075
Lagt fram minnisblað Albertu G. Guðbjartsdóttur, dags. 7. september 2021, um stöðu í öldrunarþjónustu ásamt tillögum til að efla þjónustuna.
Velferðarnefnd styður tillögur í eflingu öldrunarþjónustu og óskar eftir að þær verði teknar til umfjöllunar í öldungaráði.
3.Starfsleyfisskylda einkaaðila sem veita félagslega þjónustu - 2021080037
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Rósu Guðrúnar Sólberg f.h. Gæða- og eftirlitsstofnunar félagþjónustu og barnaverndar, dagsettur 4. ágúst 2021, þar sem athygli er vakin á starfsleyfisskyldu einkaaðila sem veita félagslega þjónustu.
Lagt fram til kynningar.
4.Gjaldskrár 2022 - 2021050043
Drög að gjaldskrá velferðarsviðs 2022 lögð fram til kynningar.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá velferðarsviðs verði samþykkt.
5.Launaáætlun - Velferðarsvið - 2021090025
Lagt fram til kynningar minnisblað Albertu G. Guðbjartsdóttur, dags. 6. september 2021, þar sem vinna við launaáætlanir 2022 á velferðarsviði er kynnt.
Lagt fram til kynningar.
6.Reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega - 2017110061
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega 2021 lagðar fram til endurskoðunar þar sem viðmið á tekjumörkum og hámark afsláttar fyrir árið 2022 er til umfjöllunar.
Velferðarnefnd felur starfsmönnum að vinna málið áfram.
7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 12. maí 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um barnvænt Ísland - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál. Umsagnarfrestur er til 26. maí.
Bæjarráð vísaði málinu til velferðarnefndar á 1153. fundi sínum þann 17. maí 2021.
Bæjarráð vísaði málinu til velferðarnefndar á 1153. fundi sínum þann 17. maí 2021.
Velferðarsvið tók málið til skoðunar áður en umsagnarfrestur leið. Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?