Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
552. fundur 27. janúar 2021 kl. 08:15 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar H. Sigurjónsdóttur, f.h. atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 21. jan. 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.

Umsagnarfrestur er til og með 10. febrúar nk.

Á 1138. fundi bæjarráðs, dags. 25. janúar 2021, var málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Deiliskipulag í Dagverðardal - 2008060063

Lagðar fram tvær tillögur vegna deiliskipulagsvinnu í Dagverðardal undir frístundahús, unnið af Verkís í janúar 2021.
Lagt fram til kynningar. Nefndin vísar málinu til frekari vinnslu hjá skipulagsfulltrúa.

3.Viðbragðsáætlun vegna elds - 2020050088

Lögð fram drög að viðbragðsáætlun Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar vegna gróðurelda í Tunguskógi, frá Sigurði Arnari Jónssyni, slökkviliðsstjóra, dagsett í júní 2020.
Lagt fram til kynningar.

4.Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040

Lögð fram fyrirspurn um matsskyldu frá Verkís þar sem óskað er eftir mati nefndarinnar á því hvort fyrirhuguð framkvæmd við landfyllingu við Brjótinn á Suðureyri sé háð mati á umhverfisáhrifum.
Fylgigögn eru:
Landfylling við Brjótinn á Suðureyri. Skýrsla Verkís ehf. dags. janúar 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að framkvæmdin falli undir B flokk, með vísan í tölulið 2.03 í viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

5.Örlaganótt Flateyri - notkun á lóð og svæði - 2021010062

Lagt fram erindi Helenu Jónsdóttur, verkefnastjóra á Flateyri, f.h. Jóhönnu Kristjánsdóttur og Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, dags. 13. janúar 2021, þar sem óskað er eftir vilyrði sveitarfélagsins fyrir notkun á lóðinni við Unnarstíg 1 á Flateyri, og svæði í kringum hana, þar sem fyrirhugað er að setja upp upplifunar- og margmiðlunarsýningu um nóttina örlagaríku árið 1995, þegar snjóflóð féll á íbúðarhúsið sem stóð við Unnarstíg 1, en verkefnið hefur hlotið styrk til fyrsta þáttar verksins.

Á 1137. fundi bæjarráðs, þann 18. janúar 2021, vísaði bæjarráð málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í erindið og óskar eftir að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram.

6.Sundstræti 36, eignarland og lóðarmál - 2020100045

Lagður er fram deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð, unnið af Verkís ehf, dags. 19. nóv. 2020. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar á Ísafirði, dags. 16. okt. 1997, og felur í sér uppskiptingu eignalóðar við Sundstræti 36 og afmörkun á leigulóð Ísafjarðarbæjar undir bílastæði tengt starfsemi í húsi Kerecis, Sundstræti 36.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.

7.Stefnisgata 4. Umsókn um lóð fyrir fiskhjall á atvinnuhúsasvæði - 2019110025

Á 545. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 14. október 2020, lagði nefndin til við bæjarstjórn að samþykkja að umsækjandi fái lóð undir fiskþurrkunarhjall að Stefnisgötu 4, Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Erindinu var vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar af 464. fundi bæjarstjórnar þann 5. nóvember 2020.
Með vísan í aðalskipulag og minnisblað leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að umsækjandi fái lóð undir fiskþurrkunarhjall að Stefnisgötu 4, Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

8.Hafnarbakki 1, Flateyri. Umsókn um lóð fyrir atvinnuhús - 2021010106

Valdimar Jónsson fh. Hjálms fasteigna ehf. sækir um lóðina Hafnarbakka 1, Flateyri undir fyrirhugað atvinnuhús. Fylgiskjöl eru:
Undirrituð umsókn dags. 22. jan. 2021.
Mæliblað tæknideildar frá 21. jan. 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Valdimar Jónsson f.h. Hjálms fasteigna ehf. fái lóð að Hafnarbakka 1, Flateyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur út gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

9.Suðurtangi 7 - lóðamörk - 2021010063

Rörás ehf, kt. 6602100400, óskar eftir staðfestingu á lóðamörkum fyrir Suðurtanga 7. Málið var tekið fyrir á 77. fundi umhverfisnefndar 27. janúar 1999 en aldrei staðfest.
Fylgiskjöl eru uppdráttur dags. 12. jan. 1999 ásamt afriti af deiliskipulagi Suðurtanga frá 2014 þar sem merkt er inn núverandi samþykkt lóðamörk.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

10.Hafnarstræti 6 á Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021010031

Eggert Þór Kristófersson f.h. Festar ehf. sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina F211-9630, Hafnarstræti 6 á Ísafirði. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 10. des. 2020 og mæliblað tæknideildar dags. 8. jan. 2021. Erindi var frestað á 551. fundi í skipulags-og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Hafnarstræti 6, Ísafirði, með kvöð um gönguleið í gegnum undirgöng og lóð.

11.Vallargata 5, Flateyri - Umsókn/sameining lóða - 2016110027

Lagt fram nýtt mæliblað fyrir Vallargötu 5 á Flateyri eftir að deiliskipulagsbreyting vegna sameiningar lóðanna Vallargötu 3b og Vallargötu 5 var samþykkt á 459. fundi bæjarstjórnar þann 18. júní 2020.
Fylgiskjöl er mæliblað Tæknideildar frá 8. janúar 2021 og drög að lóðarleigusamningi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Vallargötu 5, Flateyri.

12.Vallargata 31, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021010091

Ragnheiður Halla Ingadóttir og Ólafur Kristján Skúlason, eigendur fasteignarinnar að Vallargötu 31 á Þingeyri, sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi.
Fylgigögn eru:
Undirrituð umsókn dags. 20.01.2021
Mæliblað Tæknideildar frá 25.01.2021
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Vallargötu 31, Þingeyri.

13.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 35 - 2009009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 35. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem fram fór þann 11. september 2020.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 35 Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 527 fól skipulags- og mannvirkjanefnd byggingarfulltrúa að vinna byggingarleyfisumsókn áfram. Með hliðsjón af framlögðum gögnum hefur umsókn um byggingarleyfi verið yfirfarin og samræmist hún gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð og eru byggingaráform samþykkt.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 35 Erindi frestað, með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 35 Erindi frestað, með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 35 Erindi frestað, með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu.

  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 35 Byggingaráform samræmast ekki deiliskipulagi, byggingarfulltrúi vísar erindi inn til skipulags- og mannvirkjanefndar. Lóðirnar við Skólagötu 10 og A-Götu 1, eru skilgreindar sem íbúðarhúsalóðir og en ekki undir hafnsækinn iðnað og- eða blandaða starfsemi.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 35 Byggingaráform samræmast ekki deiliskipulagi, byggingarfulltrúi vísar erindi inn til skipulags- og mannvirkjanefndar. Lóðirnar við Skólagötu 10 og A-Götu 1, eru skilgreindar sem íbúðarhúsalóðir og en ekki undir hafnsækinn iðnað og- eða blandaða starfsemi.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 35 Erindi er frestað með vísan í gr. 4.3.9 í byggingarreglugerð og athugasemda byggingarfulltrúa.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 35 Byggingaráform samþykkt, umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012 m/síðar breytingum. Viðbyggingin fellur undir gr. 2.3.5 í reglugerð. Skila þarf inn undirrituðum uppdráttum.
  • 13.9 2020060112 Tungubraut 2-8 og 10-16
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 35 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði gr. 2.4.4. sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 35 Byggingaráform samþykkt með vísan í gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð, skila þarf inn undirrtitðum uppdrætti frá löggiltum hönnuði.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 35 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 35 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

14.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 36 - 2010006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 36. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem fram fór þann 6. október 2020.
  • 14.1 2020060112 Tungubraut 2-8
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 36 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012

15.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37 - 2010032F

Lögð fram til kynningar fundargerð 37. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem fram fór þann 19. nóvember 2020.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012
    Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37 Með hliðsjón af framlögðum gögnum hefur umsókn um byggingarleyfi verið yfirfarin og samræmist framkvæmdin gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar og eru byggingaráform samþykkt. Leyfi til framkvæmda verður veitt er borist hefur staðfesting burðarþolsfræðings fyrir áformum sem og skriflegt samþykki þinglýsts eiganda Urðarvegar 53.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37 Með hliðsjón af framlögðum gögnum hefur umsókn um byggingarleyfi verið yfirfarin og samræmist framkvæmdin gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar og eru byggingaráform samþykkt.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37 Byggingaráform er snúa að viðbyggingar og byggingar sólstofu eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012
    Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
    Byggingaráform er snúa að skjólvegg eru undanskilin samþykki þessu með vísan í bókun Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 540.fundi sömu nefndar þann 31.júlí 2020.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37 Erindi frestað, með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37 Erindi frestað, með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið þegar skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt ásamt skriflegu samþykki þinglýsts eiganda Hlíðarvegar 2. fyrir framkvæmdunum.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37 Byggingaráform er tengjast bílskúr og tengibyggingu eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um byggingarreglugerð 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
    Byggingaráform er tengjast útitröppum. Byggingaráform eru samþykkt með vísan í gr.2.3.5 í byggingarreglugerð 112/2012
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37 Erindi frestað, með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 37 Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu

16.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 38 - 2101013F

Lögð fram til kynningar fundargerð 38. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem fram fór þann 15. janúar 2021.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 38 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012
    Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt sem og ábendingum byggingarfulltrúa
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 38 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
    Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 38 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012
    Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 38 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012
    Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 38 Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 38 Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?