Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi - 2023040012
Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirstöðugarðs við Norðurtanga, frá Hilmari Lyngmo hafnarstjóra f.h. hafna Ísafjarðarbæjar, dags. 19. júní 2023.
Jafnframt lagðir fram uppdrættir frá EFLU dags. 26. apríl 2023, grunnmynd og snið.
Framkvæmdin snýr að flutningi grjóts úr námu að garði og röðun í garð. Einnig skal taka upp og endurnýta grjót úr núverandi grjótvörn.
Jafnframt lagðir fram uppdrættir frá EFLU dags. 26. apríl 2023, grunnmynd og snið.
Framkvæmdin snýr að flutningi grjóts úr námu að garði og röðun í garð. Einnig skal taka upp og endurnýta grjót úr núverandi grjótvörn.
2.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2022090041
Lagt fram minnisblað frá Verkís, dags. 23. júní 2023, viðbrögð við athugasemdir og ábendingar eftir auglýsingu skipulagstillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 „Mjólkárlína 2“.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur tekið athugasemdir og umsagnir, sem bárust á fyrri stigum, til efnislegrar meðferðar á fundum nr. 599 og 601. Athugasemdir nú, eftir auglýsingu, gefa ekki tilefni til að gerðar verði efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð. Skipulagsfulltrúa er falið að svara umsögnum og athugasemdum með vísan í skjalið „MJ2 Umsagnir - auglýst tillaga“ dags. 23. júní 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt með vísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt með vísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032. Fjarfundur með Arkís vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Arkís fyrir góða kynningu og stöðumat á endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032.
Ráðgert er að nefndin og ráðgjafar haldi vinnufund í september nk.
Ráðgert er að nefndin og ráðgjafar haldi vinnufund í september nk.
Gestir yfirgáfu fundinn kl. 10:20
Gestir
- Edda Einarssdóttir - mæting: 10:00
- Björn Guðbrandsson - mæting: 10:00
- Þorvarður Lárus Björgvinsson - mæting: 10:00
4.Hafnarbakki 1 Flateyri. Umsókn um lóð - 2023070017
Lögð fram umsókn Guðfinnu Hinriksdóttur, dags. 3. júlí 2023, um lóðina við Hafnarbakka 1 á Flateyri. Jafnframt lagt fram gildandi deiliskipulag „Flateyri: Flateyraroddi, iðnaðar- og hafnarsvæði“ frá 1999.
Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir iðnaðarhúsnæði á einni hæð, mesta vegghæð 4,0 m og hámarksnýtingarhlutfall 0,25 á lóðinni.
Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir iðnaðarhúsnæði á einni hæð, mesta vegghæð 4,0 m og hámarksnýtingarhlutfall 0,25 á lóðinni.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Guðfinnu Hinriksdóttur lóðina við Hafnarbakka 1 á Flateyri, samkvæmt umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
5.Rafhleðslustöðvar við Tjaldsvæðið í Tungudal - 2023060133
Lagður fram tölvupóstur, dags. 23. júní 2023, frá Gauti Ívari Halldórssyni með ósk um að sveitarfélagið leggi rafmagnsheimtaug, að bílastæðum við Tjaldsvæðið í Tungudal, vegna uppsetningar á rafhleðslustöðvum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni tæknideildar að vinna málið áfram í samvinnu við Orkubú Vestfjarða.
6.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086
Lagðar fram umsagnir við skipulagslýsingu fyrir „Miðbær Ísafjarðar, deiliskipulag“. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum rann út 28. júni 2023. Umsagnir bárust frá 12 aðilum, en engar athugasemdir bárust.
Lagt fram til kynningar.
7.Mótorsport í Ísafjarðarbæ - 2023050106
Á 241. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, þann 17. maí 2023, var lagt fram erindi frá Georg Val Ívarssyni dags. 7. maí 2023 varðandi aðstöðu til að iðka mótorsport í Ísafjarðarbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd bókaði að hún fagnaði umræðunni um bætta aðstöðu fyrir mótorsport en telur að svæði við Kofra sé ekki ákjósanlegur kostur vegna nálægðar við íbúðarhverfi. Málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Íþrótta- og tómstundanefnd bókaði að hún fagnaði umræðunni um bætta aðstöðu fyrir mótorsport en telur að svæði við Kofra sé ekki ákjósanlegur kostur vegna nálægðar við íbúðarhverfi. Málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar frumkvæðinu og bendir á að svona erindi ættu að fara í gegnum HSV.
8.Frisbígolfvöllur - 2022080054
Á 242. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, þann 21. júní 2023, var lagt fram erindi frá Hákoni Guðjónssyni, f.h. frisbígolffélagsins Nökkva, dags. 20. maí 2023 varðandi aðstöðu til að stunda frisbígolf á Ísafirði.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram í samvinnu við Nökkva.
9.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 67 - 2306014F
Lögð fram fundargerð 67. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem var haldinn 30. júní 2023.
Lagt fram til kynningar.
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 67 Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 67 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 67 Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Takmarkað byggingarleyfi er veitt fyrir verkhlutum tengdum sökkli og lögnum. Vinna tengd öðrum verkhlutum er ekki heimil.
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 67 Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Takmarkað byggingarleyfi er veitt fyrir verkhlutum tengdum sökkli og burðarvirki timburs með fyrirvara um skráningu iðnmeistara. Vinna tengd öðrum verkhlutum er ekki heimil.
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 67 Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 67 Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um uppfærða aðaluppdrætti hönnuðar m.v í skoðunarskýrslu.
Umsóknin samræmist að öðru leiti lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 67 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fundi slitið - kl. 11:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Nefndin bendir á að framkvæmdasvæðið er í þéttri byggð sem og allar aðkomuleiðir. Því þarf sérstaklega að gæta að loftgæðum og mögulegri rykmyndun á framkvæmdatíma. Eins er lögð áhersla á takmörkun umferðarhraða og frágangs farms.