Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038
Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 22. febrúar 2019, þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við Bauhaus um kaup á gluggum og hurðum í Sindragötu 4A.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að ganga til samninga við Bauhaus um kaup á gluggum og hurðum í Sindragötu 4A að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.
2.Trúnaðarmál á stjórnsýslusviði - 2014090027
Umræður um úrlausn tímabundinnar ráðningar sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs í námsleyfi Margrétar Halldórsdóttur.
Umræður fóru fram.
Margrét yfirgefur fundinn kl. 8:30.
Gestir
- Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10
3.Framkvæmdaráð Umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum (Earth Check) - 2019020090
Lagt er fram bréf Línu Bjargar Tryggvadóttur, verkefnastjóra Vestfjarðastofu, dags. 7. febrúar 2019 og tölvupóstur frá sama aðila dags. 27. febrúar, þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær skipi fulltrúa til að sitja í Framkvæmdaráði Umhverfisvottunar Vestfjarða fyrir tímabilið 2019-2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa í Framkvæmdaráð Umhverfisvottunar Vestfjarða.
4.Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál - 2017050098
Lagt er fram bréf Gerðar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Brúar lífeyrissjóð varðandi uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs, vegna Hjallastefnunnar, dags. 29. febrúar 2019.
Bæjarráð óskar eftir því að leitað verði eftir samstarfi fyrir hlutaðeigandi sveitarfélög og það verði fundin sameiginleg niðurstaða meðal sveitarfélaganna.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um málið áður en afstaða verður tekin.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um málið áður en afstaða verður tekin.
5.Tillaga að sameiningu almannavarnarnefndar norðanverðra Vestfjarða - 2019020091
Lagt er fram til kynningar bréf og tölvupóst Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 11. febrúar sl., til Jóns Páls Hreinssonar, bæjarstjóra Bolungarvíkur.
Lagt fram til kynningar.
6.Frumvarp v/hollustuhætti og mengunarvarnir - 2019010030
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi Ísafjarðarbæ til umsagnar frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl., 542. mál.
Lagt fram til kynningar.
7.Þingsályktunartillaga v/uppkaup á landi - 2019010030
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir Ísafjarðarbæ til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál.
Lagt fram til kynningar.
8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 515 - 1902016F
Fundargerð 515. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. febrúar. Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 515 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppdrátt dags. 10. des. 2018
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 515 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010
9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 78 - 1903003F
Fundargerð 78. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 31. janúar sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 79 - 1903001F
Fundargerð 79. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 12. febrúar sl. Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:53.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?