Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
515. fundur 27. febrúar 2019 kl. 08:15 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hornvík - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2019020056

Ferðafélag Íslands sækir um heimild til framkvæmda við Hornbjargsvita í Hornstrandafriðlandi. Í umsókn til Umhverfisstofnunar þann 6. jan sl. var fallið frá viðgerðum á stiga og togbraut úr fjöru upp á brún. Hinsvegar sótt um að setja upp þurrsalerni og lagfæra fallpípu virkjunar.

Umhverfisstofnun óskaði umsagnar Hornstrandanefndar sem er stofnuninni til ráðgjafar í málefnum friðlandsins. Umhverfisstofnun veitti skilyrt leyfi í bréfi til Ferðafélags Íslands dags. 15. febrúar 2019, önnur fylgiskjöl eru greinargerð frá Ferðafélagi Íslands 3. útgáfa dags. 29. janúar. Ásamt heimild Vegagerðar í tölvupósti 23.10.2018
Skipulags og mannvirkjanefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli skipulagsreglugerðar 90/2013 og reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdarleyfi er skilyrt samanber umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 15. feb. 2019.

2.Ósk um deiliskipulagsbreytingu - Hafnarbakki 3, Flateyri - 2018100008

Uppdráttur frá Verkís dags. 10. desember 2018 var grenndarkynntur fyrir lóðarhöfum Oddavegar 3, Hafnarstrætis 4 og 6, ásamt lóðarhöfum Hafnarbakka 5 og 6. skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin tekur til stækkunar byggingarreits og hækkunar nýtingahlutfalls á lóð Hafnarbakka 3

Ekki voru gerðar athugasemdir við breytingar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppdrátt dags. 10. des. 2018

3.Ísafjarðarbær - Óveruleg breyting á Aðalskipulagi 2008-2020 m.t.t. rekstrarleyfa - 2019020069

Lögð fram tillaga frá Verkís, dags. 20.feb. sl, að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðar 2008-2020
Forsendur breytinga má rekja til breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 sem öðlaðist gildi 1. janúar 2017.

Í gildandi aðalskipulagi eru engin ákvæði sem varða gistiþjónustu á íbúðasvæðum. Ákvæðin eru sett til þess að bregðast við lagabreytingunni. Breytingin snýr að áður útgefnum leyfum, þannig að heimilt verði að endurútgefa gistileyfi fyrir starfsemi í flokki II, en ekki verði heimilt að gefa út ný leyfi. Jafnframt er gert ráð fyrir svigrúmi fyrir verslanir og veitingahús á Hafnarsvæði K1, við Sundahöfn. Hlutfall slíkrar þjónustu skal ekki vera meiri en 20% af nýtingarhlutfalli svæðisins.

Uppdráttur breytist ekki og aðalskipulagið helst að öðru leyti óbreytt og öll ákvæði þess gilda áfram eftir breytingu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010

4.Staðfesting landamerkja - Engidalur Efri og Neðri - 2019020047

Guðmundur Jens Jóhannsson óskar eftir því við skipulagsyfirvöld Ísafjarðarbæjar f.h. landeigenda jarðarinnar Efri- og Neðri Engidals, að landamerki annarsvegar á milli Efri- og Neðri Engidals og Hafrafells verði staðfest. Hinsvegar landamerki á milli Efri- og Neðri Engidals og Kirkjubóls verði staðfest.
Framlögð gögn eru hnitsettur uppdráttur frá Verkís dags. 24.10.2018 ásamt yfirlýsingu um landamerkin
Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.

5.Staðfesting landamerkja milli Lauga og Suðureyrar - 2019020052

Lagður fram hnitsettur uppdráttur frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar dags. 18.02.2019 á uppdrætti koma fram landamerki milli jarðanna Lauga og Suðureyrar í Súgandafirði, sbr. landamerkjalýsing landamerkjabóka Ísafjarðarsýslu 1883-1958.
Lögð fram óundirrituð yfirlýsing um landamerki Suðureyrar og Lauga dags. í febrúar 2019
Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.

6.Laugar - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2019020033

Sölvi Sólbergsson, f.h. Orkubú Vestfjarða sækir um framkvæmdaleyfi í landi Suðureyrar. Sótt er um leyfi til þess að útbúa borteig, vegna fyrirhugaðrar borholu. Fylgigögn eru uppdrættir frá Tækniþjónutu Vestfjarða nr. 12-1376 og 15-1530 ásamt afstöðumynd frá OV dags, dags. 18.01.2019, Umsókn um framkvæmdaleyfi dags. febrúar 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar útgáfu framkvæmdaleyfis í landi Ísafjarðarbæjar við Laugar, sbr.innsend gögn. Framkvæmdin er innan veghelgunarsvæðis Vegagerðar og ber að sækja um heimild til Vegagerðar. Framkvæmdir eru ekki heimilaðar fyrr en niðurstaða minjavarðar liggur fyrir.

7.Fagraholt 12 - Fyrirspurn um byggingaleyfi - 2019020045

Hjalti Karlsson leggur fram fyrirspurn um hvort heimilt sé að breyta þaki íbúðarhúss við Fagraholt 12, til skýringar hafa verið lagðir fram upphaflegir uppdrættir af Fagraholti 12 dags. 13.07.1975 og júní 1977
Byggt var eftir samþykktum uppdráttum frá júní 1977
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010 þar sem ekki er um skuggavarp eða útsýnisskerðingu á aðliggjandi lóðir. Varðar breytingin einungis hagsmuni þinglýsts eiganda Fagraholts 12.
Breytingin er byggingarleyfisskyld sbr. gr. 2.3.1 í byggingarreglugerð, skila þarf inn uppfærðum upppdráttum. Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.

8.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008

Verkefnalýsing kynnt
Kynnt

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?