Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1044. fundur 07. janúar 2019 kl. 08:05 - 08:57 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Aðalgata 8 Suðureyri - umsókn um breytta notkun á húsnæði. - 2018110032

Lagt fram bréf Gunnars Inga Hrafnssonar og Sædísar Ólafar Þórsdóttur, dagsett 3. janúar 2019, þar sem óskað er eftir að gatnagerðargjald sem lagt er á Aðalgötu 8 Suðureyri, vegna breyttrar skráningar, verði fellt niður.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja málið fyrir að nýju á næsta fundi.

2.Veitingaleyfi Mamma Nína - 2018 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð er fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 25.10.2018 þar sem óskað er eftir umsögn varðandi umsókn Þorsteins J. Tómassonar f.h. Mömmu Nínu ehf., vegna umsóknar um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki III að Austurvegi 1, Ísafirði.
Lagðar eru fram umsagnir byggingafulltrúa dags.02.01.2019
Slökkviliðs dags.05.11.2018
Heilbrigðiseftirlits 06.11.2018
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

3.Gististaður í flokki 2, Engjavegur 9 - 2018 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Eftirfarandi erindi barst frá Sýslumanninum á Vestfjörðum þann 12.10.2018 þ.e. Beiðni um endurupptöku á umsókn Sigríðar Ásgeirsdóttur, f.h. Engjavegar ehf., um leyfi til þess að reka gististað í flokki II, að Engjavegi 9, Ísafirði.
Lagðar eru fram umsagnir byggingafulltrúa dags. 02.01.2018
Heilbrigðiseftirlit dags. 03.07.2018
Eldvarnareftirlit dags. 21.06.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur þegar verið falið að koma með tillögu að reglum varðandi gistirými á Íbúðarsvæðum í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð leggur áherslu á að þeirri vinnu verði flýtt.

4.Húsnæðismál á landsbyggðinni - tilraunaverkefni - 2018090051

Lagt fram bréf Hermanns Jónassonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs, dagsett 12. desember, þar sem tilkynnt er að Ísafjarðarbær sé ekki á meðal þeirra sveitarfélaga sem tekin verða inn í tilraunaverkefni sjóðsins í húsnæðismálum landsbyggðarinnar.
Lagt fram til kynningar.

5.Vestfjarðavegur og Bíldudalsvegur - drög að tillögu að matsáætlun - 2017070028

Lagt fram afrit af bréfi Péturs Halldórssonar, f.h. Ungra umhverfissinna, sem sent var sveitarstjórn Reykhólahrepps 21. desember, vegna vegagerðar um Vestfjarðaveg 60.
Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp - 2018070016

Lagður fram tölvupóstur Hildar Þórarinsdóttur, f.h. Juris, dagsettur 20. desember sl., með viðbrögðum Orkubús Vestfjarða við úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 6. desember.
Lagt fram til kynningar.

7.Brothættar byggðir - 2014090062

Lagður fram tölvupóstur Kristjáns Þ. Halldórssonar f.h. Byggðastofnunar, dagsettur 28. desember sl., vegna samnings um verkefnið Brothættar byggðir á Þingeyri og í nærsveitum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum.

8.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd - 2019010009

Lagt fram bréf Kristínar Lindu Árnadóttur og Aðalbjargar Birnu Guttormsdóttur, f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 14. desember sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa umhverfis- eða náttúruverndarnefndar í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð 935/2011 um stjórn vatnamála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa Ísafjarðarbæjar í vatnasvæðanefnd.

9.Starfshópur um endurskoðun kosningalaga - 2019010010

Lagt fram bréf Bryndísar Hlöðversdóttur, formanns starfshóps um endurskoðun kosningalaga, dagsett 19. desember sl., þar sem óskað er eftir athugasemdum á fyrstu stigum vinnu starfshópsins.
Lagt fram til kynningar.

10.Samráðsvettvangs Sóknaráætlunar sveitarfélaga á Vestfjörðum 2017-2018 - 2017040075

Kynntur tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur, f.h. Vestfjarðastofu, dags. 29. nóvember sl., vegna tilnefningar í samráðsvettvang Sóknaráætlunar fyrir verkefnaákvörðun fyrir árið 2019.
Bæjarráð tilnefnir Guðmund Gunnarsson í stað Gísla Halldórs Halldórssonar. Bæjarstjóra falið að tilnefna fulltrúa í stað Daggar Árnadóttur.

11.Samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir - tilnefning fulltrúa - 2014120033

Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að tilnefna Guðmund Gunnarsson, bæjarstjóra og Andreu Harðardóttur, sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í samstarfsnefnd fyrir friðlandið Hornstrandir.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 191 - 1812016F

Fundargerð 191. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 19. desember. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 12.2 2016090101 Frístundarúta
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 191 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að drögin verði samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

13.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 5 - 1812014F

Fundargerð 5. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss, sem haldinn var 20. desember. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 510 - 1812012F

Fundargerð 510. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 19. desember. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 510 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila deiliskipulagsgerð fyrir svæði A13 og B51 sbr. núgildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 511 - 1812019F

Fundargerð 511. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 28. desember. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Velferðarnefnd - 434 - 1812011F

Fundargerð 434. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 20. desember. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:57.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?