Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 2014080062
Lögð er fram til kynningar endanleg skýrsla nefndar íbúalýðræðis og virkari stjórnsýslu um íbúalýðræði gefin út í september 2018.
Skýrslan lögð fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að draga fram áherslur og tryggja eftirfylgni með verkefninu og leggja fyrir bæjarráð.
2.Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga 2018 - 2018090064
Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsett 12. september sl., þar sem boðað er til þriðja haustþings sambandsins 5. og 6. október nk.
Bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar eiga sæti á haustþingi Fjórðungssambands Vestfjarða og fara með jafnan atkvæðsirétt. Bæjarstjóra er falið að undirrita kjörbréf til handa bæjarfulltrúum.
3.Fasteignagjöld - samningur um styrk Austurvegur - 2018010059
Kynnt er minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 21. september sl., varðandi uppgjör á styrk vegna fasteignagjalda Tónlistarfélags Ísafjarðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að nýju samkomulagi við Tónlistarskóla Ísafjarðar varðandi styrk vegna fasteignagjalda. Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita styrk vegna fasteignagjalda ársins 2018 í samræmi við styrkveitingu fyrri ára. Fjárkröfum fyrri ára hafnað, enda kvað samningurinn ekki á um það.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 8:49.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:30
4.Umsögn um drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðsstofnun - 2018020003
Lögð eru fram til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðsstofnun, sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar, mál nr. S-99/2018. Bæjarráð tók erindið fyrir á 1026. fundi sínum, 20. ágúst sl., og vísaði því til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd, sem hefur skilað umsögn.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir eftirfarandi umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar:
„Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir eftirfarandi athugasemdir við frumvarp til laga um Þjóðgarðsstofnun mál nr. S-99/2018, þ.e. að stofnuð verði sérstök stofnun um umsýslu allra þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða. Að mati nefndarinnar eru stofnanir á borð við Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun fullfærar um að sinna umræddum málaflokki. Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur jafnframt að með stofnun Þjóðgarðsstofnunar verði gengið á sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og landeiganda um nýtingu lands í einkaeigu. Í mgr. 4 kemur m.a. eftirfarandi fram „Hafa skal samráð við viðkomandi sveitarstjórn áður en landsvæði í sveitarfélaginu er friðlýst sem þjóðgarður“. Nefndin leggur til að ákvæðinu verði breytt á þann veg að samþykki viðkomandi sveitarstjórnar verði áskilið fyrir friðlýsingu lands sem þjóðgarðs. Með 10. gr. er gengið á eignarrétt fólks og sveitarfélaga með eignaupptöku á þinglýstum eignum s.s. lönd og lendur. Jafnframt er gerð athugasemd við eftirfarandi. „Um framkvæmd eignanáms og ákvörðun bóta fer eftir almennum reglum“ óljóst er hvaða almennu reglur er átt við í þessu samhengi. Eðlilegt er að svona mál skuli rekin fyrir dómstólum. Þetta ákvæði þarf því að útfæra nánar. Af hálfu Ísafjarðarbæjar er lögð áhersla á að frumvarpsdrögin verði tekin til endurskoðunar áður en þau verða lögð fram sem frumvarp til Alþingis. Einkum og sér í lagi verði horft til þess að samþykki sveitarfélaga verði áskilið fyrir stofnun og stækkun þjóðgarða og ákvörðunum sem varða skerðingu á skipulagsvaldi þeirra, svo sem stjórnunar- og verndaráætlunum. Þá er áréttað að aðkoma sveitarfélaga að stjórnun þjóðgarða verði tryggð á öllum stigum og í öllum tilfellum.“
„Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir eftirfarandi athugasemdir við frumvarp til laga um Þjóðgarðsstofnun mál nr. S-99/2018, þ.e. að stofnuð verði sérstök stofnun um umsýslu allra þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða. Að mati nefndarinnar eru stofnanir á borð við Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun fullfærar um að sinna umræddum málaflokki. Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur jafnframt að með stofnun Þjóðgarðsstofnunar verði gengið á sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og landeiganda um nýtingu lands í einkaeigu. Í mgr. 4 kemur m.a. eftirfarandi fram „Hafa skal samráð við viðkomandi sveitarstjórn áður en landsvæði í sveitarfélaginu er friðlýst sem þjóðgarður“. Nefndin leggur til að ákvæðinu verði breytt á þann veg að samþykki viðkomandi sveitarstjórnar verði áskilið fyrir friðlýsingu lands sem þjóðgarðs. Með 10. gr. er gengið á eignarrétt fólks og sveitarfélaga með eignaupptöku á þinglýstum eignum s.s. lönd og lendur. Jafnframt er gerð athugasemd við eftirfarandi. „Um framkvæmd eignanáms og ákvörðun bóta fer eftir almennum reglum“ óljóst er hvaða almennu reglur er átt við í þessu samhengi. Eðlilegt er að svona mál skuli rekin fyrir dómstólum. Þetta ákvæði þarf því að útfæra nánar. Af hálfu Ísafjarðarbæjar er lögð áhersla á að frumvarpsdrögin verði tekin til endurskoðunar áður en þau verða lögð fram sem frumvarp til Alþingis. Einkum og sér í lagi verði horft til þess að samþykki sveitarfélaga verði áskilið fyrir stofnun og stækkun þjóðgarða og ákvörðunum sem varða skerðingu á skipulagsvaldi þeirra, svo sem stjórnunar- og verndaráætlunum. Þá er áréttað að aðkoma sveitarfélaga að stjórnun þjóðgarða verði tryggð á öllum stigum og í öllum tilfellum.“
5.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 159 - 1808019F
Fundargerð 159. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 18. september sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6.Fræðslunefnd - 396 - 1809011F
Fundargerð 396. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 20. september sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Fræðslunefnd - 396 Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá skólasviðs hækki ekki umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Starfsmönnum sviðsins er jafnframt falið að skoða leiðir varðandi mötuneyti grunnskólanna, þar sem skoðaður væri sá möguleiki, að hægt verði að kaupa stakar máltíðir.
7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 187 - 1809013F
Fundargerð 187. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 19. september sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 504 - 1809004F
Fundargerð 504. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 19. september sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 504 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerður verði lóðaleigusamningur skv. gildandi deiliskipulagi.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 504 Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir eftirfarandi athugasemdir við frumvarp til laga um Þjóðgarðsstofnun mál nr. S-99/2018, þ.e. að stofnuð verði sérstök stofnun um umsýslu allra þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða. Að mati nefndarinnar eru stofnanir á borð við Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun fullfærar um að sinna umræddum málaflokki.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur jafnframt að með stofnun Þjóðgarðsstofnunar verði gengið á sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og landeiganda um nýtingu lands í einkaeigu.
Í mgr. 4 kemur m.a. eftirfarandi fram „Hafa skal samráð við viðkomandi sveitarstjórn áður en landsvæði í sveitarfélaginu er friðlýst sem þjóðgarður“. Nefndin leggur til að ákvæðinu verði breytt á þann veg að samþykki viðkomandi sveitarstjórnar verði áskilið fyrir friðlýsingu lands sem þjóðgarðs.
Með 10. gr. er gengið á eignarrétt fólks og sveitarfélaga með eignaupptöku á þinglýstum eignum s.s. lönd og lendur. Jafnframt er gerð athugasemd við eftirfarandi. „Um framkvæmd eignanáms og ákvörðun bóta fer eftir almennum reglum“ óljóst er hvaða almennu reglur er átt við í þessu samhengi. Eðlilegt er að svona mál skuli rekin fyrir dómstólum. Þetta ákvæði þarf því að útfæra nánar.
Af hálfu Ísafjarðarbæjar er lögð áhersla á að frumvarpsdrögin verði tekin til endurskoðunar áður en þau verða lögð fram sem frumvarp til Alþingis. Einkum og sér í lagi verði horft til þess að samþykki sveitarfélaga verði áskilið fyrir stofnun og stækkun þjóðgarða og ákvörðunum sem varða skerðingu á skipulagsvaldi þeirra, svo sem stjórnunar- og verndaráætlunum. Þá er áréttað að aðkoma sveitarfélaga að stjórnun þjóðgarða verði tryggð á öllum stigum og í öllum tilfellum. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 504 Hvað varðar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma, hefur skipulags- og mannvirkjanefnd tekið afstöðu til þeirra sbr. gr. 5.7.1 í skipulagsreglugerð.
Taka skal tillit til eftirfarandi umsagna þ.e. Umhverfisstofnun sbr. minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20. júlí sl.
Taka skal tillit til athugasemda Hornstrandanefndar sbr. minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20. júlí sl., taka skal tillit til eftirfarandi í athugasemdum um innviði, þ.e. í greinagerð hvort fyrirhuguð sé stígagerð, eða aðrar framkvæmdir sem hafa í för með sér jarðrask. Sýna skal á uppdrætti stíga, vegi og gönguleiðir sem fyrir eru. Jafnframt geta þess í greinargerð að öll víkin getur verið lendingastaður m.t.t. aðstæðna hverju sinni.
Taka skal tillit til umsagnar Náttúrufræðistofnunar sbr. minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20.07.2018
Veðurstofa Íslands gerir ekki athugasemd.
Taka skal tillit til umsagnar Minjastofnunar sbr. minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20.07.2018
Varðandi athugasemdir frá Hafsteini Hafsteinssyni þá á athugasemd ekki rétt á sér, með vísan í minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20.07.2018
Varðandi athugasemdir Erlings Ásgeirssonar í bréfi dags. 17. júlí er eiga athugasemdir ekki rétt á sér með vísan í minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. dags. 17. júlí sl.
Athugasemdir Önnu Ásgeirsdóttur o.fl. í bréfi dags. 27. júní sl. eiga ekki rétt á sér með vísan í minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20. júlí sl.
Taka skal tillit til liða nr. 3 og 4 vegna athugasemda Birnu Jóhannesdóttur f.h. sameignarfélags Sæbóls og Garða í bréfi dags. 21. júní 2018, að landamerki verði lagfærð samanber afsal þinglýst 1936 og þinglýst gögn frá 1976 þ.e. uppdráttur dags. júlí 1976 þinglýsingarnr. 418-F000469-1993.
9.Engi, leiga á húsnæði til ArtsIceland. - 2017020022
Umræður um beiðni ArtsIceland um áframhaldandi leigu Seljalandsvegar 102.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa Seljalandsveg 102 til sölu.
Fundi slitið - kl. 09:11.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?