Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Guðfinna Hreiðarsdóttir mætir í stað Sigurðar Mar Óskarssonar sem er fjarverandi.
1.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem barst í tölvupósti 06.09.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir áliti bæjarlögmanns.
2.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Strenglagning í Dagverðardal - 2018080044
Orkubú Vestfjarða ohf., sækir um framkvæmdaleyfi vegna strenglagningar í Dagverðardal. Fyrirhuguð lega strengs mun vera lögð frá spennistöð OV í Dagverðardal að fyrirhuguðu stöðvarhúsi Úlfsárvirkjunar í dalnum. Strengurinn mun vera plægður í vegöxl gamla vegarins upp á Breiðadalsheiði. Fylgigögn eru undirrituð umsókn um framkvæmdaleyfi dags. 24.08.2018 og Uppdráttur dags. 01.08.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að óska eftir frekari gögnum.
3.Umsókn um lóð - Eyrargata 15, Suðureyri - 2018090008
Sigfús Bergmann Önundarson sækir um lóð við Eyrargötu 11, Suðureyri, skv. undirritaðri umsókn dags. 04.09.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að óska eftir frekari upplýsingum.
4.Hlíðarvegur 15, bílgeymsla - byggingarleyfi - 2018090007
Jóhann Birkir Helgason hjá Verkís hf. leggur fram fyrirspurn f.h. íbúa við Hlíðarveg 15, Ísafirði um hvort heimilt sé að reisa bílgeymslu með tengibyggingu við íbúðarhús, skv. fyrirspurn dags. 23.07.2018 og uppdrætti dags. 23.07.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að óska eftir frekari gögnum.
5.Suðureyri - Afnot af landi v/matjurtargarðs - 2018090013
Elías Guðmundsson, f.h. Fisherman ehf. sækir um land í fóstur til þess að rækta upp matjurtargarð. Umrætt svæði er fyrir ofan Hjallaveg á Suðureyri. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn og hnituð loftmynd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir umsóknina og felur tæknideild að ganga frá samningi í samræmi við reglur um afnotasamning.
6.Ósk um lóðaleigusamning - Hjallur Skipagata, Suðureyri. - 2018060056
Sigfús B. Önundarson óskar eftir því bæjaryfirvöld að gerður verður nýr lóðaleigusamningur vegna fiskihjalls við Skipagötu 2, Suðureyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerður verði lóðaleigusamningur skv. gildandi deiliskipulagi.
7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003
Lögð eru fram til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðsstofnun, sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar, mál nr. S-99/2018.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1026. fundi sínum, 20. ágúst sl., og vísaði því til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1026. fundi sínum, 20. ágúst sl., og vísaði því til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir eftirfarandi athugasemdir við frumvarp til laga um Þjóðgarðsstofnun mál nr. S-99/2018, þ.e. að stofnuð verði sérstök stofnun um umsýslu allra þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða. Að mati nefndarinnar eru stofnanir á borð við Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun fullfærar um að sinna umræddum málaflokki.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur jafnframt að með stofnun Þjóðgarðsstofnunar verði gengið á sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og landeiganda um nýtingu lands í einkaeigu.
Í mgr. 4 kemur m.a. eftirfarandi fram „Hafa skal samráð við viðkomandi sveitarstjórn áður en landsvæði í sveitarfélaginu er friðlýst sem þjóðgarður“. Nefndin leggur til að ákvæðinu verði breytt á þann veg að samþykki viðkomandi sveitarstjórnar verði áskilið fyrir friðlýsingu lands sem þjóðgarðs.
Með 10. gr. er gengið á eignarrétt fólks og sveitarfélaga með eignaupptöku á þinglýstum eignum s.s. lönd og lendur. Jafnframt er gerð athugasemd við eftirfarandi. „Um framkvæmd eignanáms og ákvörðun bóta fer eftir almennum reglum“ óljóst er hvaða almennu reglur er átt við í þessu samhengi. Eðlilegt er að svona mál skuli rekin fyrir dómstólum. Þetta ákvæði þarf því að útfæra nánar.
Af hálfu Ísafjarðarbæjar er lögð áhersla á að frumvarpsdrögin verði tekin til endurskoðunar áður en þau verða lögð fram sem frumvarp til Alþingis. Einkum og sér í lagi verði horft til þess að samþykki sveitarfélaga verði áskilið fyrir stofnun og stækkun þjóðgarða og ákvörðunum sem varða skerðingu á skipulagsvaldi þeirra, svo sem stjórnunar- og verndaráætlunum. Þá er áréttað að aðkoma sveitarfélaga að stjórnun þjóðgarða verði tryggð á öllum stigum og í öllum tilfellum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur jafnframt að með stofnun Þjóðgarðsstofnunar verði gengið á sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og landeiganda um nýtingu lands í einkaeigu.
Í mgr. 4 kemur m.a. eftirfarandi fram „Hafa skal samráð við viðkomandi sveitarstjórn áður en landsvæði í sveitarfélaginu er friðlýst sem þjóðgarður“. Nefndin leggur til að ákvæðinu verði breytt á þann veg að samþykki viðkomandi sveitarstjórnar verði áskilið fyrir friðlýsingu lands sem þjóðgarðs.
Með 10. gr. er gengið á eignarrétt fólks og sveitarfélaga með eignaupptöku á þinglýstum eignum s.s. lönd og lendur. Jafnframt er gerð athugasemd við eftirfarandi. „Um framkvæmd eignanáms og ákvörðun bóta fer eftir almennum reglum“ óljóst er hvaða almennu reglur er átt við í þessu samhengi. Eðlilegt er að svona mál skuli rekin fyrir dómstólum. Þetta ákvæði þarf því að útfæra nánar.
Af hálfu Ísafjarðarbæjar er lögð áhersla á að frumvarpsdrögin verði tekin til endurskoðunar áður en þau verða lögð fram sem frumvarp til Alþingis. Einkum og sér í lagi verði horft til þess að samþykki sveitarfélaga verði áskilið fyrir stofnun og stækkun þjóðgarða og ákvörðunum sem varða skerðingu á skipulagsvaldi þeirra, svo sem stjórnunar- og verndaráætlunum. Þá er áréttað að aðkoma sveitarfélaga að stjórnun þjóðgarða verði tryggð á öllum stigum og í öllum tilfellum.
8.Vallargata, Þingeyri - Fyrirspurn um lóð - 2018010124
Eftirfarandi erindi var frestað á fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar á fundi nr. 503
Stofnun lóðar við Vallargötu Þingeyri var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum þ.e. íbúum við Aðalstræti 55 og 57 og Vallargötu 33 frá og með 27.06.2018 til og með 30.07.2018. Athugasemdir bárust frá lóðarhafa Aðalstrætis 57.
Stofnun lóðar við Vallargötu Þingeyri var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum þ.e. íbúum við Aðalstræti 55 og 57 og Vallargötu 33 frá og með 27.06.2018 til og með 30.07.2018. Athugasemdir bárust frá lóðarhafa Aðalstrætis 57.
Skipulags- og byggingafulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við framlagt minnisblað.
9.Deiliskipulag - Sæborg, Aðalvík - 2018040002
Tillaga að deiliskipulagi fyrir jörðina Sæborg í Aðalvík, var auglýst frá og með 17. maí til og með 28. júní sl., skv. 41. gr. skipulagslaga.Jörðin er í Aðalvík, innan Hornstrandafriðlands og tilheyrir svæði F41 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Þar er gert ráð fyrir allt að þremur nýjum frístundahúsum á svæði F41 til viðbótar við þau sem þegar standa. Þessi deiliskipulagstillaga gerir ráð fyrir einu nýju frístundahúsi til viðbótar við þau tvö sem þegar standa á jörðinni. Umsagna var óskað frá eftirtöldum aðilum í tölvupósti þann 14.05.2018 þ.e. Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofa Íslands, Minjastofnun, Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps og Hornstrandanefnd.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun í bréfi dags. 22. maí. 2018, frá Hornstrandanefnd í bréfi dags. 15. júní 2018, Frá Minjastofnun í bréfi dags. 28. júní, frá Náttúrufræðistofnun Íslands í tölvupósti dags. 29.06.2018.
Eftirfarandi athugasemdir bárust á auglýstum tíma til athugasemda, þ.e. frá Hafsteini Hafsteinssyni í tölvupósti dags. 30.06.2018, frá Önnu Ásgeirsdóttur o.fl. í bréfi dags. 27.07.2018, Frá Birnu Jóhannesdóttur f.h. sameignarfélagsins Garðar, Sæból og Aðalvík í bréfi dags. 21. júní sl., frá Erling Ásgeirssyni í bréfi dags. 26. júní sl.
Fylgiskjöl eru umsagnir og athugasemdir, minnisblöð skipulags- og byggingafulltrúa, þinglýst gögn.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun í bréfi dags. 22. maí. 2018, frá Hornstrandanefnd í bréfi dags. 15. júní 2018, Frá Minjastofnun í bréfi dags. 28. júní, frá Náttúrufræðistofnun Íslands í tölvupósti dags. 29.06.2018.
Eftirfarandi athugasemdir bárust á auglýstum tíma til athugasemda, þ.e. frá Hafsteini Hafsteinssyni í tölvupósti dags. 30.06.2018, frá Önnu Ásgeirsdóttur o.fl. í bréfi dags. 27.07.2018, Frá Birnu Jóhannesdóttur f.h. sameignarfélagsins Garðar, Sæból og Aðalvík í bréfi dags. 21. júní sl., frá Erling Ásgeirssyni í bréfi dags. 26. júní sl.
Fylgiskjöl eru umsagnir og athugasemdir, minnisblöð skipulags- og byggingafulltrúa, þinglýst gögn.
Hvað varðar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma, hefur skipulags- og mannvirkjanefnd tekið afstöðu til þeirra sbr. gr. 5.7.1 í skipulagsreglugerð.
Taka skal tillit til eftirfarandi umsagna þ.e. Umhverfisstofnun sbr. minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20. júlí sl.
Taka skal tillit til athugasemda Hornstrandanefndar sbr. minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20. júlí sl., taka skal tillit til eftirfarandi í athugasemdum um innviði, þ.e. í greinagerð hvort fyrirhuguð sé stígagerð, eða aðrar framkvæmdir sem hafa í för með sér jarðrask. Sýna skal á uppdrætti stíga, vegi og gönguleiðir sem fyrir eru. Jafnframt geta þess í greinargerð að öll víkin getur verið lendingastaður m.t.t. aðstæðna hverju sinni.
Taka skal tillit til umsagnar Náttúrufræðistofnunar sbr. minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20.07.2018
Veðurstofa Íslands gerir ekki athugasemd.
Taka skal tillit til umsagnar Minjastofnunar sbr. minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20.07.2018
Varðandi athugasemdir frá Hafsteini Hafsteinssyni þá á athugasemd ekki rétt á sér, með vísan í minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20.07.2018
Varðandi athugasemdir Erlings Ásgeirssonar í bréfi dags. 17. júlí er eiga athugasemdir ekki rétt á sér með vísan í minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. dags. 17. júlí sl.
Athugasemdir Önnu Ásgeirsdóttur o.fl. í bréfi dags. 27. júní sl. eiga ekki rétt á sér með vísan í minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20. júlí sl.
Taka skal tillit til liða nr. 3 og 4 vegna athugasemda Birnu Jóhannesdóttur f.h. sameignarfélags Sæbóls og Garða í bréfi dags. 21. júní 2018, að landamerki verði lagfærð samanber afsal þinglýst 1936 og þinglýst gögn frá 1976 þ.e. uppdráttur dags. júlí 1976 þinglýsingarnr. 418-F000469-1993.
Taka skal tillit til eftirfarandi umsagna þ.e. Umhverfisstofnun sbr. minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20. júlí sl.
Taka skal tillit til athugasemda Hornstrandanefndar sbr. minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20. júlí sl., taka skal tillit til eftirfarandi í athugasemdum um innviði, þ.e. í greinagerð hvort fyrirhuguð sé stígagerð, eða aðrar framkvæmdir sem hafa í för með sér jarðrask. Sýna skal á uppdrætti stíga, vegi og gönguleiðir sem fyrir eru. Jafnframt geta þess í greinargerð að öll víkin getur verið lendingastaður m.t.t. aðstæðna hverju sinni.
Taka skal tillit til umsagnar Náttúrufræðistofnunar sbr. minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20.07.2018
Veðurstofa Íslands gerir ekki athugasemd.
Taka skal tillit til umsagnar Minjastofnunar sbr. minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20.07.2018
Varðandi athugasemdir frá Hafsteini Hafsteinssyni þá á athugasemd ekki rétt á sér, með vísan í minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20.07.2018
Varðandi athugasemdir Erlings Ásgeirssonar í bréfi dags. 17. júlí er eiga athugasemdir ekki rétt á sér með vísan í minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. dags. 17. júlí sl.
Athugasemdir Önnu Ásgeirsdóttur o.fl. í bréfi dags. 27. júní sl. eiga ekki rétt á sér með vísan í minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20. júlí sl.
Taka skal tillit til liða nr. 3 og 4 vegna athugasemda Birnu Jóhannesdóttur f.h. sameignarfélags Sæbóls og Garða í bréfi dags. 21. júní 2018, að landamerki verði lagfærð samanber afsal þinglýst 1936 og þinglýst gögn frá 1976 þ.e. uppdráttur dags. júlí 1976 þinglýsingarnr. 418-F000469-1993.
10.Göngustígur í Eyrarhlíð - framkvæmdaleyfi - 2017120019
Eftirfarandi erindi var tekið fyrir á fundi hjá skipulags- og mannvirkjanefnd nr. 490 en var frestað.
Skógræktarfélag Ísafjarðar sækir um framkvæmdaleyfi vegna hluta þeirrar framkvæmdar sem áður var sótt um. þ.e. að leggja hluta stígsins um 500 m langan kafla frá Skíðavegi að gömlu námunni ofan við Grænagarð. Fylgigögn eru erindisbréf dags. 09.08.2018 uppdráttur frá Verkís 27.11.2017 og yfirlitsmynd frá tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Skógræktarfélag Ísafjarðar sækir um framkvæmdaleyfi vegna hluta þeirrar framkvæmdar sem áður var sótt um. þ.e. að leggja hluta stígsins um 500 m langan kafla frá Skíðavegi að gömlu námunni ofan við Grænagarð. Fylgigögn eru erindisbréf dags. 09.08.2018 uppdráttur frá Verkís 27.11.2017 og yfirlitsmynd frá tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við umsókn dags. 9. ágúst sl.
11.Tillögur/áætlanir sveitastjórna um úrbætur í fráveitumálum. - 2018090029
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dags. 30. ágúst 2018
Erindi lagt fram.
12.Alta ehf. óskar eftir fundi með skipulags-og mannvirkjanefnd - 2018090031
Ráðgjafar frá Alta ehf. óska eftir því að hitta skipulags- og mannvirkjanefnd.
Fulltrúar Alta kynntu starf sitt fyrir nefndinni.
Árni Geirsson og Hrafnhildur Brynjólfsdóttir yfirgáfu fund 9:58
Gestir
- Árni Geirsson og Hrafnhildur Brynjólfsdóttir - mæting: 09:21
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?