Framkvæmdir vegna myglu í Grunnskólanum á Ísafirði á lokametrunum
Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.
Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.
Hér verður birt yfirlit yfir þau útboð sem eru í gangi á vegum og/eða tengd Ísafjarðarbæ.
Upplýsingar um útboðin hverfa af vefnum þegar tilboðsfrestur rennur út eða eftir atvikum þegar tilboð hafa verið opnuð.
Framkvæmdir sem ráðast þurfti í vegna myglu í gulu byggingu Grunnskólans á Ísafirði, nánar til tekið í stofum 109-111 og 211-213, auk aðliggjandi ganga, eru á lokametrunum.
Verkið hefur gengið framar vonum, en það var í maí á þessu ári sem niðurstaða sýnatöku úr stofunum staðfesti að þar væri mygla og að aðgerða væri þörf.
Þann 9. september barst skýrsla frá verkfræðistofunni Eflu sem sér um hönnun, eftirlit og umsjón framkvæmda.
Í skýrslunni kemur fram að eftirtaldir verkþættir eru eftir:
- Hvítar áláfellur bakvið þakrennu og niður að glugga á 2.hæð
- Hvítar áláfellur lóðrétt milli glugga
- Endurnýjun á þakniðurföllum
- Setja upp útiljós og skólabjöllu.
- Pantaðir hafa verið gluggar í útveggi norðurhliðar kennslustofa, um er að ræða gluggaröð efst í útvegg við þök, stefnt er á að skipta um glugga í haust.
Hér að neðan er svo yfirlit yfir þá verkþætti sem er lokið.
Innanhúss:
|
Utanhúss:
|