Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
517. fundur 27. mars 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hlíðarvegur 42 - Endurnýjun lóðaleigusamnings - 2019020055

Agnes Kristín H. Aspelund óskar eftir endurnýjun lóðaleigusamnings að Hlíðarvegi 42, Ísafirði. Fylgiskjöl eru umsókn dags. 13.02.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings við Hlíðarveg 42, Ísafirði.

2.Djúpvegur, Kofrahús - Endurnýjun lóðaleigusamnings - 2019020018

Sveinn Ingi Guðbjörnsson og Garðar Sigurgeirsson sækja um endurnýjun lóðaleigusamnings vegna Kofrahúss að Djúpvegi þ.e. landnúmer 138924. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 21.01.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna Kofrahúss, við Djúpveg.

3.Aðalgata 18, endurnýjun lóðarleigusamnings - 2018110015

Fasteignasala Vestfjarða óskar eftir því við bæjaryfirvöld f.h. eigenda, að gerður verði nýr lóðaleigusamningur vegna fasteignarinnar að Aðalgötu 18, Suðureyri.
Fylgiskjöl er tölvupóstur frá FSV dags. 08.03.2019
Drög að samningi ásamt lóðablaði dags. 25.02.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings við Aðalgötu 18, Suðureyri.

4.Umsókn um lóð - Hrafnatangi 4 - 2018040059

Lagður fram tölvupóstur dags. 18.03.2019 frá Gísla Jóni Hjaltasyni, f.h. Hábrúnar vegna lóðaúthlutunar til Hábrúnar við Hrafnatanga.

Hábrún fékk úthlutað lóð við Hrafnatanga 4, á Ísafirði og var lóðaúthlutun staðfest á fundi 417. fundi bæjarstjórnar, 3. maí 2018, úthlutun lóðar var staðfest með eftirfarandi bókun þ.e.a. Lóðarumsókn falli úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 12 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 24 mánaða úthlutun.

Hábrún leggur fram fyrirspurn um það hvort óskað sé eftir uppdráttum, í samræmi við bókun bæjarstjórnar af fundi 417, þrátt fyrir að lóð sé ekki klár til bygginga.
Afgreiðslu er frestað til næsta fundar, þar sem tæknideild mun leggja til endurskoðaðar úthlutunarreglur.

5.Ós, Bolungarvík - umsögn um deiliskipulag. - 2014020104

Finnbogi Bjarnason óskar eftir umsögn f.h. Bolungarvíkurkaupstaðar vegna deiliskipulagsgerðar fyrir jörðina Ós í Bolungarvík, í erindisbréfi dags. 11. mars 2019.
Erindið var áður á dagskrá á fundi umhverfisnefndar nr. 409, og var eftirfarandi bókað: "umhverfisnefnd fagnar þessum fyrirætlunum og gerir ekki athugasemd við lýsingu deiliskipulags fyrir jörðina Ós í Bolungarvíkurkaupstað"
Bæjarstjórn staðfesti bókun nefndar á fundi bæjarstjórnar 20. mars 2014
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd og vísar til fyrri bókunar umhverfisnefndar frá 2014.

6.Dagverðardalur 17 - Umsókn um lóðaleigusamning - 2019010023

Halldór Friðgeir Ólafsson, óskar eftir því við bæjaryfirvöld að gerður verði lóðaleigusamningur um lóð að Dagverðardal 17, vegna fyrirhugaðrar sölu á byggingarrétti, á lóð hefur verið steyptur sökkull og plata.

Lagðir hafa verið fram nýir aðaluppdrættir frá Arkiteo dags. 09.11.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings, við Dagverðardal 17.

7.Stekkjargata 4 - Umsókn lóð í fóstur - 2018040061

Sigurður Sivertssen, óskar eftir því við bæjaryfirvöld að fá lóðarskika við Stekkjargötu 4 í fóstur sbr. meðfylgjandi uppdrætti frá tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Erindi frestað.

8.Hafnarstræti 4 - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019030070

Samúel Sigurjón Samúelsson leggur fram fyrirspurn um hvort heimilt sé að breyta jarðhæð Hafnarstrætis 4, Ísafirði. Um er að ræða breytta notkun húsnæðis þ.e. úr verslunarrými í íbúð. Fylgigögn eru undirrituð fyrirspurn dags. 18.03.2019
Á miðsvæði aðalskipulagsins er starfsemi tengd verslun, þjónustu og stjórnsýslu. Miðbær Ísafjarðar er vel skilgreindur með Silfurtorg sem þungamiðju. Skilgreint miðsvæði aðalskipulagsins teygir sig yfir nokkuð stóran hluta af þéttbýli í byggðakjörnum sveitarfélagsins. Það er í samræmi við þróun þéttbýlisins sem einkennst hefur af fjölbreyttri starfsemi. Mikilvægt er að halda í þetta mynstur þannig að miðsvæðin
verði áfram samkomustaður fólks og traustur grunnur fyrir, þjónustu, verslun, mannlíf og aðra menningu.

Það er því mikilvægt að miðbærinn sé bæði aðlaðandi og að þar sé sem mest af þjónustunni í bænum. Það er ekki nóg að huga bara að öðrum þættinum til að miðbærinn dafni. Til að ná þessu markmiði er lögð áhersla á það að inngangar snúi að götu og að gluggar í atvinnuhúsnæði á jarðhæð verði gegnsæir. Í hverfisvernd aðalskipulagsins er miðað við að það sé starfsemi á jarðhæð Aðalstrætis, frá Silfurgötu að Skipagötu og Hafnarstrætis, frá Pólgötu að Aðalstræti.

Með vísan í ofangreint er ekki heimilt að breyta jarðhæð húsnæðis Hafnarstrætis 4, í íbúðarhúsnæði.
Fylgiskjöl:

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir Ísafjarðarbæ til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við tillögu til þingsályktunar.

10.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103

Lagður fram tölvupóstur Vigdísar Sigurðardóttur f.h. Matvælastofnunar, dags. 13. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir Arctic Sea Farm vegna sjókvíaeldis að Snæfjallaströnd, Ísafjarðardjúpi.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1054. fundi sínum 18. mars sl., og vísaði því til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Með hliðsjón af framlögðum gögnum, þá gerir skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar, ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis.

11.Umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi - 2018050055

Eftirfarandi erindi var frestað á fundi nefndar nr. 510

Kristján Gunnarsson óskar eftir því við bæjaryfivöld f.h. Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri að bæjaryfirvöld heimili óverulega breytingu á deiliskipulagi Þingeyrar, sem samþykkt var í bæjastjórn 5. nóvember 2015.
Breytingin snýr að lóð Sjávargötu 8, breytingin snýr að stækkun byggingarreitar, þ.e.a. heimilt verði að reisa bogaskýli innan lóðar sbr. fylgigögn.
Ákvæði Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020 fyrir svæðið neðan Fjarðargötu, Þingeyri, skilgreint sem V1, gerir ráð fyrir því að uppbygging svæðisins hafi tengsl við sögu þéttbýlisins og falli að yfirbragði byggðarinnar. Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að umrædd bogahýsi falli ekki undir ákvæði skipulagsins og synjar umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?