Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
553. fundur 10. febrúar 2021 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson formaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Magni Hreinn Jónsson varamaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Hrund Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Ásýnd miðbæjar - Framkvæmdaáætlun 2021 - 2021020051

Ásýnd miðbæjar - lögð fram frumdrög dags. 8. febrúar 2021 frá Verkís að breytingu ásýndar miðbæjar, um er að ræða bætt gangstéttarkerfi og gatnakerfi frá Silfurtorgi að Edinborg.

Helstu áherslur eru að gatan fái fallegan heildarsvip, endurspegli forgang óvarinnar umferðar. Að starfsemi í byggingum við Aðalstræti verði styrkt m.a. með möguleikum til færa starfsemi út í götuna á góðviðrisdögum. Gönguleið endurbætt með bætt aðgengi í huga.
Lagt fram til kynningar.

2.Dýrafjörður virkjanir Botnsvirkjun Hvallátursvirkjun - 2021020045

Verkís ehf. fyrir hönd landeigenda Botns og Dranga í Dýrafirði óskar eftir heimild til að vinna tillögu að
deiliskipulagi fyrir tvær virkjanir, Botnsvirkjun og Hvallátursvirkjun. Unnin verða deiliskipulög fyrir hvora virkjun fyrir sig, í samræmi við meðfylgjandi skipulags- og matslýsingar og skipulagslög nr. 123/2010. Jafnframt er óskað eftir að ofangreind áform verði tekin til skoðunar við endurskoðun aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnslu á deiliskipulagi Botnsvirkjunar og Hvallátursvirkjunnar skv. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin bendir þó á að svæðið er undir friðlýsingu frá Náttúrufræðistofnun Íslands sem og hverfisvernd í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar og því er ekki samræmi milli áforma og aðalskipulags.
Beiðninni um breytingu á aðalskipulagi er vísað inn í vinnu við endurskoðun aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.

3.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar hvort að og á hvaða forsendum, framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum með tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, vegna uppsetningu á kláfi í hlíðum Eyrarfjalls, Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn og svara Skipulagsstofnun.

4.Hóll á Hvilftarströnd - vatnsveita - 2021020049

Birkir Þór Guðmundsson og Kristín Björg Albertsdóttir, eigendur að Hóli Hvilftarströnd, óska eftir að umsögn bæjarstjórnar um að skilyrði 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 180/2016 séu uppfyllt.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn og leggja fyrir bæjarstjórn.

5.Heiðarbraut 15 (Hvammur)_Umsókn um byggingarleyfi - 2021010115

Kjartan Árnason sækir um byggingarleyfi f.h Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur v. viðbyggingar á húsnæði sem og breytinga á núverandi útliti húss.
Fylgigögn eru aðaluppdráttur frá Kjartani Árnasyni dags. 21. desember 2020, byggingarleyfisumókn dags. 21. desember 2020, greinargerðir hönnuðar og gátlistar uppdrátta.

Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Erindi er vísað til skipulags-og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1 í skipulagsreglugerð 90/2013
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Veðurstofu á þessum framkvæmdum.

6.Aðalstræti 29, umsókn um byggingarleyfi - 2021010135

Hanna Ástvaldsdóttir og Þór Gunnarsson sækja um byggingarleyfi v. byggingu frístundahúss sem og flutning á bílskúr innan lóðarmarka.
Fylgigögn eru aðaluppdrættir dags. 27. mars 2006 og byggingarleyfisumsókn, ódagsett.

Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Erindi er vísað til Skipulags-og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1 í skipulagsreglugerð 90/2013
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að ekki er hægt að sækja um byggingu frístundahúss á íbúðahúsasvæði. Umsækjandi verður að gæta samræmis við aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.

7.Skíðheimar, Seljalandsdal. Umsókn um lóðarleigusamning - 2021020024

Örn Ingólfsson hjá Hollvinafélagi Skíðheima, sækir um gerð lóðarleigusamnings fyrir Skíðheima L173066. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 3.febrúar, 2021 og mæliblað tæknideildar dags. 5.febrúar, 2021.
Forsvarsmaður þinglýstar eignar þarf að sækja um lóðaleigusamning.
Daníel Jakobsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

8.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103

Álit Skipulagsstofnunar vegna framkvæmdar skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.

9.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á frummatsskýrlsu um dýpkun Sundabakka, Ísafirði, frá október 2020. Skilafrestur á umsögn var 15. desember 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við matsskýrslu um dýpkun Sundabakka, Ísafirði frá október 2020.

10.Staðfesting landamerkja - 2021020013

Óskað er eftir að skipulagsnefnd staðfesti landamerki Kirkjubóls í Korpudal, Tanness, Betaníu, Mosvalla, Kirkjubóls í Bjarnadal, Vífilsmýri, Seljalands, Veðrár 2, Veðrár-innri.
Meðfylgjandi eru staðfestar yfirlýsingar allra landeigenda á hnitsettum landamörkum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta landamerki ofantalinna jarða.

11.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 39 - 2101025F

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?