Bæjarráð - 694. fundur - 30. mars 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Félagsmálanefnd 22/3.  354. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            Formaður bæjarráðs lét bóka eftirfarandi undir 6. lið fundargerðarinnar.

            ,,Í málefnasamningi B-lista og D-lista kemur fram að innleiða beri ákvæði Evrópusáttmála um jafnrétti kvenna og     karla í jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar.“

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

           

            Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 16/3.  12. fundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Sorpurðun Vesturlands - Ísafjarðarbær.  Samningur um urðun úrgangs.  2011-01-0069. 

                        Lagður fram óundirritaður samningur á milli Sorpurðunar Vesturlands hf. og Ísafjarðarbæjar, um urðun úrgangs á urðunarstað SV í landi Fíflholta á Mýrum, Borgarbyggð.  Gildistími samnings er til ársloka 2012 og framlengist um eitt ár í senn verði honum ekki sagt upp fyrir þann tíma.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Sorpurðun Vesturlands verði samþykktur.

 

3.         Bréf  bæjartæknifræðings. - Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.

            2011-03-0098.

            Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 22. mars sl., er varðar endurskoðun á almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ.  Samningur við núverandi verktaka rennur út frá og með 1. júní 2011. 

            Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn íbúasamtaka í Ísafjarðarbæ, um fyrirhugaðar breytingar á almenningssamgöngum. Jafnframt óskar bæjarráð eftir umsögn fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar um ferðir er tengjast   skólaakstri. 

 

4.         Bréf ríkisskattstjóra. - Staðfesting á útsvarsprósentu tekjuárið 2010.

            2011-03-0118.

            Lagt fram bréf ríkisskattstjóra dagsett 23. mars sl., er varðar staðfestingu á útsvarsprósentu við álagningu 2011 á tekjur ársins 2010.  Óskað er eftir skriflegri staðfestingu sveitarfélags.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfi ríkisskattsjóra.

 

 

 

5.         Bréf Landsnets. - Kerfisáætlun 2010. - Orkujöfnuður 2013. -

             Afljöfnuður 2013/2014.  2011-03-0120.

            Lagt fram bréf frá Þórði Guðmundssyni, forstjóra Landsnets, dagsett 21. mars sl., ásamt kerfisáætlun ársins 2010, sem nær til næstu fimm ára það er 2011-2015.  Kerfis- áætlunina má nálgast á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. 

            Lagt fram til kynningar.         

           

 6.        Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. - Aðalfundarboð vegna 2010.    2011-03-0123.

            Lagt fram bréf frá Sparisjóði Bolungarvíkur dagsett 18. mars sl., þar sem boðað er til aðalfundar Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir árið 2010 þann 8. apríl n.k. kl. 18:00.  Fundurinn er boðaður með dagskrá og verður haldinn í Ráðhússalnum að Aðalstræti 12, Bolungarvík. Aðalfundarboði fylgja tillögur um breytingar á samþykktum Sparisjóðs Bolungarvíkur.

            Bæjarráð felur Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, að mæta fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

 7.        Bréf umhverfisráðuneytisins. - Dagur umhverfisins 2011.     2011-03-0101.

            Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dagsett 14. mars sl., þar sem fram kemur að dagur umhverfisins verður haldinn þann 25. apríl n.k., en þann dag fæddis Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn.  Erindi bréfsins er að hvetja félög, skóla og sveitarfélög til að taka virkan þátt í degi umhverfisins.

            Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar og Skóla- og fjölskylduskrifstofu.  

 

8.         Bréf Markaðsstofu Vestfjarða. - Jákvæð sýn á Vestfirði. 2011-03-058.

            Lagt fram bréf Markaðsstofu Vestfjarða dagsett 4. mars sl., er varðar verkefnið  ,,Ímyndarherferð - Jákvæð sýn á Vestfirði“.  Erindið er sent sveitarfélögum á Vestfjörðum í framhaldi af fundi með framkvæmdastjórum þeirra er haldinn var þann 3. mars sl. Bréfinu fylgir kynning ásamt dæmum um hvað hægt er að gera með samstilltu átaki.

            Bæjarráð óskar eftir að verkefnið verði kynnt fyrir bæjarfulltrúum og felur bæjarstjóra að undirbúa það.     

 

9.         Iðnaðarnefnd Alþingis. - Umsögn um frumvarp til laga um ferðamálaáætlun

            2011-2020, 467. mál.

            Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 24. mars sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp iðnaðarnefndar Alþingis um ferðamálaáætlun 2011-2020, mál 467.  Þess er óskað að umsögn berist fyrir 4. apríl n.k. á netfangið nefndasvid@althingi.is og jafnframt óskað eftir að undirrituð umsögn verði send til skjalaskráningar hjá Nefndasviði Alþingis.

            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar atvinnumálanefndar.

 

10.       Bréf Jóns Svanbergs Hjartarsonar. - Dellusafnið á Flateyri.

            Lagt fram bréf frá Jóni Svanberg Hjartarsyni á Flateyri, dagsett 23. mars sl., þar sem hann ítrekar erindi sitt, um að fá aðstöðu fyrir svonefnt ,,Dellusafn“, í húsnæði Ísafjarðarbæjar, að Hafnarstræti 11 á Flateyri.

            Bæjarráð óskar eftir að lögð verði fram fjárhagsáætlun vegna starfseminnar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að móta samning um afnot Dellusafnsins af húsnæði Ísafjarðarbæjar að Hafnarstræti 11, Flateyri.

 

11.       Byggðakvóti Flateyrar fiskveiðiárið 2010/2011. 2010-10-0002.

            Lagðar fram upplýsingar um byggðakvóta til Flateyrar fyrir fiskveiðiárið 2010/2011.  Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafði á 291. fundi sínum óskað eftir að úthlutun á byggðakvóta til Flateyrar yrði frestað, vegna þess atvinnuástands er þá ríkti á Flateyri.

            Bæjarráð samþykkir, að c. liður 1. greinar reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011, falli niður hvað varðar úthlutun á byggðakvóta Flateyrar.  Að öðru leyti gildir samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 291. fundi þann 27. janúar sl., um úthlutun byggðakvóta.

           

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:25.

 

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                                         

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?