Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
595. fundur 27. október 2022 kl. 10:30 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Dagverðardalur 2 - Ósk um stækkun lóðar - 2021080022

Lagður fram tölvupóstur frá Kristjáni G. Jóhannssyni dags. 12. ágúst 2022, eiganda sumarhúss við Dagverðardal 2 á Ísafirði, þar sem er óskað eftir stækkun lóðar um 171 fm. Einnig lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 4. ágúst 2022 eftir stækkun þar sem lóðin verður samtals 911 fm.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðarinnar Dagverðardals 2 í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar.

2.Fjarðarstræti 15, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamningsgerð - 2022100023

Lögð fram umsókn um gerð lóðarleigusamnings dags. 27. september 2022, frá Guðríði Ingunni Kristjánsdóttur vegna Fjarðarstrætis 15 á Ísafirði. Einnig lagt fram mæliblað tæknideildar frá 7. október 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Fjarðarstræti 15 á Ísafirði.

3.Aðalstræti 46, Þingeyri. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2022100031

Lögð fram umsókn um lóðarleigusamning dags. 10 október 2022 frá Brynjari Gunnarssyni f.h. dánarbús Soffíu Einarsdóttur fyrir fasteignina við Aðalstræti 46 á Þingeyri. Einnig lagt fram mæliblað tæknideildar frá 11. október 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Aðalstræti 46 á Þingeyri, í samræmi við deiliskipulag Þingeyrar.

4.Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á F37 -Stekkjarlæksbakkar - 2022050043

Lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar eftir auglýsingu tillögu skv. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010 vegna deiliskipulagstillögu í landi Hóls í Firði, Stekkjarlæksbakka, í Önundarfiði. Einnig lagt fram erindi M11 arkitekta vegna umsagnar Umhverfisstofnunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur ekki undir afstöðu Umhverfisstofnunar um að reiturinn sé að vernduðu svæði líkt og vísað er til í athugasemd stofnunarinnar, enda liggur fyrir að um ræktað land er að ræða. Nefndin tekur undir svarbréf M11 arkitekta vegna umsagnar Umhverfisstofnunar.

Skipulags- og mannvirkjarnefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framlagða tillögu að deiliskipulagi Stekkjarlæksbakka.

5.Strandgata 3b, Hnífsdal. Fyrirspurn um stækkun lóðar - 2022100080

Lagt fram erindi frá Einari B. Sveinbjarnarsyni f.h. S38 invest ehf., þingl. eigendum Strandgötu 3b í Hnífsdal, þar sem er óskað eftir stækkun á lóð um 101 fm, s.s. 6 m til vesturs og um 1,7 m í suður. Núverandi lóð er 151 fm en eftir stækkun yrði lóðin 252 fm.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðarinnar Strandgötu 3b í Hnífsdal.

6.Deiliskipulag við Hlíðargötu á Þingeyri - 2021100054

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi Hlíðargötu á Þingeyri. Skipulagið er unnið af Verkís og er samræmi við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi við Hlíðargötu á Þingeyri verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

7.Dagverðardalur - stækkun lóðar - 2022100111

Lögð fram umsókn Jóhönnu Oddssdóttur um stækkun lóðarinnar Dagverðardals 11 í Skutulsfirði. Umsækjandi óskar eftir að lóðin stækki um 5 metra til norðausturs.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir hnitsettum uppdrætti.
Fylgiskjöl:

8.Umsókn um lóðarleigusamning - 2022100108

Lögð fram umsókn Stúdentagarða Háskólasetursins um lóðarleigusamnning við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 20. október 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings í samræmi við mæliblað tæknideildar.

9.Framleiðsluaukning í Önundarfirði - 2022100107

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 24. október, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um fyrirætlanir ÍS 47 ehf. um framleiðsluaukningu í fiskeldi fyrirtækisins í Önundarfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum í tilkynningu framkvæmdaraðila. Nefndin bendir hins vegar á að við ákvörðun um umhverfismat þurfi að taka tillit til samlegðaráhrifa með öðrum áformum framkvæmdaraðila í Önundarfirði. Framkvæmdin fellur ekki undir viðauka A í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og nefndin bendir á að það er Skipulagsstofnunar að taka ákvörðun um umhverfismatsskyldu sem framkvæmd í flokki B.

10.Færsla eldissvæðis - 2022100105

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 24. október, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um fyrirætlanir ÍS 47 ehf. um færslu á eldissvæði fyrirtækisins í Önundarfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum í tilkynningu framkvæmdaraðila. Nefndin bendir hins vegar á að við ákvörðun um umhverfismat þurfi að taka tillit til samlegðaráhrifa með öðrum áformum framkvæmdaraðila í Önundarfirði.

11.Tilkynning um tegundabreytingu - 2022100106

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 24. október, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um fyrirætlanir ÍS 47 ehf. er varðar tegundabreytingu í fiskeldi fyrirtækisins í Önundarfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum í tilkynningu framkvæmdaraðila. Nefndin bendir hins vegar á að við ákvörðun um umhverfismat þurfi að taka tillit til samlegðaráhrifa með öðrum áformum framkvæmdaraðila í Önundarfirði.

12.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Lagt fram til kynningar minnisblað Verkís, dagsett 21. október, með samantekt á frumathugun á jarðvegsrannsókn vegna ofanflóðavarna ofan Flateyrar.
Lagt fram til kynningar.

13.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 59 - 2210017F

Lagt fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar fundargerð 59. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?