Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1046. fundur 21. janúar 2019 kl. 08:05 - 09:13 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar mætir til fundarins og gerir grein fyrir stöðu framtíðarskipulags útivistarsvæðis í Skutulsfirði.
Nanný Arna Guðmundsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar, mætti til fundarins og gerði bæjarfulltrúum grein fyrir stöðunni. Málið verður tekið fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Nanný Arna yfirgefur fundinn kl. 8:25.

Gestir

  • Nanný Arna Guðmundsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar - mæting: 08:05

2.Seljalandsvegur 100, uppkaup. - 2018090014

Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignsviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 16. janúar, þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að hefja söluferli á fasteigninni Seljalandsvegi 100, Ísafirði.
Bæjarráð veitir Brynjari Þór heimild til að hefja söluferli á fasteigninni Seljalandsvegi 100, Ísafirði.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:29

3.Fastís, sala eigna 2019 - 2018120019

Kynnt minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, framkvæmdastjóra Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., dagsett 18. janúar 2019, þar sem lagt er til að níu íbúðir úr eignasafni Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. verði seldar. Einnig kynnt greining, dagsett 31. desember 2018, á eignasafni Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.
Bæjarfulltrúum kynntar áætlanir Fasteigna Ísafjarðarbæjar um sölu íbúða úr félaginu.

4.Framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Ísafirði - 2015020087

Marzellíus Sveinbjörnsson og Daníel Jakobsson fulltrúar meirihluta í bæjarráði leggja til að sett verði á laggirnar byggingarnefnd fyrir líkamsrækt og sundlaug á Torfnesi.
Verkefni nefndarinnar væri að láta grófhanna líkamsræktar- og sundlaugaraðstöðu við Íþróttahúsið á Torfnesi á grundvelli þarfagreiningar um líkamsræktarstöð sem nú liggur fyrir og í samráði við HSV og aðra hagsmunaaðila.
Í hópnum yrðu þrír aðilar skipaðir af bæjarstjórn. Að auki verði HSV boðið að skipa einn áheyrnarfulltrúa. Starfsmenn nefndarinnar yrðu sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs og umhverfis- og eignasviðs eða fulltrúar af þeim sviðum eftir atvikum.
Greinargerð:
Fyrir liggur að á fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 10 m.kr. í hönnun og skipulag á Torfnessvæðinu. Nú liggur fyrir að fjölnota íþróttahús verður byggt á gervigrasvelli og núverandi keppnisvöllur er við nýbyggða stúku. Vilji Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er að koma upp í áföngum á næsta áratug líkamsræktaraðstöðu og sundlaug sem tengd er íþróttahúsinu á Torfnesi þannig að þar verði sannkölluð íþróttamiðstöð. Skoða þarf einnig aðra starfsemi í húsinu s.s. hvað varðar geymsluaðstöðu, eldhús og aðra þjónustu í húsinu. Horft verði til þess sérstaklega að hægt sé að áfangaskipta verkinu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sett verði á laggirnar byggingarnefnd fyrir framtíðarskipulagningu íþróttamannvirkja á Ísafirði.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 8:46.

5.Aðalstræti 35, Ísafirði - rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð er fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 09.11.2018, þar sem óskað er eftir umsögn varðandi umsókn Snorra Sigurhjartarsonar f.h. Oddfellow, vegna umsóknar um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki II - G, að Aðalstræti 35, Ísafirði.
Lagðar eru fram umsagnir byggingafulltrúa dags.03.01.2018, Eldvarnareftirlits dags.09.11.2018 og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags.04.11.2018
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

6.Nefndarmenn í öldungaráði. - 2018050091

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Siguðardóttur, bæjarritara, dags. 16. janúar sl., með tillögum að skipun eins aðalfulltrúa og tveggja varafulltrúa í öldungaráð Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilnefna Jóhönnu Ásgeirsdóttur, sem aðalfulltrúa í öldungaráði og Guðmund Einarsson og Karítas Pálsdóttur sem varafulltrúa.

7.Almennt um málefni fólks með fötlun - 2019010069

Umræður um málefni fólks með fötlun.
Margrét Geirsdóttir mætti til fundarins og tók þátt í umræðum um málefni fólks með fötlun í Ísafjarðarbæ.
Margrét yfirgaf fundinn kl. 9:00.

Gestir

  • Margrét Geirsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:50

8.Tungumálatöfrar, sumarskóli fyrir fjöltyngd börn - 2017050109

Lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dagsett 18. janúar, þar sem óskað er staðfestingar bæjarráðs á styrkfjárhæð til verkefnisins Tungumálatöfra.
Bæjarráð staðfestir styrkinn.

9.Undanþágur verkfallsheimilda 2019 - 2019010002

Lagt fram minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dagsett 17. janúar, þar sem þess er óskað að bæjarráð samþykki meðfylgjandi auglýsingu um undanþágu verkfallsheimilda.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að undanþágum verkfallsheimilda.

10.Sirkusráðstefna - 2019010065

Lagður fram tölvupóstur Öldu Brynju Birgisdóttur f.h. Sirkus Íslands, dagsettur 15. janúar, þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ vegna sirkusráðstefnu um miðjan ágúst.
Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

11.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 6 - 1901011F

Fundargerð 6. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 14. janúar. Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.

12.Velferðarnefnd - 435 - 1901016F

Fundargerð 435. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 17. janúar. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Velferðarnefnd - 435 Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með samninginn og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hann verði samþykktur. Gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun ársins 2019.
  • 12.4 2014050003 Samstarfssamningur
    Velferðarnefnd - 435 Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með samninginn og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki hann. Gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun ársins 2019.

Fundi slitið - kl. 09:13.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?