Lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi: Ofanflóðavarnir á Flateyri

Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.

Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.

Hér verður birt yfirlit yfir þau útboð sem eru í gangi á vegum og/eða tengd Ísafjarðarbæ.

Upplýsingar um útboðin hverfa af vefnum þegar tilboðsfrestur rennur út eða eftir atvikum þegar tilboð hafa verið opnuð.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 28. mars 2023 að skipulagslýsing verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, ofanflóðavarnir á Flateyri.

Breyting verður gerð á sveitarfélagsuppdrætti sunnan Djúps, þéttbýlisuppdrætti Flateyri og greinargerð, í gildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að auka öryggi fólks á Flateyri og verja mannvirki með eflingu snjóflóðavarna. Fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér keiluraðir ofan núverandi varnargarða, nýjan leiðigarð, endurbyggingu þvergarðs og nýjan hafnargarð. Auk þess á að dýpka og víkka flóðrás við Skollagarð. Áætluð efnisþörf vegna framkvæmdanna er um 300.000 m3.

Skipulagslýsing

Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir 24. apríl 2023 á skipulag@isafjordur.is

Virðingarfyllst,

f.h. skipulagsfulltrúa

_______________________________

Helga Þuríður Magnúsdóttir

verkefnastjóri á umhverfis- og eignasviði