Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
186. fundur 05. september 2018 kl. 08:10 - 09:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Hákon Ernir Hrafnsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einning sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Kynning á skóla- og tómstundasviði 2018 - 2018080048

Lagðar fram glærur með kynningu á íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

3.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Lagt fram að erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023

Lögð fram íþrótta- og tómstundastefna Ísafjarðarbæjar og drög að endurskoðunaráætlun. Einnig lagðar fram athugasemdir ungmennaráðs við stefnuna.
Lagt fram til kynningar.

5.Ályktanir frá ársþingi 2018 - 2018080050

Lagðar fram ályktanir frá ársþingi HSV 2018.
Nefndin tekur undir tillögu HSV um að bæta þurfi aðstöðu í alrými íþróttahússins á Torfnesi og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar og felur starfsmanni að skoða möguleika á bættri aðstöðu.
Fylgiskjöl:

6.Uppbyggingasamningar 2019 - 2018080049

Lagðar fram beiðnir íþróttafélaga um uppbyggingasamninga og bréf frá SFÍ þar sem óskað er eftir að fjármagn það sem félagið hefur fengið í uppbyggingasamningi 2018 og 2019 í Tungudal fari í hönnun á skíðasvæðinu.
Nefndin fagnar frumkvæði SFÍ og leggur til við bæjarstjórn að þeir fjármunir sem félagið hefur fengið loforð um til uppbyggingar í Tungudal fari í heildarhönnun á svæðinu. Nefndin tekur vel í óskir íþróttafélaganna um uppbyggingarsamninga og leggur til við bæjarstjórn að samið verði við félögin.

7.Frístundarúta til Bolungarvíkur - 2017010051

Lagður fram tölvupóstur frá varaformanni nefndarinnar, Sif Huld Albertsdóttur, þar sem hún óskar eftir því að mögluleikar á því að frístundarúta verði tengd við alla byggðakjarna Ísafjarðarbæjar verði kannaðir.
Nefndin er sammála um að tengja verði frístundarútu við alla byggðakjarna og stefnir að því að gera þarfagreiningu og skoða mögulegar lausnir.

8.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja ársins 2018.
Nefndin frestar málinu til næsta fundar.

9.Lokaskýrsla vinnuskólans 2018 - 2018080035

Lögð fram lokaskýrsla vinnuskóla Ísafjarðarbæjar 2018.
Nefndin þakkar fyrir skýra og góða skýrslu.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?