Bæjarráð - 723. fundur - 31. október 2011
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Félagsmálanefnd 26/10. 361. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 26/10. 361. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Minnisblað bæjarritara. - Samkomulag um samstarfsverkefni í öldrunarmálum í Ísafjarðarbæ. 2008-06-0016.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 27. október sl., er varðar breytingar á texta samkomulags um samstarfsverkefni í öldrunarmálum í Ísafjarðarbæ. Samkomulagið var áður lagt fyrir bæjarráð þann 24. október sl. og þar gerðar athugasemdir við síðustu málsgrein 5. liðar, sem nú hefur verið breytt.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulagið þannig breytt verði samþykkt.
3. Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ. 2011-03-0098.
Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 24. október sl. Í bréfinu gerir Jóhann Birkir grein fyrir þeirri reynslu, sem komin er, eftir breytingar sem gerðar voru á skipulagi almenningssamgangna í Ísafjarðarbæ eftir mitt sl. sumar. Fram kemur í bréfinu að gera þurfi smávægilegar breytingar til hagræðingar fyrir notendur. Bréfinu fylgja tillögur að breyttri tímatöflu ofl.
Jafnframt er lagt fram bréf frá F&S hópferðabílum, ódagsett, er afhent var Jóhanni Birki og fjallar um þetta sama mál, almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.
Undir þessum lið dagskrár eru mætt til fundar við bæjarráð Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs og eigendur F&S hópferðabíla þau Sigríður Helgadóttir og Friðfinnur Sigurðsson.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, að ganga frá samkomulagi um breytingar á samningi við verktaka, í samræmi við umræður í bæjarráði.
4. Minnisblað bæjarritara. - Samningur um vátryggingaviðskipti við Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 2006-09-0103.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 27. október sl., þar sem gerð er grein fyrir að samningur um vátryggingaviðskipti við Sjóvá-Almennar tryggingar hf., sem gerður var í mars 2008, rennur út þann 31. desember n.k. samkvæmt 11. grein samningsins.
Bæjarráð samþykkir að tryggingar Ísafjarðarbæjar verði boðnar út að nýju og bæjarstjóra falið að vinna að málinu.
5. Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. - Byggðakvóti 2011/2012. 2011-10-0008.
Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dagsett 26. október sl., þar sem auglýst er eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiárið 2011/2012. Skilafrestur umsókna er til 9. nóvember 2011.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir Ísafjarðarbæ.
6. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. - Ágóðahlutagreiðslur. 2011-07-0041.
Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 20. október sl., þar sem fjallað er um niðurstöður aðalfundar fulltrúaráðs EBÍ, en þar var samþykkt tillaga um, að greiða ekki út ágóðahlut til aðildarsveitarfélaga vegna ársins 2011.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf Umhverfisstofnunar tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd. 2011-10-0066.
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 21. október sl., er varðar tilnefningar fulltrúa í vatnasvæðanefnd. Í bréfinu er óskað tilnefningar fulltrúa Ísafjarðarbæjar í vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 1 og vísað er í 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála. Tilnefning þarf að berast Umhverfisstofnun eigi síðar en 1. desember 2011.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til afgreiðslu.
8. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs. 2011-05-0037.
Lagt fram bréf Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er varðar Fasteignasjóð Jöfnunar-sjóðsins og húseignirnar Sindragötu 4 og Fífutungu 6, Ísafirði. Ísafjarðarbær hafði í bréfi til ráðgjafanefndar Fasteignasjóðs þann 7. september sl., óskað eftir fresti til að svara hvort Ísafjarðarbær muni nýta sér fasteignina Fífutungu 6, Ísafirði.
Ráðgjafanefndin hefur samþykkt frest til 28. nóvember næstkomandi til að svara nefndinni.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd.
9. Bréf Orkustofnunar. - Árlegar upplýsingar um nýtingu grunnvatns og yfirborðsvatns hjá vatnsveitum. 2011-10-0085.
Lagt fram bréf frá Orkustofnun dagsett 20. október sl., er varðar árlegar upplýsingar um nýtingu grunnvatns og yfirborðsvatns hjá vatnsveitum. Í bréfinu kemur m.a. fram, að samkvæmt þeim upplýsingum er Orkustofnun hefur eru eftirtalin vatnstökusvæði á vegum Vatnsveitu Ísafjarðar.
Lind í jarðgöngum: Ísafjörður og Hnífsdalur.
Skriða í Klofningsdal, Önundarfirði: Flateyri.
Sunddalur í Súgandafirði: Suðureyri.
Hvammsland í Dýrafirði: Þingeyri.
Í bréfinu er m.a. ókað eftir staðfestingum á hvort framangreindar upplýsingar séru réttar.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
10. Bréf Kristjáns Ólafssonar, Ísafirði. - Reiðvegur í Engidal, Skutulsfirði. 2011-09-0072.
Lagt fram bréf Kristjáns Ólafssonar, Ísafirði, dagsett 20. október sl., er varðar fyrirhugaðar framkvæmdir á reiðvegi í Engidal, Skutulsfirði og rökstudd mótmæli hans við framkvæmdinni.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til meðferðar.
11. Bréf umhverfisráðuneytis. - Frumvarp til breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum. 2011-10-0071.
Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 20. október sl., er varðar frumvarp til breytinga á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið óskar eftir athugasemdum við frumvarpsdrögin og að þær berist ráðuneytinu eigi síðar en 9. nóvember n.k. Drögin að frumvarpinu má nálgast á heimasíðu ráðuneytisins.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til meðferðar.
12. Afrit af bréfi Framfarar styrktarsjóðs skíðamanna á Ísafirði. - Umsókn um lóð á Dagverðardal, Skutulsfirði. 2011-10-0072.
Lagt fram afrit af bréfi Framfarar styrktarsjóðs skíðamanna á Ísafirði, dagsett 17. október sl., stílað á umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar. Í bréfinu er sótt um lóð í Dagverðardal í Skutulsfirði fyrir heilsárshús.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til meðferðar.
Bæjarráð vill benda á að lausar lóðir í Ísafjarðarbæ hafa nú verið settar til kynninga á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.
13. Bréf Samtaka um kvennaathvarf. - Umsókn um rekstrarstyrk 2012. 2011-05-0042.
Lagt fram bréf frá Samtökum um kvennaathvarf dagsett í október 2011, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk vegna ársins 2012, að upphæð kr. 300.000.-.
Bæjarráð óskar umsagnar félagsmálanefndar um erindið.
14. Minnisblað bæjarritara. - Ráðning afleysingafólks á leikskólanum Sólborg.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 28. október sl., er varðar erindi um ráðningu afleysingafólks á leikskólann Sólborg, erindi er tekið var fyrir á 722. fundi bæjarráðs og frestað þá og beðið um frekari upplýsingar.
Í þessari viku hefur komið í ljós, að þjónustuþyngd á leikskólanum er að minnka og ekki talin þörf á ráðningu til afleysinga að sinni.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:35.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Albertína F. Elíasdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.