Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagverðardalur 2 - Ósk um stækkun lóðar - 2021080022
Lagður fram tölvupóstur frá Kristjáni G. Jóhannssyni dags. 12. ágúst 2022, eiganda sumarhúss við Dagverðardal 2 á Ísafirði, þar sem er óskað eftir stækkun lóðar um 171 fm. Einnig lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 4. ágúst 2022 eftir stækkun þar sem lóðin verður samtals 911 fm.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðarinnar Dagverðardals 2 í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar.
2.Fjarðarstræti 15, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamningsgerð - 2022100023
Lögð fram umsókn um gerð lóðarleigusamnings dags. 27. september 2022, frá Guðríði Ingunni Kristjánsdóttur vegna Fjarðarstrætis 15 á Ísafirði. Einnig lagt fram mæliblað tæknideildar frá 7. október 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Fjarðarstræti 15 á Ísafirði.
3.Aðalstræti 46, Þingeyri. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2022100031
Lögð fram umsókn um lóðarleigusamning dags. 10 október 2022 frá Brynjari Gunnarssyni f.h. dánarbús Soffíu Einarsdóttur fyrir fasteignina við Aðalstræti 46 á Þingeyri. Einnig lagt fram mæliblað tæknideildar frá 11. október 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Aðalstræti 46 á Þingeyri, í samræmi við deiliskipulag Þingeyrar.
4.Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á F37 -Stekkjarlæksbakkar - 2022050043
Lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar eftir auglýsingu tillögu skv. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010 vegna deiliskipulagstillögu í landi Hóls í Firði, Stekkjarlæksbakka, í Önundarfiði. Einnig lagt fram erindi M11 arkitekta vegna umsagnar Umhverfisstofnunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur ekki undir afstöðu Umhverfisstofnunar um að reiturinn sé að vernduðu svæði líkt og vísað er til í athugasemd stofnunarinnar, enda liggur fyrir að um ræktað land er að ræða. Nefndin tekur undir svarbréf M11 arkitekta vegna umsagnar Umhverfisstofnunar.
Skipulags- og mannvirkjarnefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framlagða tillögu að deiliskipulagi Stekkjarlæksbakka.
Skipulags- og mannvirkjarnefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framlagða tillögu að deiliskipulagi Stekkjarlæksbakka.
5.Strandgata 3b, Hnífsdal. Fyrirspurn um stækkun lóðar - 2022100080
Lagt fram erindi frá Einari B. Sveinbjarnarsyni f.h. S38 invest ehf., þingl. eigendum Strandgötu 3b í Hnífsdal, þar sem er óskað eftir stækkun á lóð um 101 fm, s.s. 6 m til vesturs og um 1,7 m í suður. Núverandi lóð er 151 fm en eftir stækkun yrði lóðin 252 fm.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðarinnar Strandgötu 3b í Hnífsdal.
6.Deiliskipulag við Hlíðargötu á Þingeyri - 2021100054
Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi Hlíðargötu á Þingeyri. Skipulagið er unnið af Verkís og er samræmi við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi við Hlíðargötu á Þingeyri verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
7.Dagverðardalur - stækkun lóðar - 2022100111
Lögð fram umsókn Jóhönnu Oddssdóttur um stækkun lóðarinnar Dagverðardals 11 í Skutulsfirði. Umsækjandi óskar eftir að lóðin stækki um 5 metra til norðausturs.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir hnitsettum uppdrætti.
8.Umsókn um lóðarleigusamning - 2022100108
Lögð fram umsókn Stúdentagarða Háskólasetursins um lóðarleigusamnning við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 20. október 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings í samræmi við mæliblað tæknideildar.
9.Framleiðsluaukning í Önundarfirði - 2022100107
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 24. október, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um fyrirætlanir ÍS 47 ehf. um framleiðsluaukningu í fiskeldi fyrirtækisins í Önundarfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum í tilkynningu framkvæmdaraðila. Nefndin bendir hins vegar á að við ákvörðun um umhverfismat þurfi að taka tillit til samlegðaráhrifa með öðrum áformum framkvæmdaraðila í Önundarfirði. Framkvæmdin fellur ekki undir viðauka A í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og nefndin bendir á að það er Skipulagsstofnunar að taka ákvörðun um umhverfismatsskyldu sem framkvæmd í flokki B.
10.Færsla eldissvæðis - 2022100105
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 24. október, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um fyrirætlanir ÍS 47 ehf. um færslu á eldissvæði fyrirtækisins í Önundarfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum í tilkynningu framkvæmdaraðila. Nefndin bendir hins vegar á að við ákvörðun um umhverfismat þurfi að taka tillit til samlegðaráhrifa með öðrum áformum framkvæmdaraðila í Önundarfirði.
11.Tilkynning um tegundabreytingu - 2022100106
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 24. október, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um fyrirætlanir ÍS 47 ehf. er varðar tegundabreytingu í fiskeldi fyrirtækisins í Önundarfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum í tilkynningu framkvæmdaraðila. Nefndin bendir hins vegar á að við ákvörðun um umhverfismat þurfi að taka tillit til samlegðaráhrifa með öðrum áformum framkvæmdaraðila í Önundarfirði.
12.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037
Lagt fram til kynningar minnisblað Verkís, dagsett 21. október, með samantekt á frumathugun á jarðvegsrannsókn vegna ofanflóðavarna ofan Flateyrar.
Lagt fram til kynningar.
13.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 59 - 2210017F
Lagt fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar fundargerð 59. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 59 Erindi hafnað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 59 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Óskað er eftir eftir undirrituðum aðaluppdráttum hönnuðar ásamt uppfærðri greinargerð brunahönnuðar.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 59 Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 59 Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 59 Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 59 Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 59 Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 59 Erindi samþykkt.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?