Velferðarnefnd

435. fundur 17. janúar 2019 kl. 08:10 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir formaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir varamaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Bragi Rúnar Axelsson aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Bragi Rúnar Axelsson vék af fundi undir umræðu um 5. lið dagskrárinnar.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Ekkert trúnaðarmál lagt fram.

2.Stígamót - styrkbeiðni - 2016090015

Lagt fram bréf dags. 31. október 2018 frá Þórunni Þórarinsdóttur þar sem óskað er eftir fjárstuðningi og samstarfi um reksturinn.
Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir umsóknina á sömu forsendum og verið hafa. Velferðarnefnd hefur gert ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun 2019.

3.Fjölsmiðja - samstarfsverkefni Starfsendurhæfingar og Vesturafls - 2014090066

Lögð fram drög að samningi Ísafjarðarbæjar og Vesturafls um Fjölsmiðju.
Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með samninginn og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hann verði samþykktur. Gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun ársins 2019.

4.Samstarfssamningur - 2014050003

Lögð fram drög að samningi Ísafjarðarbæjar og geðræktarmiðstöðvarinnar Vesturafls.
Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með samninginn og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki hann. Gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun ársins 2019.

5.Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun - 2010050008

Lögð fram jafnréttisstefna Ísafjarðarbæjar sem velferðarnefnd hyggst endurskoða á næstu mánuðum. Unnið verður að endurskoðun í tengslum við heimsókn frá Jafnréttisstofu sem mun kynna tvenn lög um bann gegn mismunun á grundvelli fleiri þátta en kyns.
Velferðarnefnd mun skipuleggja vinnufundi í tengslum við heimsókn Jafnréttisstofu og endurskoðun á jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?