Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
67. fundur 30. júní 2023 kl. 08:00 - 16:00 í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Aðalgata 18 - Flokkur 2, - 2023050095

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 66. þann 15.06.2023 og var því frestað. Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Verkís
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2.Austurvegur 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2023060093

Lögð er fram umsókn KSK eigna svf. vegna breytinga á innra rými fasteignarinnar. Til stendur að innrétta apótek á jarðhæð hússins.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Gláma-Kím ásamt samantekt brunavarna frá Örugg verkfræðistofu.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vallargata 25 - Flokkur 2, - 2023060064

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 66, þann 15.06.2023 var erindið tekið fyrir og voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols ásamt séruppráttum hita-, frárennslis- og neysluvatnslagna frá SGhús.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Takmarkað byggingarleyfi er veitt fyrir verkhlutum tengdum sökkli og lögnum. Vinna tengd öðrum verkhlutum er ekki heimil.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Aðalgata 21 - Flokkur 2, - 2023050088

Erindið var tekið fyrir á 66.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15.06.2023 og voru byggingaráform samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lögð fram umsögn Minjastofnunar vegna framkvæmdanna.
Séruppdrættir burðarþols sökkuls og timburvirkis frá VSB.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Takmarkað byggingarleyfi er veitt fyrir verkhlutum tengdum sökkli og burðarvirki timburs með fyrirvara um skráningu iðnmeistara. Vinna tengd öðrum verkhlutum er ekki heimil.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Eyrargata 11 - Flokkur 2, - 2023060142

Lögð er fram umsókn Einars Ólafssonar f.h Nostalgíu ehf. vegna byggingu einbýlishúss á lóðinni.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Arkiteo
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Tungubraut 10 - Flokkur 2, - 2023060147

Lögð er fram umsókn Jóns Grétars Magnússonar f.h Tvísteina ehf. vegna byggingar raðhúss á lóðunum.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum ásamt skráningartöflum.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um uppfærða aðaluppdrætti hönnuðar m.v í skoðunarskýrslu.
Umsóknin samræmist að öðru leiti lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laugar 141250 - Flokkur 2, - 2023050094

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 66. þann 15.06.2023 og voru byggingaráform samþykkt með fyrirvara um uppfærða aðaluppdrætti.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Verkís.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?