Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1029. fundur 10. september 2018 kl. 08:05 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fiskeldismál - 2018090024

Kynnt bréf Þorsteins Jónssonar, ódagsett en barst með tölvupósti 6. september sl. og varðar fiskeldismál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

2.Rammasamningar - 2017090026

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 30. ágúst sl., varðandi aðild Ísafjarðarbæjar að rammasamningum Ríkiskaupa auk aðildarumsóknar að rammasamningum Ríkiskaupa.
Bæjarráð samþykkir að gerast aðilar að rammasamningum Ríkiskaupa.

3.Endurnýjun íbúða Ísafjarðarbæjar á Hlíf 1 - 2011120059

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra, velferðarsviðs og Sædísar Maríu Jónatansdóttur, deildarstjóra, dagsett 4. september sl., þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu vegna viðhalds á íbúðum Ísafjarðarbæjar á Hlíf 1.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort beiðnin rúmist innan fjárheimilda ársins.

4.Rekstrarleyfi gististaða - 2018010057

Lagt er fram minniblað Andra Árnasonar hrl., dagsett 6. september sl., vegna reglna um gististaði og heimagistingu.
Lagt fram til kynningar.

5.Forkaupsréttur Ísafjarðarbæjar vegna sölu á Björgu Hauks ÍS-33 - 2018090018

Lagt fram bréf Matthíasar Sveinssonar, f.h. Útgerðarfélagsins Oturs ehf., dagsett 4. september sl., þar sem Ísafjarðarbæ er boðinn forkaupsréttur að Björgu Hauks ÍS-33, samkvæmt 12. grein laga um stjórn fiskveiða.
Bæjarráð hafnar boði um forkaupsrétt.

6.Ærslabelgur á Eyrartúni - 2017010043

Lagt fram bréf Jóns Ottós Gunnarssonar, Sigurðar Jóhanns Erlingssonar og Smára Karlssonar, íbúa við Eyrargötu 3 og Túngötu 12 á Ísafirði, dagsett 3. september sl., vegna ærslabelgs, sem verið er að setja upp á Eyrartúni og er í mikilli nálægð við ofangreind hús.

Jafnframt lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 7. september sl., þar sem upplýst er að svæðið er skilgreint sem leiksvæði og almenningsgarður og samræmist því deiliskipulagi að hafa belginn þar. Þó varð úr að leiktækið var fært lengra frá umræddum húsum, og stendur það nú í 40 metra fjarlægð frá þeim, en var áður í 20 metra fjarlægð.
Lagt fram til kynningar.

7.Nýbúafræðsla 2019 - 2018090019

Lagt fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Gústavs Arons Gústavssonar, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 4. september sl., þar sem vakin er athygli á að upplýsingaöflun er hafin vegna umsókna sveitarfélaga um framlög til nýbúafræðslu.
Lagt fram til kynningar og vísað til skóla- og tómstundasviðs til úrvinnslu.

8.Almenn framlög til reksturs grunnskóla 2019 - 2018090020

Lagt fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Gústavs Arons Gústavssonar f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 4. september sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum vegna áætlanagerðar um úthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla fyrir árið 2019.
Lagt fram til kynningar og vísað til skóla- og tómstundasviðs til úrvinnslu.

9.Skólaakstur úr dreifbýli 2019 - 2018090021

Lagt fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Gústavs Arons Gústavssonar, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 4. september sl., vegna umsókna um framlög til skólaaksturs úr dreifbýli 2019.
Lagt fram til kynningar og vísað til skóla- og tómstundasviðs til úrvinnslu.

10.Ráðstefna CoastGIS á Ísafirði - 2018090022

Lagt fram bréf Astridar Fehling, verkefnastjóra, dagsett 17. ágúst sl., þar sem óskað er eftir styrk til að halda ráðstefnuna CoastGIS á Ísafirði 27. - 29. september nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið frekar og setja sig í samband við bréfritara.

11.Fræðslunefnd - 395 - 1808013F

Fundargerð 395. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 6. september sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd - 395 Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem skoðar starfsumhverfi barna og starfsmanna í leikskólum Ísafjarðarbæjar.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 186 - 1808011F

Fundargerð 186. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 5. september sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 12.6 2018080049 Uppbyggingasamningar 2019
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 186 Nefndin fagnar frumkvæði SFÍ og leggur til við bæjarstjórn að þeir fjármunir sem félagið hefur fengið loforð um til uppbyggingar í Tungudal fari í heildarhönnun á svæðinu. Nefndin tekur vel í óskir íþróttafélaganna um uppbyggingarsamninga og leggur til við bæjarstjórn að samið verði við félögin.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70 - 1808021F

Fundargerð 70. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 3. september sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?