Lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi: Ofanflóðavarnir á Flateyri
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 28. mars 2023 að skipulagslýsing verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, ofanflóðavarnir á Flateyri.
Breyting verður gerð á sveitarfélagsuppdrætti sunnan Djúps, þéttbýlisuppdrætti Flateyri og greinargerð, í gildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að auka öryggi fólks á Flateyri og verja mannvirki með eflingu snjóflóðavarna. Fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér keiluraðir ofan núverandi varnargarða, nýjan leiðigarð, endurbyggingu þvergarðs og nýjan hafnargarð. Auk þess á að dýpka og víkka flóðrás við Skollagarð. Áætluð efnisþörf vegna framkvæmdanna er um 300.000 m3.
Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir 24. apríl 2023 á skipulag@isafjordur.is
Virðingarfyllst,
f.h. skipulagsfulltrúa
_______________________________
Helga Þuríður Magnúsdóttir
verkefnastjóri á umhverfis- og eignasviði