Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103
Lagður fram að nýju tölvupóstur Vigdísar Sigurðardóttur f.h. Matvælastofnunar, dags. 13. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir Arctic Sea Farm vegna sjókvíaeldis að Snæfjallaströnd, Ísafjarðardjúpi.
Einnig lagðar fram umsagnir frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Einnig lagðar fram umsagnir frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins út frá umhverfissjónarmiðum og vísar í starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 2015. Bæjarráð lýsir yfir undrun sinni á fyrirkomulagi leyfisveitinga í fiskeldi og bendir á þá staðreynd að hér er verið að veita umsögn vegna sex ára gamallar umsóknar, en samkvæmt gildandi lögum um fiskeldi skal samtímis veita umsækjanda starfsleyfi og rekstrarleyfi en svo virðist ekki vera í þessu tilfelli. Bæjarráð bendir á mikilvægi þess að málin fái hraða afgreiðslu og umsóknarferli verði einfaldað.
2.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072
Lagt fram bréf Vigdísar Sigurðardóttur f.h. Matvælastofnunar, dagsett 29. mars sl., ásamt fylgigögnum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna aukinnar framleiðslu Hábrúnar ehf. í Skutulsfirði. Umsagnarfrestur er til 26. apríl.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í hafnarstjórn, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.
3.Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038
Lögð fram til kynningar fundargerð 15. verkfundar, dagsett 22. mars 2019, vegna byggingaframkvæmda við Sindragötu 4A.
Lagt fram til kynningar.
4.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089
Lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur við SE Group, dagsettur 26. mars 2019, vegna hönnunar á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.
5.Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar - 2019010071
Lagt fram bréf frá Dís Sigurgeirsdóttur skrifstofustjóra hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar dags. 15. janúar sl., þar sem óskað er eftir samstarfi um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Einstaklingar með lögheimili í Ísafjarðarbæ hafa nýtt sér skýlin.
Jafnframt lögð fram drög að samningi um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir utangarðsfólk.
Velferðarnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum 21, mars sl og bókaði eftirfarandi:
Velferðarnefnd leggur áherslu á að komi til þess að einstaklingur með lögheimili í Ísafjarðarbæ nýti sér skýlin, verði velferðarsviði gert viðvart svo fljótt sem kostur er. Velferðarnefnd mun eftir sem áður vinna út frá þeirri grundvallar forsendu að einstaklingar með lögheimili í Ísafjarðarbæ nýti þá þjónustu sem býðst í heimabyggð. Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með samning um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki hann.
Jafnframt lögð fram drög að samningi um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir utangarðsfólk.
Velferðarnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum 21, mars sl og bókaði eftirfarandi:
Velferðarnefnd leggur áherslu á að komi til þess að einstaklingur með lögheimili í Ísafjarðarbæ nýti sér skýlin, verði velferðarsviði gert viðvart svo fljótt sem kostur er. Velferðarnefnd mun eftir sem áður vinna út frá þeirri grundvallar forsendu að einstaklingar með lögheimili í Ísafjarðarbæ nýti þá þjónustu sem býðst í heimabyggð. Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með samning um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki hann.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði samningur um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir utangarðsfólk.
6.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018/2019 - 2018100024
Lagður fram tölvupóstur Þorsteins Hilmarssonar f.h. Fiskistofu, dagsettur 26. mars sl., og tölvupóstur Hinriks Greipssonar f.h. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsettur 27. mars sl., vegna túlkunar á ákvæði í reglugerð um byggðakvóta.
Lagt fram til kynningar.
7.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018/2019 - 2018100024
Lagðir fram tveir tölvupóstar, annars vegar póstur Þorgils Þorgilssonar, dagsettur 27. mars sl., og hins vegar frá Jóni Jónssyni, dagsettur 22. mars sl., vegna úthlutunar byggðakvóta í Ísafjarðarbæ.
Bæjarstjóri hefur sent framangreint erindi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
8.Umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði 2017 - 2019 - 2017030091
Lögð fram tvö bréf Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunar Íslands, dagsett 19. mars sl., þar sem upplýst er um styrkúthlutanir úr húsafriðunarsjóði til Ísafjarðarbæjar. Styrkur að upphæð kr. 800.000,- verður veittur til tjörgunar utanhúss á Salthúsinu á Þingeyri, og að upphæð kr. 1.000.000,- til sérsmíði glugga á vesturgafl Faktorshússins Neðstakaupstað.
Lagt fram til kynningar.
9.Styrktarsjóður EBÍ 2018-2019 - 2018030013
Lagt fram bréf Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur f.h. Eignarhaldsfélagsins brunabótafélag Íslands, dagsett 25. mars sl., vegna úthlutunar úr styrktarsjóði EBÍ. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika á úthlutun úr styrktarsjóðnum.
10.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
Siðareglur kjörinna fulltrúa.
Bókað í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 25. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 711. mál. Umsagnarfrestur er til 15. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.
12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 517 - 1903016F
Fundargerð 517. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. mars sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 517 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings við Hlíðarveg 42, Ísafirði.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 517 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna Kofrahúss, við Djúpveg.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 517 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings við Aðalgötu 18, Suðureyri.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 517 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings, við Dagverðardal 17.
13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 81 - 1903019F
Fundargerð 81. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. mars sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:18.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?