Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
510. fundur 19. desember 2018 kl. 08:00 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Eyrarskjól - 2018050049

Breyting á deiliskipulagi við Eyrartún var auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin gerir ráð fyrir að hús við Eyrargötu 1, þ.e. svokallað AA hús víki og stækkun leikskólans Eyrarskjóls við Eyrargötu 1 nái yfir reitinn, jafnframt tekur breytingin til lóðar 10 við Túngötu, þ.e. að skilmálar lóðarinnar breytast.
Breytingartillagan var auglýst frá 18.10.2018 til og með 03.12.2018. Auglýst var á eftirfarandi miðlum; Fréttablaðinu, Lögbirtingarblaðinu og heimasíðu Ísafjarðarbæjar. Tillagan var jafnframt aðgengileg á bæjarskrifstofum.
Við tillöguna bárust eftirfarandi athugasemdir; frá Ragnheiði Hákonardóttur og Guðbjarti Ásgeirssyni í bréfi dags. 02.12.2018, einnig frá Albertu Gullveigu Guðbjartsdóttur og Gauti Ívari Halldórssyni í bréfi dags. 01.12.2018, í tölvupósti dags. 02.12.2018 barst bréf með athugasemdum frá Gylfa Sigurðssyni og Arndísi Baldursdóttur, frá Ásgeiri Guðbjartssyni í tölvupósti 03.12.2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur farið yfir innsendar athugasemdir og tekið til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða nefndar er sú, að fallið er frá skilmálabreytingu Tungötu 10 og 12 ásamt skilmálabreytingum við Eyrargötu 3. Skipulagsmörk verða dregin umhverfis Eyrarskjól. Frekari uppbygging Eyrartúns verði útfærð nánar í Aðalskipulagsgerð.

2.Nýtt deiliskipulag við Hafrafell - 2018120038

Kjartan Árnason óskar eftir heimild bæjaryfirvalda f.h. Barða Önundarsonar og Elvu Jóhannesdóttur, ábúenda á Hafrafelli, til að hefja deiliskipulagsvinnu fyrir svæði A13 og B51 sbr. núgildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Fylgigögn eru undirritað bréf dags. 13.12.2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila deiliskipulagsgerð fyrir svæði A13 og B51 sbr. núgildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

3.Ósk um deiliskipulagsbreytingu - Hafnarbakki 3, Flateyri - 2018100008

Bæjarstjórn heimilaði lóðarhöfum Hafnarstrætis 3 á Flateyri, á fundi sínum þann 25.10.2018 að gera óverulegar breytingar á deiliskipulagi Flateyrarodda. Breytingin tekur til stækkunar byggingarreits og hækkunar nýtingahlutfalls á lóð Hafnarbakka 3. Verkís hefur lagt fram breytingartillögu f.h. lóðarhafa dags. 10.12.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, nefndin leggur til að erindið verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Oddavegar 3, Hafnarstrætis 4 og 6, ásamt lóðarhöfum Hafnarbakka 5 og 6.

4.Ósk um deiliskipulagsbreyting - Sjávargata 8, Þingeyri - 2018050055

Kristján Gunnarsson óskar eftir því við bæjaryfivöld f.h. Björgunarsveitarinnar Dýra, á Þingeyri að bæjaryfirvöld heimili óverulega breytingu á deiliskipulagi Þingeyrar, sem samþykkt var í bæjastjórn 5. nóvember 2015
Breytingin snýr að lóð Sjávargötu 8, breytingin snýr að stækkun byggingarreitar, þ.e.a. heimilt verði að reisa bogaskýli innan lóðar sbr. fylgigögn.
Erindi frestað.

5.Niðurfelling lóða - 2018120059

Byggingar- og skipulagsfulltrúi óskar heimildar til þess að fella út lóðir á snjóflóðasvæðum í Hnífsdal. Um er að ræða lóðir við Árvelli, Fitjateig, Smárateig og Strandgötu. Um er að ræða 25 lóðir sbr. hjálagt Excel skjal. Jafnframt er óskað heimildar til þess að fella út lóðir hestamanna við Búðartún.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar niðurfellingu.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?